Braut öll rifbein pabba síns Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 11:15 Feðginin Hannes Haraldsson og Berglind Hannesdóttir eru vitaskuld alsæl að vel fór. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Tilviljun ein réð því að Berglind Hannesdóttir var tuttugu mínútum lengur í kvöldheimsókn hjá föður sínum, Hannesi Haraldssyni, þegar hann fékk hjartastopp. Bíómyndir hjálpuðu við hnoðið. „Við börnin vorum að horfa á sjónvarpið heima hjá pabba á laugardagskvöldi fyrir um ári síðan. Þegar klukkan var að nálgast miðnætti ámálga ég við börnin að við þurfum að fara heim að sofa en af því að enn voru eftir tuttugu mínútur af bíómyndinni bað dóttir mín um leyfi til að horfa á myndina til enda,“ útskýrir Berglind Hannesdóttir um tildrög þess að hún bjargaði föður sínum, Hannesi Haraldssyni, úr hjartastoppi. „Ég sættist á að klára myndina og skömmu síðar fer pabbi á salernið. Þegar hann kemur fram er hann með hendurnar útréttar og segir í sífellu: „Hvað er að gerast? Hvað er að gerast?“ Fellur svo fram í sófann og blánar.“ Berglind, sem aldrei hefur farið á námskeið í skyndihjálp, rauk upp til bjargar föður sínum. „Ég hafði auðvitað séð ótal sjónvarpsþætti og bíómyndir þar sem hjartahnoði er beitt og gerði eins og ég hafði séð þar. Ég hringdi líka strax í 112 og þar var spurt hvar og hvernig pabbi lægi. Í sófanum, svaraði ég um hæl, og konan sem leiðbeindi mér í símanum sagði að ég yrði að færa pabba niður á gólf. Ég spurði hvernig í ósköpunum ég ætti að fara að því að lyfta 110 kílóa karlmanni ein míns liðs, en hún skipaði mér bara að gera það strax. Ég veit ekki enn hvernig ég fór að, en ég fylltist fítonskrafti, tók pabba eins og ungbarn í faðminn, færði hann varlega á stofugólfið og byrjaði að hnoða og hnoða.“ Hannes virtist ekki með lífsmarki þegar þarna var komið og var Berglind hrædd um að hann væri látinn. „Ég heyrði engan andardrátt, en það hrygldi aðeins í honum. Ég braut öll rifbeinin í honum því ég hnoðaði svo fast. Starfsmaður Neyðarlínunnar hvatti mig áfram og taldi í taktinn til að hnoða og sagði mér að halda hökunni uppi og öndunarveginum opnum þar til sjúkraflutningamennirnir komu. Mér fannst taka eilífð að bíða en þeir voru víst fljótir og komu úr tveimur áttum með hjartastuðtæki. Þegar þeir reyndu svo að setja slöngu ofan í pabba var eins og hann vildi hana ekki og þá sögðu þeir að hann væri allavega með lífsmarki þótt hann væri meðvitundarlaus,“ rifjar Berglind upp.Brýnt að kunna réttu tökin Eftir að Hannes, þá 75 ára, komst á sjúkrahús fór hann strax í hjartaþræðingu en þar reyndist ekki vera kransæðastífla. „Hann var því kældur niður til að varna heilaskemmdum og var á gjörgæslu í viku og á sjúkradeild í tvær vikur á meðan hann braggaðist. Í dag er hann með bjargráð sem fer sjálfkrafa í gang ef þetta gerist aftur og bíður þess að fá neyðarhnapp,“ upplýsir Berglind. Hún hrósar happi yfir því að hafa leyft börnum sínum að horfa á bíómyndina til enda þetta örlagaríka kvöld. „Hefðum við farið heim er ekki að spyrja að leikslokum. Við svona aðstæður verður maður hrikalega hræddur og krakkarnir voru auðvitað frávita af ótta um afa sinn. Þetta er mikil lífsreynsla að upplifa en þegar svona gerist þarf að bregðast fljótt við þótt maður kunni ekki á því tökin. Þá er gott að hafa sótt skyndihjálparnámskeið til að geta beitt fumlausum vinnubrögðum og ég ætla mér á slíkt námskeið hið fyrsta. Það tekur svo tíma að verða jafn góður aftur en þetta er allt að koma hjá pabba.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Fleiri fréttir Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Sjá meira
Tilviljun ein réð því að Berglind Hannesdóttir var tuttugu mínútum lengur í kvöldheimsókn hjá föður sínum, Hannesi Haraldssyni, þegar hann fékk hjartastopp. Bíómyndir hjálpuðu við hnoðið. „Við börnin vorum að horfa á sjónvarpið heima hjá pabba á laugardagskvöldi fyrir um ári síðan. Þegar klukkan var að nálgast miðnætti ámálga ég við börnin að við þurfum að fara heim að sofa en af því að enn voru eftir tuttugu mínútur af bíómyndinni bað dóttir mín um leyfi til að horfa á myndina til enda,“ útskýrir Berglind Hannesdóttir um tildrög þess að hún bjargaði föður sínum, Hannesi Haraldssyni, úr hjartastoppi. „Ég sættist á að klára myndina og skömmu síðar fer pabbi á salernið. Þegar hann kemur fram er hann með hendurnar útréttar og segir í sífellu: „Hvað er að gerast? Hvað er að gerast?“ Fellur svo fram í sófann og blánar.“ Berglind, sem aldrei hefur farið á námskeið í skyndihjálp, rauk upp til bjargar föður sínum. „Ég hafði auðvitað séð ótal sjónvarpsþætti og bíómyndir þar sem hjartahnoði er beitt og gerði eins og ég hafði séð þar. Ég hringdi líka strax í 112 og þar var spurt hvar og hvernig pabbi lægi. Í sófanum, svaraði ég um hæl, og konan sem leiðbeindi mér í símanum sagði að ég yrði að færa pabba niður á gólf. Ég spurði hvernig í ósköpunum ég ætti að fara að því að lyfta 110 kílóa karlmanni ein míns liðs, en hún skipaði mér bara að gera það strax. Ég veit ekki enn hvernig ég fór að, en ég fylltist fítonskrafti, tók pabba eins og ungbarn í faðminn, færði hann varlega á stofugólfið og byrjaði að hnoða og hnoða.“ Hannes virtist ekki með lífsmarki þegar þarna var komið og var Berglind hrædd um að hann væri látinn. „Ég heyrði engan andardrátt, en það hrygldi aðeins í honum. Ég braut öll rifbeinin í honum því ég hnoðaði svo fast. Starfsmaður Neyðarlínunnar hvatti mig áfram og taldi í taktinn til að hnoða og sagði mér að halda hökunni uppi og öndunarveginum opnum þar til sjúkraflutningamennirnir komu. Mér fannst taka eilífð að bíða en þeir voru víst fljótir og komu úr tveimur áttum með hjartastuðtæki. Þegar þeir reyndu svo að setja slöngu ofan í pabba var eins og hann vildi hana ekki og þá sögðu þeir að hann væri allavega með lífsmarki þótt hann væri meðvitundarlaus,“ rifjar Berglind upp.Brýnt að kunna réttu tökin Eftir að Hannes, þá 75 ára, komst á sjúkrahús fór hann strax í hjartaþræðingu en þar reyndist ekki vera kransæðastífla. „Hann var því kældur niður til að varna heilaskemmdum og var á gjörgæslu í viku og á sjúkradeild í tvær vikur á meðan hann braggaðist. Í dag er hann með bjargráð sem fer sjálfkrafa í gang ef þetta gerist aftur og bíður þess að fá neyðarhnapp,“ upplýsir Berglind. Hún hrósar happi yfir því að hafa leyft börnum sínum að horfa á bíómyndina til enda þetta örlagaríka kvöld. „Hefðum við farið heim er ekki að spyrja að leikslokum. Við svona aðstæður verður maður hrikalega hræddur og krakkarnir voru auðvitað frávita af ótta um afa sinn. Þetta er mikil lífsreynsla að upplifa en þegar svona gerist þarf að bregðast fljótt við þótt maður kunni ekki á því tökin. Þá er gott að hafa sótt skyndihjálparnámskeið til að geta beitt fumlausum vinnubrögðum og ég ætla mér á slíkt námskeið hið fyrsta. Það tekur svo tíma að verða jafn góður aftur en þetta er allt að koma hjá pabba.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Fleiri fréttir Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Sjá meira