Safna fyrir Ingu Maríu sem slasaðist lífshættulega í umferðarslysi í Kaupmannahöfn Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 13:45 Inga María Eyjólfsdóttir leikkona hefur legið á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn síðan 14. janúar síðastliðinn. Mynd/Aðsend Inga María Eyjólfsdóttir, 28 ára leikkona, slasaðist lífshættulega í umferðarslysi í Kaupmannahöfn í janúar. Hún hlaut m.a. alvarleg beinbrot og heilablæðingu en ljóst er að hún á langa endurhæfingu fyrir höndum. Inga María hefur legið á spítala í Kaupmannahöfn síðan slysið varð en aðstandendur fjölskyldunnar hafa nú hrint af stað söfnun til að standa straum af kostnaði vegna slyssins.Ökumaðurinn áður komið við sögu lögreglu Inga María flutti til Kaupmannahafnar fyrir fjórum árum og kláraði þar BA-gráðu í leiklist. Hún ílengdist svo í borginni eftir útskrift og hefur sinnt þar ýmsum störfum og verkefnum. Slysið varð þann 14. janúar síðastliðinn en Inga María var að hjóla yfir götu í Nørrebro þegar ekið var á hana. Fjallað var um slysið í frétt danska dagblaðsins BT frá 15. janúar en þar kemur fram að ökumaður bílsins, 27 ára karlmaður, hafi verið ákærður fyrir að valda slysinu. Haft er eftir Henrik Svejstrup, lögreglustjóra í Kaupmannahöfn, að maðurinn hafi líklega ekið of hratt. Þá hafi áður verið höfð afskipti af honum vegna „sambærilegra brota“. Öll vinstri hliðin mölbrotin Eins og áður segir hefur fjölskylda Ingu Maríu stofnað til söfnunar til að standa straum af kostnaði vegna slyssins en Andri Þór Sigurjónsson, frændi Ingu Maríu, greindi frá slysinu og söfnuninni á Facebook í gær. Anna Helga Ragnarsdóttir, eiginkona Andra, segir í samtali við Vísi að Inga María hafi verið flutt lífshættulega slösuð á bráðamóttöku í kjölfar slyssins. Ástandið hafi verið tvísýnt. „Það voru miklar innvortis blæðingar, miltað sprakk, annað nýrað laskaðist. Það voru fyrstu meiðslin sem þurfti að tækla strax og þá var hún drifin í aðgerð og miltað fjarlægt.“ Inga María var að því búnu lögð inn á gjörgæsludeild ríkisspítalans í Kaupmannahöfn. Þar kom í ljós að hún hafði hlotið slæmt höfuðhögg svo blæddi inn á heila og þá fannst einnig blóð í lungum. „Svo byrjar að koma í ljós að eiginlega öll vinstri hliðin þar sem bíllinn lendir á henni er eiginlega bara mölbrotin. Upphandleggurinn er brotinn og lærið, hún er úlnliðsbrotin, mörg rifbein eru brotin, og ökklinn. Það er eiginlega bara allt brotið vinstra megin.“Langur vegur framundan Inga María var því drifin í aðra aðgerð þar sem reynt var að laga stærstu beinbrotin. Þá hafi hún verið meðvitundarlaus framan af en er nú vöknuð, þó að enn sé ekki útséð hvort höfuðáverkarnir hafi varanleg áhrif.Inga María ásamt móður sinni, Rannveigu, og bróður sínum, Vigfúsi Almari.Mynd/Aðsend„Hún var alveg meðvitundarlaus fyrst. Þeir reyna að vekja hana og ekkert gengur og hún sýnir engin viðbrögð. En svo hægt og rólega byrjar hún að svara áreiti og fer eftir þeim fyrirmælum sem læknarnir biðja um,“ segir Anna Helga. „Hún er vöknuð. Verður hrædd, fær hræðsluköst, og er ekki alveg eins og hún á að sér að vera. Maður veit ekki með þessi höfuðhögg, þetta tekur oft svolítinn tíma hvort það hafi orðið einhver varanlegur skaði þar.“ Stefnt er að því að Inga María verði lögð inn á endurhæfingardeild á spítala í Kaupmannahöfn. „Það er langur vegur framundan,“ segir Anna Helga. „En hún fær mjög markvissa og flotta endurhæfingu og það er ekki annað að segja en að allt starfsfólkið og aðbúnaðurinn á þessum spítala sé til fyrirmyndar.“ Peningarnir á þrotum Eftirmálar slyssins og uppihald aðstandenda hafa þó kostað sitt, að sögn Önnu Helgu. Rannveig Vigfúsdóttir, móðir Ingu Maríu, flaug til Kaupmannahafnar strax eftir slysið og hefur dvalið hjá dóttur sinni síðan. Andri, eiginmaður Önnu Helgu, og Vigfús Almar, bróðir Ingu Maríu, flugu út með henni og dvöldu hjá Ingu Maríu fyrstu dagana eftir slysið. Sjálf er Rannveig með bráðaofnæmi fyrir kulda og getur ekki farið á milli húsa yfir veturinn í Danmörku. Hún þarf því að gista á sjúkrahótelinu hjá dóttur sinni. „Hún er einstæð ekkja. Við viljum að hún þurfi ekki að standa í slíkum kostnaði,“ segir Anna Helga. Því hafi verið ákveðið að efna til söfnunarinnar nú. „Við erum búin að vera að hjálpa henni eins og hægt er en við ráðum ekki endalaust við það. Nú er staðan orðin sú að peningarnir eru á þrotum og við viljum náttúrulega gera allt til að hún geti verið hjá dóttur sinni.“Þeir sem vilja styrkja Ingu Maríu og fjölskyldu hennar geta lagt inn á eftirfarandi reikningsnúmer sem skráð er á bróður hennar, Vigfús Almar:Banki: 544-26-62406Kt.: 240688-2559 Fréttin hefur verið uppfærð og lokað fyrir ummæli. Danmörk Samgönguslys Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Inga María Eyjólfsdóttir, 28 ára leikkona, slasaðist lífshættulega í umferðarslysi í Kaupmannahöfn í janúar. Hún hlaut m.a. alvarleg beinbrot og heilablæðingu en ljóst er að hún á langa endurhæfingu fyrir höndum. Inga María hefur legið á spítala í Kaupmannahöfn síðan slysið varð en aðstandendur fjölskyldunnar hafa nú hrint af stað söfnun til að standa straum af kostnaði vegna slyssins.Ökumaðurinn áður komið við sögu lögreglu Inga María flutti til Kaupmannahafnar fyrir fjórum árum og kláraði þar BA-gráðu í leiklist. Hún ílengdist svo í borginni eftir útskrift og hefur sinnt þar ýmsum störfum og verkefnum. Slysið varð þann 14. janúar síðastliðinn en Inga María var að hjóla yfir götu í Nørrebro þegar ekið var á hana. Fjallað var um slysið í frétt danska dagblaðsins BT frá 15. janúar en þar kemur fram að ökumaður bílsins, 27 ára karlmaður, hafi verið ákærður fyrir að valda slysinu. Haft er eftir Henrik Svejstrup, lögreglustjóra í Kaupmannahöfn, að maðurinn hafi líklega ekið of hratt. Þá hafi áður verið höfð afskipti af honum vegna „sambærilegra brota“. Öll vinstri hliðin mölbrotin Eins og áður segir hefur fjölskylda Ingu Maríu stofnað til söfnunar til að standa straum af kostnaði vegna slyssins en Andri Þór Sigurjónsson, frændi Ingu Maríu, greindi frá slysinu og söfnuninni á Facebook í gær. Anna Helga Ragnarsdóttir, eiginkona Andra, segir í samtali við Vísi að Inga María hafi verið flutt lífshættulega slösuð á bráðamóttöku í kjölfar slyssins. Ástandið hafi verið tvísýnt. „Það voru miklar innvortis blæðingar, miltað sprakk, annað nýrað laskaðist. Það voru fyrstu meiðslin sem þurfti að tækla strax og þá var hún drifin í aðgerð og miltað fjarlægt.