Innlent

Eldur kom upp í rafmagnsteppi í rúmi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Búið var að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang en þörf var á því að reykræsta.
Búið var að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang en þörf var á því að reykræsta. Vísir/vilhelm
Eldur kom upp í húsi í póstnúmeri 108 þegar klukkan var að ganga hálftvö í nótt. Þegar lögregla kom á vettvang höfðu öryggisverðir slökkt eldinn sem komið hafði upp í rafmagnsteppi sem sett hafði verið í rúm.

Einn íbúi var fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.

Að því er segir í skeyti lögreglu hafði íbúi ætlað að hita rúmið fyrir notkun og var því ekki í rúminu þegar eldurinn kviknaði. Mikill reykur var hins vegar í húsinu og mætti slökkviliðið á staðinn til að reykræsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×