Kosningar líklegar eftir að fjárlagafrumvarp spænsku ríkisstjórnarinnar var fellt Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2019 12:19 Sánchez og Dolores Delgado, dómsmálaráðherra, í þungum þönkum í neðri deild þingsins þar sem fjárlagafrumvarpinu var hafnað í morgun. Vísir/EPA Spænska þingið felldi fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Pedro Sánchez forsætisráðherra í dag. Búist er við því að Sánchez boði til kosninga í vor í kjölfar ósigursins. Tveir flokkar katalónskra sjálfstæðissinna sem hafa stutt minnihlutastjórn Sósíalistaflokksins neituðu að greiða fjárlagafrumvarpinu atkvæði sitt nema ríkisstjórnin efndi til viðræðna um sjálfsákvörðunarrétt Katalóníu. Það vildi Sánchez ekki gera enda bannar spænska stjórnarskráin að sjálfsstjórnarhéruð fái slíkan rétt. Á meðan er réttað yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna í hæstarétti landsins. Ekki hefur verið ákveðið hvaða dag verður kosið en talið er að Sánchez hallist að kosningum eins fljótt og auðið er til að beisla stuðning vinstrisinnaðra kjósenda sem óttist að hægrimenn komist aftur til valda. Þannig væri 14. apríl líklegasti kjördagurinn. Skoðanakannanir benda til þess að þó að Sósíalistaflokkurinn sé með mestan stuðning, um 30% fylgi, þá næðu tveir stærstu hægriflokkarnir, Lýðflokkurinn og Borgararnir, meira en 30%. Ríkisstjórn Sánchez tók við í fyrr þegar vantrausti var lýst á ríkisstjórn Lýðflokksins. Kjörtímabili hennar lýkur ekki fyrr en á næsta ári. Spánn Tengdar fréttir Kosningum mögulega flýtt á Spáni Spænska ríkisstjórnin gæti orðið undir með fjárlagafrumvarp sitt í vikunni. Forsætisráðherrann gæti þá boðið til kosninga í vor. 11. febrúar 2019 12:59 Réttarhöldin sögð vera farsi Réttarhöldin yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar hófust við hæstarétt Spánar í Madrid í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustið 2017. 13. febrúar 2019 07:30 Fjöldamótmæli í Madrid: Hægrimenn krefjast þingkosninga Lögregluyfirvöld áætla að um 45 þúsund manns hafi fjölmennt á mótmælin sem fóru fram á Colón torgi í borginni. Mótmælendur kröfðust þess að boðað yrði til kosninga en skoðanakannanir sýna að flokkarnir þrír, sem boðuðu til mótmælanna, gætu myndað meirihlutastjórn ef gengið yrði til þingkosninga í dag. 10. febrúar 2019 19:16 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Sjá meira
Spænska þingið felldi fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Pedro Sánchez forsætisráðherra í dag. Búist er við því að Sánchez boði til kosninga í vor í kjölfar ósigursins. Tveir flokkar katalónskra sjálfstæðissinna sem hafa stutt minnihlutastjórn Sósíalistaflokksins neituðu að greiða fjárlagafrumvarpinu atkvæði sitt nema ríkisstjórnin efndi til viðræðna um sjálfsákvörðunarrétt Katalóníu. Það vildi Sánchez ekki gera enda bannar spænska stjórnarskráin að sjálfsstjórnarhéruð fái slíkan rétt. Á meðan er réttað yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna í hæstarétti landsins. Ekki hefur verið ákveðið hvaða dag verður kosið en talið er að Sánchez hallist að kosningum eins fljótt og auðið er til að beisla stuðning vinstrisinnaðra kjósenda sem óttist að hægrimenn komist aftur til valda. Þannig væri 14. apríl líklegasti kjördagurinn. Skoðanakannanir benda til þess að þó að Sósíalistaflokkurinn sé með mestan stuðning, um 30% fylgi, þá næðu tveir stærstu hægriflokkarnir, Lýðflokkurinn og Borgararnir, meira en 30%. Ríkisstjórn Sánchez tók við í fyrr þegar vantrausti var lýst á ríkisstjórn Lýðflokksins. Kjörtímabili hennar lýkur ekki fyrr en á næsta ári.
Spánn Tengdar fréttir Kosningum mögulega flýtt á Spáni Spænska ríkisstjórnin gæti orðið undir með fjárlagafrumvarp sitt í vikunni. Forsætisráðherrann gæti þá boðið til kosninga í vor. 11. febrúar 2019 12:59 Réttarhöldin sögð vera farsi Réttarhöldin yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar hófust við hæstarétt Spánar í Madrid í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustið 2017. 13. febrúar 2019 07:30 Fjöldamótmæli í Madrid: Hægrimenn krefjast þingkosninga Lögregluyfirvöld áætla að um 45 þúsund manns hafi fjölmennt á mótmælin sem fóru fram á Colón torgi í borginni. Mótmælendur kröfðust þess að boðað yrði til kosninga en skoðanakannanir sýna að flokkarnir þrír, sem boðuðu til mótmælanna, gætu myndað meirihlutastjórn ef gengið yrði til þingkosninga í dag. 10. febrúar 2019 19:16 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Sjá meira
Kosningum mögulega flýtt á Spáni Spænska ríkisstjórnin gæti orðið undir með fjárlagafrumvarp sitt í vikunni. Forsætisráðherrann gæti þá boðið til kosninga í vor. 11. febrúar 2019 12:59
Réttarhöldin sögð vera farsi Réttarhöldin yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar hófust við hæstarétt Spánar í Madrid í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustið 2017. 13. febrúar 2019 07:30
Fjöldamótmæli í Madrid: Hægrimenn krefjast þingkosninga Lögregluyfirvöld áætla að um 45 þúsund manns hafi fjölmennt á mótmælin sem fóru fram á Colón torgi í borginni. Mótmælendur kröfðust þess að boðað yrði til kosninga en skoðanakannanir sýna að flokkarnir þrír, sem boðuðu til mótmælanna, gætu myndað meirihlutastjórn ef gengið yrði til þingkosninga í dag. 10. febrúar 2019 19:16