Steve Kerr rekinn út úr húsi í tapi meistara Golden State Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2019 07:30 Brosandi Kevin Durant hjálpar þjálfara sínum Steve Kerr af velli eftir að Kerr hafði verið rekinn út úr húsi. AP/Steve Dykes Fimm leikja sigurganga Golden State Warriors endaði í nótt með tapi á móti Portland Trail Blazers. 42 stig frá James Harden dugðu ekki Houston Rockets liðinu og þeir Giannis Antetokounmpo og Nikola Jokic voru með flottar þrennur í endurkomusigrum sinna liða.Seth Curry attacks and goes high off the window!#RipCity 110#DubNation 103 4:56 to play on @ESPNNBApic.twitter.com/Z8iY8ktZwI — NBA (@NBA) February 14, 2019Kevin Durant og Stephen Curry voru báðir 32 stig stig í liði Golden State Warriors en það skilaði ekki sigri því liðið steinlá 129-107 á móti Portland Trail Blazers eftir að hafa tapað lokaleikhlutanum 35-12. Hvorki Durant eða Curry skoruðu stig í fjórða leikhlutanum. Enginn annar en Durant og Curry í liði Golden State Warriors skoraði heldur yfir tíu stig og Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, missti síðan stjórn á sér í öllu mótlætinu í lokin og lét henda sér út úr húsi fyrir að mótmæla hraustlega óíþróttamannslegri villu á Draymond Green.KD had to hold Steve Kerr back pic.twitter.com/94wkOPiXGh — ESPN (@espn) February 14, 2019 Damian Lillard skoraði 29 stig fyrir Portland en þetta var sameinað átak hjá liðinu þar sem átta leikmenn skoruðu tíu stig eða meira. Jake Layman kom með 17 stig inn af bekknum og varð næststigahæstur. Lillard hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum og var með 8 stoðsendingar og engan tapaðan bolta. Stephen Curry tapaði þar sem fyrir litla bróður sínum Seth Curry sem skoraði ellefu stig í þessum leik en náði ekki að setja niður þriggja stiga skot.@Teague0 (27 PTS, 12 AST), @KarlTowns (25 PTS, 9 REB, 5 AST) combine for 52 points in the @Timberwolves win over Houston! #AllEyesNorthpic.twitter.com/I6JiQeiv0L — NBA (@NBA) February 14, 2019James Harden skoraði 42 stig en það dugði skammt því Houston Rockets tapaði 121-111 á móti Minnesota Timberwolves. Jeff Teague skoraði 27 stig og tók 12 fráköst, Karl-Anthony Towns skoraði 25 stig. „Þetta voru ekki góð 42 stig. Þetta voru ekki svona 42 stig eins og hann hefur verið að skora að undanförnu. Hann þurfti að vinna fyrir þessum,“ sagði Karl-Anthony Towns um stigaskor Harden eftir leikinn. Þetta var 31. leikur Harden í röð með 30 stig eða meira en að þessu sinni hitti hann úr 8 af 22 þriggja stiga skotum.@pskills43 goes off for a career-high 44 PTS to lead the @Raptors 6th straight win! #WeTheNorthpic.twitter.com/tvfJ7PlwsA — NBA (@NBA) February 14, 2019Pascal Siakam er ekki þekktasta nafnið í boltanum en frammistaða hans með Toronto Raptors í vetur er hægt og rólega að breyta því. Siakam setti nýtt persónulegt met í nótt með því að skora 44 stig og taka 10 fráköst í 129-120 sigri Toronto Raptors á Washington Wizards. „Ef hann heldur áfram að spila svona þá verður hann í Stjörnuleiknum 2020,“ sagði Scott Brooks, þjálfari Washington Wizards um Pascal Siakam sem er á þriðja ári í NBA-deildinni. Toronto-liðið hvíldi Kawhi Leonard í leiknum en liðið hefur unnið 13 af 16 leikjum sínum án hans í vetur. Serge Ibaka var með 10 stig og 13 fráköst og Kyle Lowry skoraði 14 stig og gaf 13 stoðsendingar. Þetta var sjötti sigur Toronto í röð.Nikola Jokic tips it in for the @nuggets WIN! #MileHighBasketballpic.twitter.com/Dqc4hEA33B — NBA (@NBA) February 14, 2019Nikola Jokic skoraði sigurkörfuna þegar Denver Nuggets vann 120-118 sigur á Sacramento Kings en þessi frábæri leikmaður endaði með 20 stig, 18 fráköst og 11 stoðsendingar í leiknum. Denver vann upp 17 stiga forskot Kings í leiknum.@Giannis_An34 notches his 5th triple-double of the season in the @Bucks W with 33 PTS, 19 REB, 11 AST! #FearTheDeerpic.twitter.com/8K04r4ZH6U — NBA (@NBA) February 14, 2019Giannis Antetokounmpo átti enn einn stórleikinn þegar Milwaukee Bucks vann 106-97 útisigur á Indiana Pacers. Antetokounmpo endaði með 33 stig, 19 frákös og 11 stoðsendingar og sá til þess að Bucks liðið verður með bestan árangur í Austurdeildinni á Stjörnuleikshelginni. Milwaukee var tíu stigum undir í fjórða leikhlutanum en þá tók Giannis yfir og var með 12 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar á síðustu ellefu og hálfri mínútu leiksins. Þetta var þrettándi leikur Grikkjans með að minnsta kosti 25 stig, 15 fráköst og 5 stoðsendingar og jafnaði þar með afrek Shaquille O'Neal.@DwyaneWade goes for a game-high 22 PTS and @swish41 scores 12 in the @MiamiHEAT W vs. Dallas! #HEATCulturepic.twitter.com/2OOA02SV2e — NBA (@NBA) February 14, 2019Dwyane Wade kom sterkur inn af bekknum með 22 stig í 112-101 útisigri Miami Heat á Dallas Mavericks. Nýliðinn Luka Doncic var með 18 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar fyrir Dallas og rétt missti af fjórðu þrennu sinni á tímabilinu.@Dloading (36 PTS, 8 AST, 7 REB) scores 14 points in triple overtime as the @BrooklynNets prevail in Cleveland! #WeGoHardpic.twitter.com/srJxXYcaxA — NBA (@NBA) February 14, 2019D'Angelo Russell skoraði 14 af 36 stigum sínum í þriðju framlengingunni þegar Brooklyn Nets vann 148-139 sigur á Cleveland Cavaliers í þríframlengdum leik. Jordan Clarkson skoraði 42 stig fyrir Cleveland.@tobias31's 25 PTS help the @sixers win on the road at MSG! #HereTheyComepic.twitter.com/X4JIBlLO1U — NBA (@NBA) February 14, 2019@TeamLou23 drops 30 points and 10 dimes in the @LAClippers home victory! #ClipperNationpic.twitter.com/8QEC1DUBSw — NBA (@NBA) February 14, 2019Otto Porter Jr. shoots an efficient 16 of 20 from the field en route to scoring a career-high 37 PTS in the @chicagobulls win! #BullsNationpic.twitter.com/RvkjMyG46N — NBA (@NBA) February 14, 2019Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Golden State Warriors 129-107 Los Angeles Clippers - Phoenix Suns 134-107 Denver Nuggets - Sacramento Kings 120-118 Dallas Mavericks - Miami Heat 101-112 Chicago Bulls - Memphis Grizzlies 122-110 Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 121-111 Boston Celtics - Detroit Pistons 118-110 New York Knicks - Philadelphia 76ers 111-126 Toronto Raptors - Washington Wizards 129-120 Cleveland Cavaliers - Brooklyn Nets 139-148 (109-109) Indiana Pacers - Milwaukee Bucks 97-106 NBA Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Sjá meira
Fimm leikja sigurganga Golden State Warriors endaði í nótt með tapi á móti Portland Trail Blazers. 42 stig frá James Harden dugðu ekki Houston Rockets liðinu og þeir Giannis Antetokounmpo og Nikola Jokic voru með flottar þrennur í endurkomusigrum sinna liða.Seth Curry attacks and goes high off the window!#RipCity 110#DubNation 103 4:56 to play on @ESPNNBApic.twitter.com/Z8iY8ktZwI — NBA (@NBA) February 14, 2019Kevin Durant og Stephen Curry voru báðir 32 stig stig í liði Golden State Warriors en það skilaði ekki sigri því liðið steinlá 129-107 á móti Portland Trail Blazers eftir að hafa tapað lokaleikhlutanum 35-12. Hvorki Durant eða Curry skoruðu stig í fjórða leikhlutanum. Enginn annar en Durant og Curry í liði Golden State Warriors skoraði heldur yfir tíu stig og Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, missti síðan stjórn á sér í öllu mótlætinu í lokin og lét henda sér út úr húsi fyrir að mótmæla hraustlega óíþróttamannslegri villu á Draymond Green.KD had to hold Steve Kerr back pic.twitter.com/94wkOPiXGh — ESPN (@espn) February 14, 2019 Damian Lillard skoraði 29 stig fyrir Portland en þetta var sameinað átak hjá liðinu þar sem átta leikmenn skoruðu tíu stig eða meira. Jake Layman kom með 17 stig inn af bekknum og varð næststigahæstur. Lillard hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum og var með 8 stoðsendingar og engan tapaðan bolta. Stephen Curry tapaði þar sem fyrir litla bróður sínum Seth Curry sem skoraði ellefu stig í þessum leik en náði ekki að setja niður þriggja stiga skot.@Teague0 (27 PTS, 12 AST), @KarlTowns (25 PTS, 9 REB, 5 AST) combine for 52 points in the @Timberwolves win over Houston! #AllEyesNorthpic.twitter.com/I6JiQeiv0L — NBA (@NBA) February 14, 2019James Harden skoraði 42 stig en það dugði skammt því Houston Rockets tapaði 121-111 á móti Minnesota Timberwolves. Jeff Teague skoraði 27 stig og tók 12 fráköst, Karl-Anthony Towns skoraði 25 stig. „Þetta voru ekki góð 42 stig. Þetta voru ekki svona 42 stig eins og hann hefur verið að skora að undanförnu. Hann þurfti að vinna fyrir þessum,“ sagði Karl-Anthony Towns um stigaskor Harden eftir leikinn. Þetta var 31. leikur Harden í röð með 30 stig eða meira en að þessu sinni hitti hann úr 8 af 22 þriggja stiga skotum.@pskills43 goes off for a career-high 44 PTS to lead the @Raptors 6th straight win! #WeTheNorthpic.twitter.com/tvfJ7PlwsA — NBA (@NBA) February 14, 2019Pascal Siakam er ekki þekktasta nafnið í boltanum en frammistaða hans með Toronto Raptors í vetur er hægt og rólega að breyta því. Siakam setti nýtt persónulegt met í nótt með því að skora 44 stig og taka 10 fráköst í 129-120 sigri Toronto Raptors á Washington Wizards. „Ef hann heldur áfram að spila svona þá verður hann í Stjörnuleiknum 2020,“ sagði Scott Brooks, þjálfari Washington Wizards um Pascal Siakam sem er á þriðja ári í NBA-deildinni. Toronto-liðið hvíldi Kawhi Leonard í leiknum en liðið hefur unnið 13 af 16 leikjum sínum án hans í vetur. Serge Ibaka var með 10 stig og 13 fráköst og Kyle Lowry skoraði 14 stig og gaf 13 stoðsendingar. Þetta var sjötti sigur Toronto í röð.Nikola Jokic tips it in for the @nuggets WIN! #MileHighBasketballpic.twitter.com/Dqc4hEA33B — NBA (@NBA) February 14, 2019Nikola Jokic skoraði sigurkörfuna þegar Denver Nuggets vann 120-118 sigur á Sacramento Kings en þessi frábæri leikmaður endaði með 20 stig, 18 fráköst og 11 stoðsendingar í leiknum. Denver vann upp 17 stiga forskot Kings í leiknum.@Giannis_An34 notches his 5th triple-double of the season in the @Bucks W with 33 PTS, 19 REB, 11 AST! #FearTheDeerpic.twitter.com/8K04r4ZH6U — NBA (@NBA) February 14, 2019Giannis Antetokounmpo átti enn einn stórleikinn þegar Milwaukee Bucks vann 106-97 útisigur á Indiana Pacers. Antetokounmpo endaði með 33 stig, 19 frákös og 11 stoðsendingar og sá til þess að Bucks liðið verður með bestan árangur í Austurdeildinni á Stjörnuleikshelginni. Milwaukee var tíu stigum undir í fjórða leikhlutanum en þá tók Giannis yfir og var með 12 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar á síðustu ellefu og hálfri mínútu leiksins. Þetta var þrettándi leikur Grikkjans með að minnsta kosti 25 stig, 15 fráköst og 5 stoðsendingar og jafnaði þar með afrek Shaquille O'Neal.@DwyaneWade goes for a game-high 22 PTS and @swish41 scores 12 in the @MiamiHEAT W vs. Dallas! #HEATCulturepic.twitter.com/2OOA02SV2e — NBA (@NBA) February 14, 2019Dwyane Wade kom sterkur inn af bekknum með 22 stig í 112-101 útisigri Miami Heat á Dallas Mavericks. Nýliðinn Luka Doncic var með 18 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar fyrir Dallas og rétt missti af fjórðu þrennu sinni á tímabilinu.@Dloading (36 PTS, 8 AST, 7 REB) scores 14 points in triple overtime as the @BrooklynNets prevail in Cleveland! #WeGoHardpic.twitter.com/srJxXYcaxA — NBA (@NBA) February 14, 2019D'Angelo Russell skoraði 14 af 36 stigum sínum í þriðju framlengingunni þegar Brooklyn Nets vann 148-139 sigur á Cleveland Cavaliers í þríframlengdum leik. Jordan Clarkson skoraði 42 stig fyrir Cleveland.@tobias31's 25 PTS help the @sixers win on the road at MSG! #HereTheyComepic.twitter.com/X4JIBlLO1U — NBA (@NBA) February 14, 2019@TeamLou23 drops 30 points and 10 dimes in the @LAClippers home victory! #ClipperNationpic.twitter.com/8QEC1DUBSw — NBA (@NBA) February 14, 2019Otto Porter Jr. shoots an efficient 16 of 20 from the field en route to scoring a career-high 37 PTS in the @chicagobulls win! #BullsNationpic.twitter.com/RvkjMyG46N — NBA (@NBA) February 14, 2019Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Golden State Warriors 129-107 Los Angeles Clippers - Phoenix Suns 134-107 Denver Nuggets - Sacramento Kings 120-118 Dallas Mavericks - Miami Heat 101-112 Chicago Bulls - Memphis Grizzlies 122-110 Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 121-111 Boston Celtics - Detroit Pistons 118-110 New York Knicks - Philadelphia 76ers 111-126 Toronto Raptors - Washington Wizards 129-120 Cleveland Cavaliers - Brooklyn Nets 139-148 (109-109) Indiana Pacers - Milwaukee Bucks 97-106
NBA Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum