Nefið Lára G. Sigurðardóttir skrifar 11. febrúar 2019 07:00 „Viltu giftast mér?“ sagði gyðingurinn sem varð á vegi mínum í hinni helgu borg Jerúsalem. „Mig hefur alltaf langað að giftast bláeygðri konu með lítið fíngert nef.“ Mér hafði ekki enn gefist tækifæri til að segja honum að ég væri gift þegar hann var farinn að reyna að stjórna mér. Símahulstrið mitt var til dæmis ekki í réttum lit. Þetta væri ekki frásögur færandi nema vegna þess að ég var með minnimáttarkennd gagnvart nefinu mínu fram á fullorðinsár. Passaði lengi vel að enginn sæi það á hlið því mér fannst það alltof stórt. Eftir bónorðið fór ég að horfa kringum mig og sá að nefið mitt var alls ekki svo stórt í samanburði við önnur nef þarna sem ég var stödd. Á íslenskan mælikvarða var það samt nógu stórt til þess að sögukennari í Verzlunarskólanum notaði það sem sýnishorn þegar ég var sextán. Hann benti á mig og sagði: „Þú, horfðu á hlið. Sjáið krakkar, hún gæti verið með grískt nef.“ Við vorum að læra um sögu Grikklands. Minnimáttarkenndin rak mig til lýtalæknis sem sá ekki ástæðu til að gera aðgerð. Mikið var ég fegin en samt ekki. Það var ekki fyrr en ég eignaðist börnin mín og þroskaðist að ég hafði ekki tíma eða áhuga á að spá í nefið á mér. Að ég áttaði mig á að flestum er nett sama um nefið á mér. Þegar maður hugsar til baka þá er ferlegt að eyða tíma og orku í að vera ofur meðvitaður um einhvern líkamspart. Það sem einum þykir fallegt fellur ekki endilega að smekk annars. Sama hvaða lýti við teljum að við höfum þá skilgreinir það okkur ekki. Það sem mér finnst skilgreina mig er hvern hug ég ber til sjálfrar mín og annarra. Þegar maður sleppir svona sleggjudómum þá öðlast sálin hugarró. Og þar er gott að dvelja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun
„Viltu giftast mér?“ sagði gyðingurinn sem varð á vegi mínum í hinni helgu borg Jerúsalem. „Mig hefur alltaf langað að giftast bláeygðri konu með lítið fíngert nef.“ Mér hafði ekki enn gefist tækifæri til að segja honum að ég væri gift þegar hann var farinn að reyna að stjórna mér. Símahulstrið mitt var til dæmis ekki í réttum lit. Þetta væri ekki frásögur færandi nema vegna þess að ég var með minnimáttarkennd gagnvart nefinu mínu fram á fullorðinsár. Passaði lengi vel að enginn sæi það á hlið því mér fannst það alltof stórt. Eftir bónorðið fór ég að horfa kringum mig og sá að nefið mitt var alls ekki svo stórt í samanburði við önnur nef þarna sem ég var stödd. Á íslenskan mælikvarða var það samt nógu stórt til þess að sögukennari í Verzlunarskólanum notaði það sem sýnishorn þegar ég var sextán. Hann benti á mig og sagði: „Þú, horfðu á hlið. Sjáið krakkar, hún gæti verið með grískt nef.“ Við vorum að læra um sögu Grikklands. Minnimáttarkenndin rak mig til lýtalæknis sem sá ekki ástæðu til að gera aðgerð. Mikið var ég fegin en samt ekki. Það var ekki fyrr en ég eignaðist börnin mín og þroskaðist að ég hafði ekki tíma eða áhuga á að spá í nefið á mér. Að ég áttaði mig á að flestum er nett sama um nefið á mér. Þegar maður hugsar til baka þá er ferlegt að eyða tíma og orku í að vera ofur meðvitaður um einhvern líkamspart. Það sem einum þykir fallegt fellur ekki endilega að smekk annars. Sama hvaða lýti við teljum að við höfum þá skilgreinir það okkur ekki. Það sem mér finnst skilgreina mig er hvern hug ég ber til sjálfrar mín og annarra. Þegar maður sleppir svona sleggjudómum þá öðlast sálin hugarró. Og þar er gott að dvelja.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun