Mbappe búinn að gefa meira en átta milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2019 09:30 Kylian Mbappe kyssir HM-bikarinn. Hann varð yngsti leikmaðurinn til að skora í úrslitaleik HM síðan Pele gerði það sautján ára gamall á Hm 1958. Getty/Laurens Lindhout Franska ungstirnið Kylian Mbappe hefur komið mjög sterkur inn í að fjármagna leitina af Emiliano Sala og flugmanninum David Ibbotson í Ermarsundi. Kylian Mbappe hélt upp á tvítugsafmælið sitt í desember og þykir eitt mesta efni sem hefur komið fram í fótboltanum. Hann skoraði í úrslitaleik HM þegar Frakkar unnu heimsmeistaratitilinn síðasta sumar og hefur farið á kostum með liði Paris Saint-Germain. Mbappe er ekki aðeins frábær í fótbolta heldur hann er einnig örlátur á peninga sína þegar mikið liggur við. Þetta hefur komið vel í ljós á síðustu dögum. Mbappe hafði áður gefið 30 þúsund evrur í söfnunina svo hægt væri að finna flugvélina og Emiliano Sala en hefur nú tvöfaldað þá upphæð. Independent segir frá en það hafa líka aðrir enskir miðlar gert.PSG's Kylian Mbappe has donated £27,000 to a fundraising appeal set up by the family of missing pilot David Ibbotson. Read more https://t.co/EoNnjococ1pic.twitter.com/D0ExmaLwpt — BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2019Lík Emiliano Sala fannst í flugvélinni í síðustu viku en David Ibbotson hefur enn ekki fundist. Fjölskylda David Ibbotson hefur sett af stað samskonar söfnun og fjölskylda Sala gerði. Fjölskyldan vill finna Ibbotson og söfnunin fékk mikla vítamínsprautu með framlagi Mbappe. David Ibbotson var að fljúga með Emiliano Sala frá Nantes til Cardiff 21. janúar síðastliðinn þegar vélin hrapaði rétt hjá Guernsey í Ermasundi. Kylian Mbappe var þó ekkert að gera mikið úr raunsarskap sínum og gaf í söfnunina undir nafninu Elie Lottin en hans fulla nafn er Kylian Mbappe Lottin. Kylian Mbappe hefur nú alls gefið 60 þúsund evrur eða meira en átta milljónir íslenskra króna í leitina af þeim Ibbotson og Sala.Kylian Mbappe leading by example on and off the pitch pic.twitter.com/6RNG8BcYxp — ESPN UK (@ESPNUK) February 10, 2019 Emiliano Sala Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira
Franska ungstirnið Kylian Mbappe hefur komið mjög sterkur inn í að fjármagna leitina af Emiliano Sala og flugmanninum David Ibbotson í Ermarsundi. Kylian Mbappe hélt upp á tvítugsafmælið sitt í desember og þykir eitt mesta efni sem hefur komið fram í fótboltanum. Hann skoraði í úrslitaleik HM þegar Frakkar unnu heimsmeistaratitilinn síðasta sumar og hefur farið á kostum með liði Paris Saint-Germain. Mbappe er ekki aðeins frábær í fótbolta heldur hann er einnig örlátur á peninga sína þegar mikið liggur við. Þetta hefur komið vel í ljós á síðustu dögum. Mbappe hafði áður gefið 30 þúsund evrur í söfnunina svo hægt væri að finna flugvélina og Emiliano Sala en hefur nú tvöfaldað þá upphæð. Independent segir frá en það hafa líka aðrir enskir miðlar gert.PSG's Kylian Mbappe has donated £27,000 to a fundraising appeal set up by the family of missing pilot David Ibbotson. Read more https://t.co/EoNnjococ1pic.twitter.com/D0ExmaLwpt — BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2019Lík Emiliano Sala fannst í flugvélinni í síðustu viku en David Ibbotson hefur enn ekki fundist. Fjölskylda David Ibbotson hefur sett af stað samskonar söfnun og fjölskylda Sala gerði. Fjölskyldan vill finna Ibbotson og söfnunin fékk mikla vítamínsprautu með framlagi Mbappe. David Ibbotson var að fljúga með Emiliano Sala frá Nantes til Cardiff 21. janúar síðastliðinn þegar vélin hrapaði rétt hjá Guernsey í Ermasundi. Kylian Mbappe var þó ekkert að gera mikið úr raunsarskap sínum og gaf í söfnunina undir nafninu Elie Lottin en hans fulla nafn er Kylian Mbappe Lottin. Kylian Mbappe hefur nú alls gefið 60 þúsund evrur eða meira en átta milljónir íslenskra króna í leitina af þeim Ibbotson og Sala.Kylian Mbappe leading by example on and off the pitch pic.twitter.com/6RNG8BcYxp — ESPN UK (@ESPNUK) February 10, 2019
Emiliano Sala Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira