LeBron með þrennu en tapaði og þurfti að hlusta á „Kobe er betri“ sönginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 07:30 LeBron James. AP/John Bazemore Boston Celtics virðist vera komið með tak á Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta, Golden State Warriors hafði betur í hörkuleik á móti Utah Jazz, Los Angeles Lakers tapaði með LeBron James og Anthony Davis var vandræðalega lélegur í stórtapi New Orleans Pelicans á heimavelli.Leading all scorers with 28 PTS, @KDTrey5 & the @warriors win their 5th straight! #DubNationpic.twitter.com/0MFEtHp50O — NBA (@NBA) February 13, 2019Kevin Durant skoraði 28 stig þegar Golden State Warriors vann 115-108 sigur á Utah Jazz í hörkuleik. Stephen Curry var kaldur framan af leik en setti niður tvo stóra þrista í lokin og endaði með 24 sitg. Klay Thompson skoraði 22 stig fyrir Golden State liðið og DeMarcus Cousins var með 12 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar. Þetta var fimmti sigurleikur Golden State Warriors í röð og enn fremur sá sextándi í síðustu sautján leikjum. Í leikjunum á undan hafði Golden State lent 17 stigum undir á móti Phoenix og 19 stigum undir á móti Miami og unnið samt. Nú var liðið 91-84 undir í byrjun fjórða leikhluta en breytti leiknum með 21-4 spretti. Donovan Mitchell var með 25 stig fyrir Utah liðið og Rudy Gobert bætti við 13 stigum og 16 fráköstum. Þetta var 46. tvenna hans á tímabilinu.#StephenCurry buries his second straight triple! : @NBAonTNTpic.twitter.com/TZwan0ZPyt — NBA (@NBA) February 13, 2019#LeBronJames & @TheTraeYoung duel in the @ATLHawks 117-113 victory tonight! LeBron: 28 PTS, 11 REB, 16 AST Trae: 22 PTS, 6 REB, 14 AST pic.twitter.com/fczfvfZ3Fg — NBA (@NBA) February 13, 2019Nýliðinn Trae Young var flottur þegar Atlanta Hawks vann 117-113 sigur á LeBron James og félögum í Los Angeles Lakers. Young endaði með 22 stig og 14 stoðsendingar en John Collins skoraði einnig 22 stig fyrir Hawks. LeBron James var með þrennu í leiknum, 28 stig, 16 stoðsendingar og 11 fráköst, en það dugði ekki til. Hann þyrfti einnig að hlusta á áhorfendurna í Atlanta syngja „Kobe er betri“ í þessum leik. Eftir þetta tap er útlitið ekkert alltof bjart fyrir Lakers í baráttunni fyrir sæti í úrslitakeppninni. „Við annaðhvort komumst þangað eða ekki. Ekki hafa áhyggjur af því,“ sagði LeBron James eftir leik.20 PTS & 10 REB for the double-double in the @celtics win for @jaytatum0! #CUsRisepic.twitter.com/RETdYi7Ich — NBA (@NBA) February 13, 2019Gordon Hayward skoraði 26 stig og setti niður mjög stóra þriggja stiga körfu á lokamínútunum þegar Boston Celtics vann 112-109 útisigur á Philadelphia 76ers. Þetta var þriðji sigur Celtics á Sixers liðinu í vetur en sá fyrsti eftir að Philadelphia bætti við nýjasta stjörnuleikmanni sínum. Það sem meira er að Boston Celtics var án Kyrie Irving í leiknum sem tognaði á hné á laugardaginn. Al Horford var með 23 stig og Jayson Tatum skoraði 20 stig og tók 10 fráköst. Joel Embiid var mðe 23 stig og 14 fráköst og Jimmy Butler skoraði 22 stig fyrir Philadelphia 76ers liðið. Þetta var fyrsta tapið hjá 76ers síðan að liðið fékk til sín Tobias Harris og í raun fall á fyrsta alvöru prófinu fyrir þetta nýsamsetta „súperlið“ í Austurdeildinni. „Þetta er nýtt lið hjá okkur. Það eru hlutir sem við erum að vinna í og hlutir sem við þurfum að gera betur. Þetta var samt gott próf fyrir okkur til að átta okkur á því hvar við erum staddir. Ég er spenntur yfir okkar hóp og sjá hve langt við getum farið,“ sagði Ben Simmons sem var með 16 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.26 PTS for @gordonhayward while shooting 6/7 from behind the arc in the @celtics W! #CUsRisepic.twitter.com/kxa1ybm7Fi — NBA (@NBA) February 13, 2019Anthony Davis vill ekki spila lengur fyrir New Orleans Pelicans og það sást vel í nótt þegar hann skoraði aðeins 3 stig í 118-88 stórtapi á heimavelli á móti Orlando Magic. Nikola Vucevic pakkaði Davis saman en Davis hitti aðeins úr 1 af 9 skotum sínum á 24 mínútum. Nikola Vucevic var með 25 stig og 17 fráköst fyrir Orlando-liðið, Evan Fournier skoraði 22 stig og Jonathan Isaac setti nýtt persónulegt met með því að skora 20 stig.#GoSpursGo@Patty_Mills leads the @spurs to the victory with 22 PTS on 6/8 from behind the arc! pic.twitter.com/UQ65WJmqkJ — NBA (@NBA) February 13, 2019In his @memgrizz debut, @JValanciunas records 23 PTS (9/11 FG) & 10 REB! #GrindCitypic.twitter.com/zo2UijQQr9 — NBA (@NBA) February 13, 2019Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Utah Jazz 115-108 Memphis Grizzlies - San Antonio Spurs 107-108 New Orleans Pelicans - Orlando Magic 88-118 Philadelphia 76ers - Boston Celtics 109-112 Atlanta Hawks - Los Angeles Lakers 117-113 NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Boston Celtics virðist vera komið með tak á Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta, Golden State Warriors hafði betur í hörkuleik á móti Utah Jazz, Los Angeles Lakers tapaði með LeBron James og Anthony Davis var vandræðalega lélegur í stórtapi New Orleans Pelicans á heimavelli.Leading all scorers with 28 PTS, @KDTrey5 & the @warriors win their 5th straight! #DubNationpic.twitter.com/0MFEtHp50O — NBA (@NBA) February 13, 2019Kevin Durant skoraði 28 stig þegar Golden State Warriors vann 115-108 sigur á Utah Jazz í hörkuleik. Stephen Curry var kaldur framan af leik en setti niður tvo stóra þrista í lokin og endaði með 24 sitg. Klay Thompson skoraði 22 stig fyrir Golden State liðið og DeMarcus Cousins var með 12 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar. Þetta var fimmti sigurleikur Golden State Warriors í röð og enn fremur sá sextándi í síðustu sautján leikjum. Í leikjunum á undan hafði Golden State lent 17 stigum undir á móti Phoenix og 19 stigum undir á móti Miami og unnið samt. Nú var liðið 91-84 undir í byrjun fjórða leikhluta en breytti leiknum með 21-4 spretti. Donovan Mitchell var með 25 stig fyrir Utah liðið og Rudy Gobert bætti við 13 stigum og 16 fráköstum. Þetta var 46. tvenna hans á tímabilinu.#StephenCurry buries his second straight triple! : @NBAonTNTpic.twitter.com/TZwan0ZPyt — NBA (@NBA) February 13, 2019#LeBronJames & @TheTraeYoung duel in the @ATLHawks 117-113 victory tonight! LeBron: 28 PTS, 11 REB, 16 AST Trae: 22 PTS, 6 REB, 14 AST pic.twitter.com/fczfvfZ3Fg — NBA (@NBA) February 13, 2019Nýliðinn Trae Young var flottur þegar Atlanta Hawks vann 117-113 sigur á LeBron James og félögum í Los Angeles Lakers. Young endaði með 22 stig og 14 stoðsendingar en John Collins skoraði einnig 22 stig fyrir Hawks. LeBron James var með þrennu í leiknum, 28 stig, 16 stoðsendingar og 11 fráköst, en það dugði ekki til. Hann þyrfti einnig að hlusta á áhorfendurna í Atlanta syngja „Kobe er betri“ í þessum leik. Eftir þetta tap er útlitið ekkert alltof bjart fyrir Lakers í baráttunni fyrir sæti í úrslitakeppninni. „Við annaðhvort komumst þangað eða ekki. Ekki hafa áhyggjur af því,“ sagði LeBron James eftir leik.20 PTS & 10 REB for the double-double in the @celtics win for @jaytatum0! #CUsRisepic.twitter.com/RETdYi7Ich — NBA (@NBA) February 13, 2019Gordon Hayward skoraði 26 stig og setti niður mjög stóra þriggja stiga körfu á lokamínútunum þegar Boston Celtics vann 112-109 útisigur á Philadelphia 76ers. Þetta var þriðji sigur Celtics á Sixers liðinu í vetur en sá fyrsti eftir að Philadelphia bætti við nýjasta stjörnuleikmanni sínum. Það sem meira er að Boston Celtics var án Kyrie Irving í leiknum sem tognaði á hné á laugardaginn. Al Horford var með 23 stig og Jayson Tatum skoraði 20 stig og tók 10 fráköst. Joel Embiid var mðe 23 stig og 14 fráköst og Jimmy Butler skoraði 22 stig fyrir Philadelphia 76ers liðið. Þetta var fyrsta tapið hjá 76ers síðan að liðið fékk til sín Tobias Harris og í raun fall á fyrsta alvöru prófinu fyrir þetta nýsamsetta „súperlið“ í Austurdeildinni. „Þetta er nýtt lið hjá okkur. Það eru hlutir sem við erum að vinna í og hlutir sem við þurfum að gera betur. Þetta var samt gott próf fyrir okkur til að átta okkur á því hvar við erum staddir. Ég er spenntur yfir okkar hóp og sjá hve langt við getum farið,“ sagði Ben Simmons sem var með 16 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.26 PTS for @gordonhayward while shooting 6/7 from behind the arc in the @celtics W! #CUsRisepic.twitter.com/kxa1ybm7Fi — NBA (@NBA) February 13, 2019Anthony Davis vill ekki spila lengur fyrir New Orleans Pelicans og það sást vel í nótt þegar hann skoraði aðeins 3 stig í 118-88 stórtapi á heimavelli á móti Orlando Magic. Nikola Vucevic pakkaði Davis saman en Davis hitti aðeins úr 1 af 9 skotum sínum á 24 mínútum. Nikola Vucevic var með 25 stig og 17 fráköst fyrir Orlando-liðið, Evan Fournier skoraði 22 stig og Jonathan Isaac setti nýtt persónulegt met með því að skora 20 stig.#GoSpursGo@Patty_Mills leads the @spurs to the victory with 22 PTS on 6/8 from behind the arc! pic.twitter.com/UQ65WJmqkJ — NBA (@NBA) February 13, 2019In his @memgrizz debut, @JValanciunas records 23 PTS (9/11 FG) & 10 REB! #GrindCitypic.twitter.com/zo2UijQQr9 — NBA (@NBA) February 13, 2019Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Utah Jazz 115-108 Memphis Grizzlies - San Antonio Spurs 107-108 New Orleans Pelicans - Orlando Magic 88-118 Philadelphia 76ers - Boston Celtics 109-112 Atlanta Hawks - Los Angeles Lakers 117-113
NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira