NASA reynir að varpa ljósi á uppruna alheimsins Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2019 22:41 SPHEREx mun greina rúmlega 300 milljónir stjörnuþoka og rúmlega hundrað milljónir reikistjarna. Vísir/NASA Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, ætla sér að reyna að varpa ljósi á uppruna alheimsins og kanna hvort grunnblokkir lífs, eins og við þekkjum þær, séu algengar í stjörnuþoku okkar. Til þess ætla vísindamennirnir að notast við gervihnöttinn Spectro-Photometer for the History of the Universe, eða SPHEREx og stendur til að skjóta honum á braut um jörðina árið 2023.SPHEREx greinir ljós og verður notaður til að greina rúmlega 300 milljónir stjörnuþoka. Sumar þeirra eru svo fjarlægar að það hefur tekið ljósið frá þeim tíu milljarða ára að ná til jarðarinnar. Þar að auki mun SPHEREx greina rúmlega hundrað milljónir sólkerfa í stjörnuþokunni okkar og leita að vatni og lífrænum sameindum.„Þetta verkefni mun safna fjársjóði einstakra gagna fyrir stjörnufræðinga,“ er haft eftir Thomas Zurbuchen á vef NASA. Hann segir að sá fjársjóður muni innihalda einstakt kort af alheiminum og „fingraför“ uppruna hans.„Þar að auki munum við finna nýjar vísbendingar um hvað olli því að alheimurinn víkkaði svo hratt úr minna en nanó-sekúndu eftir Stórahvell.“ Hægt verður að nota gögn frá SPHEREx til að velja sérstök skotmörk fyrir James Webb sjónaukann, sem leysa á Hubble af hólmi, og WFIRST sjónaukann sem ætlað er að greina reikistjörnur og finna hulduefni (Dark matter).Reiknað er með því að þróun og smíði SHEREx muni kosta 242 milljónir dala. Verkefnið er eitt af níu tillögum sem bárust til NASA og var valið af sérstöku ráði vísindamanna stofnunarinnar. Geimurinn Tækni Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, ætla sér að reyna að varpa ljósi á uppruna alheimsins og kanna hvort grunnblokkir lífs, eins og við þekkjum þær, séu algengar í stjörnuþoku okkar. Til þess ætla vísindamennirnir að notast við gervihnöttinn Spectro-Photometer for the History of the Universe, eða SPHEREx og stendur til að skjóta honum á braut um jörðina árið 2023.SPHEREx greinir ljós og verður notaður til að greina rúmlega 300 milljónir stjörnuþoka. Sumar þeirra eru svo fjarlægar að það hefur tekið ljósið frá þeim tíu milljarða ára að ná til jarðarinnar. Þar að auki mun SPHEREx greina rúmlega hundrað milljónir sólkerfa í stjörnuþokunni okkar og leita að vatni og lífrænum sameindum.„Þetta verkefni mun safna fjársjóði einstakra gagna fyrir stjörnufræðinga,“ er haft eftir Thomas Zurbuchen á vef NASA. Hann segir að sá fjársjóður muni innihalda einstakt kort af alheiminum og „fingraför“ uppruna hans.„Þar að auki munum við finna nýjar vísbendingar um hvað olli því að alheimurinn víkkaði svo hratt úr minna en nanó-sekúndu eftir Stórahvell.“ Hægt verður að nota gögn frá SPHEREx til að velja sérstök skotmörk fyrir James Webb sjónaukann, sem leysa á Hubble af hólmi, og WFIRST sjónaukann sem ætlað er að greina reikistjörnur og finna hulduefni (Dark matter).Reiknað er með því að þróun og smíði SHEREx muni kosta 242 milljónir dala. Verkefnið er eitt af níu tillögum sem bárust til NASA og var valið af sérstöku ráði vísindamanna stofnunarinnar.
Geimurinn Tækni Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira