Segja bróður hjákonu Bezos hafa lekið myndunum Samúel Karl Ólason skrifar 11. febrúar 2019 18:15 Jeff Bezos, stofnandi Amazon og ríkasti maður heims. AP/Cliff Owen Michael Sanchez, bróðir Lauren Sanchez, hjákonu Jeff Bezos, lak skilaboðum og myndum á milli milljarðamæringsins og systur sinnar til National Enquirer. Þetta hefur Daily Beast eftir heimildarmönnum sínum innan Emerican Media Incorporated, AMI, móðurfélags National Enquirer. Tímaritið kom upp um framhjáhald Bezos og Sanchez og í kjölfarið hefur Bezos sakaði forsvarsmenn Enquirer um kúgun.Bezos er eigandi Amazon og Washington Post sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fundið flest til foráttu og er útgefandi National Enquirer, David Pecker, náinn vinur forsetans. Eftir að upp komst um framhjáhald Bezos og voru vangaveltur uppi um hvort umfjöllun blaðsins ætti sér pólitískar rætur. Bezos sagði frá því á dögunum að lögmaður AMI hefði sent sér tölvupósta þar sem hann krafðist þess að Bezos myndi lýsa því yfir opinberlega að umfjöllunin ætti ekki pólitískar rætur. Annars myndi blaðið birta vandræðalegar myndir af Bezos og þar á meðan sjálfsmynd neðan beltis, svokallaða „dick-pick“ eins og það var orðað í póstinum, samkvæmt Bezos.Í kjölfar umfjöllunar National Enquirer hóf Bezos eigin rannsókn á því hvernig AMI kom höndum yfir skilaboðin og myndirnar. Þeim hluta rannsóknarinnar sem snýr að lekanum er nú lokið samkvæmt Daily Beast. Þá segir miðillinn að rannsakandi Bezos hafi komið þeim gögnum sem hann aflaði í hendur lögreglu. Hann vildi þó ekki segja frá niðurstöðum sínum.Margir heimildarmenn benda á bróðirinn Daily Beast vísar þó í nokkra heimildarmenn innan AMI og sérstaklega einn sem hefur rætt við forsvarsmenn fyrirtækisins um málið og segist hann fullviss um að Michael Sanchez hafi lekið skilaboðunum og myndunum til AMI. Þá sagði Elkan Abromowitz ,lögmaður fyrirtækisins, í sjónvarpsviðtali í gær að National Enquirer hefði fengið upplýsingar frá heimildarmanni sem hafi lengi útvegað miðlinum upplýsingar og þekkti vel til bæði Lauru Sanchez og Jeff Bezos.Devid Pecker, útgefandi Nationa Enquirer og framkvæmdastjóri AMI.AP/Marion CurtisSvo virðist sem að blaðamenn Daily Beast hafi komið höndum yfir tölvupósta á milli starfsmanna Ami og Michael Sanchez hafi talið að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi vitað af umfjölluninni og kunnað að meta hana. Það hefur áður komið fram hjá Daily Beast að Michael Sanchez hafi átt í persónulegum samskiptum við nokkra af helstu bandamönnum Trump eins og Roger Stone og Carter Page.Ekki kúgun heldur „viðræður“ Málið nú vekur ekki síst athygli í ljósi sáttar sem Pecker og American Media gerðu við alríkissaksóknara í New York í september. Saksóknararnir höfðu komist að því að greiðsla fyrirtækisins til klámmyndaleikkonu sem sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump forseta hefði verið ólöglegt kosningaframlag. American Media slapp við saksókn en þurfti í staðinn að viðurkenna að það hefði greitt konunni til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Lofaði það einnig að fremja engin brot í þrjú ár. Að öðrum kosti gætu saksóknararnir dregið málið gegn fyrirtækinu aftur. Reynist fyrirtækið hafa brotið af sér í máli Bezos gæti það þannig ógnað sáttinni sem það gerði við saksóknarana. Saksóknarar kanna nú hvort tilefni sé til að ógilda sáttina. Abromowitz, lögmaður AMI, þvertekur fyrir að starfsmenn AMI hafi reynt að kúga Bezos með því að hóta að birta viðkvæmar myndir af honum. Þess í stað sagði hann að um hefðbundnar lagalegar viðræður hafi verið um að ræða. „Það er algjörlega ekki glæpur að einfaldlega biðja einhvern um að segja sannleikann. Segðu sannleikann um að þessi umfjöllun eigi ekki pólitískar rætur og við munum ekki birta fleiri greinar,“ sagði Abramowitz í gær. Amazon Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkasti maður heims og eiginkona að skilja Jeff Bezos, forstjóri vefrisans Amazon og ríkasti maður heims, tilkynnti í dag að hann og McKensie Bezos, eiginkona hans til fjölda ára ætli sér að skilja. 9. janúar 2019 15:32 Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52 Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita að hafa lekið skilaboðum Bezos til National Enquirer Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita því að hafa haft nokkuð að gera með það að skilaboðum og vandræðalegum myndum af Jeff Bezos, ríkasta manni heims, var lekið til bandaríska götublaðsins National Enquirer. 11. febrúar 2019 08:20 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Michael Sanchez, bróðir Lauren Sanchez, hjákonu Jeff Bezos, lak skilaboðum og myndum á milli milljarðamæringsins og systur sinnar til National Enquirer. Þetta hefur Daily Beast eftir heimildarmönnum sínum innan Emerican Media Incorporated, AMI, móðurfélags National Enquirer. Tímaritið kom upp um framhjáhald Bezos og Sanchez og í kjölfarið hefur Bezos sakaði forsvarsmenn Enquirer um kúgun.Bezos er eigandi Amazon og Washington Post sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fundið flest til foráttu og er útgefandi National Enquirer, David Pecker, náinn vinur forsetans. Eftir að upp komst um framhjáhald Bezos og voru vangaveltur uppi um hvort umfjöllun blaðsins ætti sér pólitískar rætur. Bezos sagði frá því á dögunum að lögmaður AMI hefði sent sér tölvupósta þar sem hann krafðist þess að Bezos myndi lýsa því yfir opinberlega að umfjöllunin ætti ekki pólitískar rætur. Annars myndi blaðið birta vandræðalegar myndir af Bezos og þar á meðan sjálfsmynd neðan beltis, svokallaða „dick-pick“ eins og það var orðað í póstinum, samkvæmt Bezos.Í kjölfar umfjöllunar National Enquirer hóf Bezos eigin rannsókn á því hvernig AMI kom höndum yfir skilaboðin og myndirnar. Þeim hluta rannsóknarinnar sem snýr að lekanum er nú lokið samkvæmt Daily Beast. Þá segir miðillinn að rannsakandi Bezos hafi komið þeim gögnum sem hann aflaði í hendur lögreglu. Hann vildi þó ekki segja frá niðurstöðum sínum.Margir heimildarmenn benda á bróðirinn Daily Beast vísar þó í nokkra heimildarmenn innan AMI og sérstaklega einn sem hefur rætt við forsvarsmenn fyrirtækisins um málið og segist hann fullviss um að Michael Sanchez hafi lekið skilaboðunum og myndunum til AMI. Þá sagði Elkan Abromowitz ,lögmaður fyrirtækisins, í sjónvarpsviðtali í gær að National Enquirer hefði fengið upplýsingar frá heimildarmanni sem hafi lengi útvegað miðlinum upplýsingar og þekkti vel til bæði Lauru Sanchez og Jeff Bezos.Devid Pecker, útgefandi Nationa Enquirer og framkvæmdastjóri AMI.AP/Marion CurtisSvo virðist sem að blaðamenn Daily Beast hafi komið höndum yfir tölvupósta á milli starfsmanna Ami og Michael Sanchez hafi talið að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi vitað af umfjölluninni og kunnað að meta hana. Það hefur áður komið fram hjá Daily Beast að Michael Sanchez hafi átt í persónulegum samskiptum við nokkra af helstu bandamönnum Trump eins og Roger Stone og Carter Page.Ekki kúgun heldur „viðræður“ Málið nú vekur ekki síst athygli í ljósi sáttar sem Pecker og American Media gerðu við alríkissaksóknara í New York í september. Saksóknararnir höfðu komist að því að greiðsla fyrirtækisins til klámmyndaleikkonu sem sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump forseta hefði verið ólöglegt kosningaframlag. American Media slapp við saksókn en þurfti í staðinn að viðurkenna að það hefði greitt konunni til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Lofaði það einnig að fremja engin brot í þrjú ár. Að öðrum kosti gætu saksóknararnir dregið málið gegn fyrirtækinu aftur. Reynist fyrirtækið hafa brotið af sér í máli Bezos gæti það þannig ógnað sáttinni sem það gerði við saksóknarana. Saksóknarar kanna nú hvort tilefni sé til að ógilda sáttina. Abromowitz, lögmaður AMI, þvertekur fyrir að starfsmenn AMI hafi reynt að kúga Bezos með því að hóta að birta viðkvæmar myndir af honum. Þess í stað sagði hann að um hefðbundnar lagalegar viðræður hafi verið um að ræða. „Það er algjörlega ekki glæpur að einfaldlega biðja einhvern um að segja sannleikann. Segðu sannleikann um að þessi umfjöllun eigi ekki pólitískar rætur og við munum ekki birta fleiri greinar,“ sagði Abramowitz í gær.
Amazon Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkasti maður heims og eiginkona að skilja Jeff Bezos, forstjóri vefrisans Amazon og ríkasti maður heims, tilkynnti í dag að hann og McKensie Bezos, eiginkona hans til fjölda ára ætli sér að skilja. 9. janúar 2019 15:32 Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52 Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita að hafa lekið skilaboðum Bezos til National Enquirer Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita því að hafa haft nokkuð að gera með það að skilaboðum og vandræðalegum myndum af Jeff Bezos, ríkasta manni heims, var lekið til bandaríska götublaðsins National Enquirer. 11. febrúar 2019 08:20 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Ríkasti maður heims og eiginkona að skilja Jeff Bezos, forstjóri vefrisans Amazon og ríkasti maður heims, tilkynnti í dag að hann og McKensie Bezos, eiginkona hans til fjölda ára ætli sér að skilja. 9. janúar 2019 15:32
Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52
Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita að hafa lekið skilaboðum Bezos til National Enquirer Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita því að hafa haft nokkuð að gera með það að skilaboðum og vandræðalegum myndum af Jeff Bezos, ríkasta manni heims, var lekið til bandaríska götublaðsins National Enquirer. 11. febrúar 2019 08:20