“ Inga María var að því búnu lögð inn á gjörgæsludeild ríkisspítalans í Kaupmannahöfn. Þar kom í ljós að hún hafði hlotið slæmt höfuðhögg svo blæddi inn á heila og þá fannst einnig blóð í lungum. „Svo byrjar að koma í ljós að eiginlega öll vinstri hliðin þar sem bíllinn lendir á henni er eiginlega bara mölbrotin. Upphandleggurinn er brotinn og lærið, hún er úlnliðsbrotin, mörg rifbein eru brotin, og ökklinn. Það er eiginlega bara allt brotið vinstra megin.“Langur vegur framundan Inga María var því drifin í aðra aðgerð þar sem reynt var að laga stærstu beinbrotin. Þá hafi hún verið meðvitundarlaus framan af en er nú vöknuð, þó að enn sé ekki útséð hvort höfuðáverkarnir hafi varanleg áhrif.Inga María ásamt móður sinni, Rannveigu, og bróður sínum, Vigfúsi Almari.Mynd/Aðsend„Hún var alveg meðvitundarlaus fyrst. Þeir reyna að vekja hana og ekkert gengur og hún sýnir engin viðbrögð. En svo hægt og rólega byrjar hún að svara áreiti og fer eftir þeim fyrirmælum sem læknarnir biðja um,“ segir Anna Helga. „Hún er vöknuð. Verður hrædd, fær hræðsluköst, og er ekki alveg eins og hún á að sér að vera. Maður veit ekki með þessi höfuðhögg, þetta tekur oft svolítinn tíma hvort það hafi orðið einhver varanlegur skaði þar.“ Stefnt er að því að Inga María verði lögð inn á endurhæfingardeild á spítala í Kaupmannahöfn. „Það er langur vegur framundan,“ segir Anna Helga. „En hún fær mjög markvissa og flotta endurhæfingu og það er ekki annað að segja en að allt starfsfólkið og aðbúnaðurinn á þessum spítala sé til fyrirmyndar.“ Peningarnir á þrotum Eftirmálar slyssins og uppihald aðstandenda hafa þó kostað sitt, að sögn Önnu Helgu. Rannveig Vigfúsdóttir, móðir Ingu Maríu, flaug til Kaupmannahafnar strax eftir slysið og hefur dvalið hjá dóttur sinni síðan. Andri, eiginmaður Önnu Helgu, og Vigfús Almar, bróðir Ingu Maríu, flugu út með henni og dvöldu hjá Ingu Maríu fyrstu dagana eftir slysið. Sjálf er Rannveig með bráðaofnæmi fyrir kulda og getur ekki farið á milli húsa yfir veturinn í Danmörku. Hún þarf því að gista á sjúkrahótelinu hjá dóttur sinni. „Hún er einstæð ekkja. Við viljum að hún þurfi ekki að standa í slíkum kostnaði,“ segir Anna Helga. Því hafi verið ákveðið að efna til söfnunarinnar nú. „Við erum búin að vera að hjálpa henni eins og hægt er en við ráðum ekki endalaust við það. Nú er staðan orðin sú að peningarnir eru á þrotum og við viljum náttúrulega gera allt til að hún geti verið hjá dóttur sinni.“Þeir sem vilja styrkja Ingu Maríu og fjölskyldu hennar geta lagt inn á eftirfarandi reikningsnúmer sem skráð er á bróður hennar, Vigfús Almar:Banki: 544-26-62406Kt.: 240688-2559 Fréttin hefur verið uppfærð og lokað fyrir ummæli.
Danmörk Samgönguslys Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira