Hafnaði risasamningi í hafnaboltanum og valdi NFL-deildina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. febrúar 2019 10:00 Kyler Murray er á leið í NFL-deildina. vísir/getty Íþróttaundrið Kyler Murray var eftirsóttur af bæði liðum í MLB og NFL-deildinni enda með eindæmum hæfileikaríkur íþróttamaður. Hann hefur þó ákveðið að taka frekar slaginn í NFL-deildinni. Hinn 21 árs gamli Murray var valinn níundi í nýliðavali MLB-hafnaboltadeildarinnar síðasta sumar en ákvað að halda áfram að spila leikstjórnanda með Oklahoma-háskólanum. Þar átti hann frábært tímabil og fékk að launum hinn eftirsótta Heisman-bikar sem besti ruðningsleikmaður háskólaboltans fær á hverju ári. Hann skilaði betri tölum en Baker Mayfield sem var valinn fyrstur í nýliðavali NFL-deildarinnar í fyrra og blómstraði svo í deildinni. Í síðasta mánuði tilkynnti Murray að NFL-deildin hefði vinninginn. Þangað ætlaði hann. Murray gæti því orðið fyrsti íþróttamaður sögunnar sem er valinn í fyrstu umferð í nýliðavali MLB og NFL-deildarinnar og það er reyndar nánast pottþétt. „Fótboltinn hefur verið mín ástríða allt mitt líf. Ég var alinn upp til þess að spila leikstjórnandastöðuna og get ekki beðið eftir því að spreyta mig í NFL-deildinni,“ sagði Murray. Liðið sem valdi hann í hafnaboltanum, Oakland A's, var þegar búið að gefa honum stóran bónus sem hann þarf að endurgreiða að stóru leyti en hann gefur svo frá sér afganginn af samningnum sem var upp á 383 milljónir króna. Oakland sagðist ekki sjá eftir því að hafa valið Murray svona snemma þó svo núna sé það val ónýtt. NFL Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sjá meira
Íþróttaundrið Kyler Murray var eftirsóttur af bæði liðum í MLB og NFL-deildinni enda með eindæmum hæfileikaríkur íþróttamaður. Hann hefur þó ákveðið að taka frekar slaginn í NFL-deildinni. Hinn 21 árs gamli Murray var valinn níundi í nýliðavali MLB-hafnaboltadeildarinnar síðasta sumar en ákvað að halda áfram að spila leikstjórnanda með Oklahoma-háskólanum. Þar átti hann frábært tímabil og fékk að launum hinn eftirsótta Heisman-bikar sem besti ruðningsleikmaður háskólaboltans fær á hverju ári. Hann skilaði betri tölum en Baker Mayfield sem var valinn fyrstur í nýliðavali NFL-deildarinnar í fyrra og blómstraði svo í deildinni. Í síðasta mánuði tilkynnti Murray að NFL-deildin hefði vinninginn. Þangað ætlaði hann. Murray gæti því orðið fyrsti íþróttamaður sögunnar sem er valinn í fyrstu umferð í nýliðavali MLB og NFL-deildarinnar og það er reyndar nánast pottþétt. „Fótboltinn hefur verið mín ástríða allt mitt líf. Ég var alinn upp til þess að spila leikstjórnandastöðuna og get ekki beðið eftir því að spreyta mig í NFL-deildinni,“ sagði Murray. Liðið sem valdi hann í hafnaboltanum, Oakland A's, var þegar búið að gefa honum stóran bónus sem hann þarf að endurgreiða að stóru leyti en hann gefur svo frá sér afganginn af samningnum sem var upp á 383 milljónir króna. Oakland sagðist ekki sjá eftir því að hafa valið Murray svona snemma þó svo núna sé það val ónýtt.
NFL Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sjá meira