Vísindamenn NASA kveðja Opportunity Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2019 19:39 Opportunity hefur rannsakað Mars undanfarin fimmtán ár og er langlífasta könnunarfar á yfirborði annars hnattar í sögunni. Vísir/NASA Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, hafa tilkynnt að Marsfarið Opportunity er rafmagnslaust og ómögulegt sé að ná sambandið við farið á nýjan leik. Ekkert hefur spurst til Marsfarsins frá því að samband við það slitnaði í tröllauknum rykstormi síðasta sumar. Opportunity hefur rannsakað Mars undanfarin fimmtán ár og er langlífasta könnunarfar á yfirborði annars hnattar í sögunni. Upprunalega átti verkefnið að taka einungis 90 daga en vísindamönnum NASA tókst að auka líftíma farsins til muna með því að láta það sofa, ef svo má að orði komast, á næturnar. Þá var Opportunity hannað til að ferðast um einn kílómetra en það hafði ferðast 45 kílómetra þegar samband við það slitnaði. Þrátt fyrir að Opportunity hafi verið á Mars í fimmtán ár kom fram á blaðamannafundi NASA í kvöld að rafhlöður farsins halda enn 85 prósentum af virkni þeirra. Einn vísindamaður sagði rafhlöðurnar þær háþróuðustu í sólkerfinu. Sambandið við könnunarjeppann rofnaði 10. júní. Þá var lítil hleðsla eftir á sólarrafhlöðu jeppans og rykstormurinn lokaði á allt sólarljós. Stormurinn náði þvert yfir reikistjörnuna þegar verst lét. Rúmlega þúsund tilraunir til að ná sambandið við farið á nýjan leik hafa ekki borið árangur og var síðasta tilraunin reynd í gær. Hér má sjá mynd frá NASA sem sýnir hvernig himinn leit út á Mars þegar rykstormurinn í fyrra var sem verstur. Myndin lengst til vinstri táknar hefðbundinn dag á Mars og myndin lengst til hægri táknar rykstorminn....and we watched the skies darken. Ultimately, it was the most intense dust storm in recorded Martian history that brought this epic mission to a close. https://t.co/Z2Z529ECI2#ThanksOppy pic.twitter.com/2Y241Qyeoz— Spirit and Oppy (@MarsRovers) February 13, 2019 Humanity's greatest explorers aren't always human. Join us as we celebrate the achievements of @MarsRovers Opportunity at the completion of a 15 year mission: https://t.co/A8EtjA1zcm #ThanksOppy pic.twitter.com/SqwokCC0mb— NASA JPL (@NASAJPL) February 13, 2019 Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Örlög Marsjeppans Opportunity virðast ráðin á fimmtán ára afmælinu Ekkert hefur spurst til Marsjeppans í að verða átta mánuði og eru vísindamenn við það að gefa upp alla von um að hann hafi lifað gríðarlegan rykstorm af. 1. febrúar 2019 10:22 Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11 Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52 Endalokum Opportunity-leiðangursins líklega lýst yfir í dag Síðustu tilraunir NASA til að ná sambandi við könnunarjeppann langlífa voru gerðar í gær. Stjórnendur NASA hafa boðað til blaðamannafundar um leiðangurinn í dag. 13. febrúar 2019 14:50 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Sjá meira
Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, hafa tilkynnt að Marsfarið Opportunity er rafmagnslaust og ómögulegt sé að ná sambandið við farið á nýjan leik. Ekkert hefur spurst til Marsfarsins frá því að samband við það slitnaði í tröllauknum rykstormi síðasta sumar. Opportunity hefur rannsakað Mars undanfarin fimmtán ár og er langlífasta könnunarfar á yfirborði annars hnattar í sögunni. Upprunalega átti verkefnið að taka einungis 90 daga en vísindamönnum NASA tókst að auka líftíma farsins til muna með því að láta það sofa, ef svo má að orði komast, á næturnar. Þá var Opportunity hannað til að ferðast um einn kílómetra en það hafði ferðast 45 kílómetra þegar samband við það slitnaði. Þrátt fyrir að Opportunity hafi verið á Mars í fimmtán ár kom fram á blaðamannafundi NASA í kvöld að rafhlöður farsins halda enn 85 prósentum af virkni þeirra. Einn vísindamaður sagði rafhlöðurnar þær háþróuðustu í sólkerfinu. Sambandið við könnunarjeppann rofnaði 10. júní. Þá var lítil hleðsla eftir á sólarrafhlöðu jeppans og rykstormurinn lokaði á allt sólarljós. Stormurinn náði þvert yfir reikistjörnuna þegar verst lét. Rúmlega þúsund tilraunir til að ná sambandið við farið á nýjan leik hafa ekki borið árangur og var síðasta tilraunin reynd í gær. Hér má sjá mynd frá NASA sem sýnir hvernig himinn leit út á Mars þegar rykstormurinn í fyrra var sem verstur. Myndin lengst til vinstri táknar hefðbundinn dag á Mars og myndin lengst til hægri táknar rykstorminn....and we watched the skies darken. Ultimately, it was the most intense dust storm in recorded Martian history that brought this epic mission to a close. https://t.co/Z2Z529ECI2#ThanksOppy pic.twitter.com/2Y241Qyeoz— Spirit and Oppy (@MarsRovers) February 13, 2019 Humanity's greatest explorers aren't always human. Join us as we celebrate the achievements of @MarsRovers Opportunity at the completion of a 15 year mission: https://t.co/A8EtjA1zcm #ThanksOppy pic.twitter.com/SqwokCC0mb— NASA JPL (@NASAJPL) February 13, 2019
Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Örlög Marsjeppans Opportunity virðast ráðin á fimmtán ára afmælinu Ekkert hefur spurst til Marsjeppans í að verða átta mánuði og eru vísindamenn við það að gefa upp alla von um að hann hafi lifað gríðarlegan rykstorm af. 1. febrúar 2019 10:22 Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11 Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52 Endalokum Opportunity-leiðangursins líklega lýst yfir í dag Síðustu tilraunir NASA til að ná sambandi við könnunarjeppann langlífa voru gerðar í gær. Stjórnendur NASA hafa boðað til blaðamannafundar um leiðangurinn í dag. 13. febrúar 2019 14:50 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Sjá meira
Örlög Marsjeppans Opportunity virðast ráðin á fimmtán ára afmælinu Ekkert hefur spurst til Marsjeppans í að verða átta mánuði og eru vísindamenn við það að gefa upp alla von um að hann hafi lifað gríðarlegan rykstorm af. 1. febrúar 2019 10:22
Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11
Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52
Endalokum Opportunity-leiðangursins líklega lýst yfir í dag Síðustu tilraunir NASA til að ná sambandi við könnunarjeppann langlífa voru gerðar í gær. Stjórnendur NASA hafa boðað til blaðamannafundar um leiðangurinn í dag. 13. febrúar 2019 14:50