Kosningum mögulega flýtt á Spáni Kjartan Kjartansson skrifar 11. febrúar 2019 12:59 Ríkisstjórn Pedro Sánchez er í bobba með fjárlagafrumvarp sitt. Hann gæti boðað til kosninga á næstu dögum. Vísir/EPA Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, er sagður íhuga að flýta þingkosningum um ár og halda þær 14. apríl. Útlit er fyrir að spænska þingið hafni fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar hans í vikunni. Sósíalistaflokkur Sánchez er aðeins með fjórðung sæta í neðri deild spænska þingsins og þarf að reiða sig á stuðning minni flokka eins og katalónskra þjóðernissinna þar. Þeir hafa sagst ætla að greiða atkvæði gegn fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar þegar þingið greiðir atkvæði um það á miðvikudag.Reuters-fréttastofan segir að spænskir embættismenn telji að líklegt sé að boðað verði til nýrra kosninga á næstunni þrátt fyrir að kjörtímabili ríkisstjórnarinnar ljúki ekki fyrr en á næsta ári. Spænska ríkisfréttastofan EFE hefur eftir heimildarmönnum sínum að Sánchez gæti boðað til kosninga þegar í apríl. Það þyrfti hann að gera í síðasta lagi þriðjudaginn 19. febrúar því samkvæmt lögum má aðeins boða til kosninga með 54 daga fyrirvara. Dagblaðið El País segir heimildarmenn sína telja líklegra að kosið yrði sunnudaginn 26. maí samhliða sveitarstjórnar-, sjálfstjórnarhéraðs- og Evrópuþingskosningum. Ákvörðun um flýtikosningar yrði ekki tekin fyrir eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar um fjárlög í þinginu liggja fyrir á miðvikudag. „Enginn meðlimur í stjórn Sósíalistaflokksins er að tala um 14. apríl fyrir þingkosningar,“ fullyrðir Adriana Lastra, talskona Sósíalistaflokksins við spænska dagblaðið. Skoðanakannanir benda til þess að hægriflokkar sem hafa tekið harðari afstöðu til sjálfstæðisbaráttu Katalóna en Sánchez gætu náð meirihluta saman ef kosið yrði nú. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, er sagður íhuga að flýta þingkosningum um ár og halda þær 14. apríl. Útlit er fyrir að spænska þingið hafni fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar hans í vikunni. Sósíalistaflokkur Sánchez er aðeins með fjórðung sæta í neðri deild spænska þingsins og þarf að reiða sig á stuðning minni flokka eins og katalónskra þjóðernissinna þar. Þeir hafa sagst ætla að greiða atkvæði gegn fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar þegar þingið greiðir atkvæði um það á miðvikudag.Reuters-fréttastofan segir að spænskir embættismenn telji að líklegt sé að boðað verði til nýrra kosninga á næstunni þrátt fyrir að kjörtímabili ríkisstjórnarinnar ljúki ekki fyrr en á næsta ári. Spænska ríkisfréttastofan EFE hefur eftir heimildarmönnum sínum að Sánchez gæti boðað til kosninga þegar í apríl. Það þyrfti hann að gera í síðasta lagi þriðjudaginn 19. febrúar því samkvæmt lögum má aðeins boða til kosninga með 54 daga fyrirvara. Dagblaðið El País segir heimildarmenn sína telja líklegra að kosið yrði sunnudaginn 26. maí samhliða sveitarstjórnar-, sjálfstjórnarhéraðs- og Evrópuþingskosningum. Ákvörðun um flýtikosningar yrði ekki tekin fyrir eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar um fjárlög í þinginu liggja fyrir á miðvikudag. „Enginn meðlimur í stjórn Sósíalistaflokksins er að tala um 14. apríl fyrir þingkosningar,“ fullyrðir Adriana Lastra, talskona Sósíalistaflokksins við spænska dagblaðið. Skoðanakannanir benda til þess að hægriflokkar sem hafa tekið harðari afstöðu til sjálfstæðisbaráttu Katalóna en Sánchez gætu náð meirihluta saman ef kosið yrði nú.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira