Vilja afskrá kannabis sem hættulegt fíkniefni Sveinn Arnarsson skrifar 14. febrúar 2019 07:15 Skilgreiningin á hættulegustu fíkniefnum heims er frá árinu 1961 og því komin til ára sinna. fréttablaðið/gva Sérfræðiráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ávanabindandi fíkniefni hefur lagt til endurskoðun á kannabisefnum með það að leiðarljósi að afskrá kannabis úr flokki með hættulegustu fíkniefnum þessa heims. Skilgreiningin er frá árinu 1961 og því komin til ára sinna. Málið verður tekið fyrir í næsta mánuði innan fagráðs Sameinuðu þjóðanna um ávanabindandi fíkniefni (CND). Verði þessi endurskoðun samþykkt í næsta mánuði yrði það formleg viðurkenning á að þjóðir heims hafi í raun haft rangt fyrir sér bæði um skaðsemi kannabis sem og lækningamátt jurtarinnar í um hálfa öld. Þessi mögulega nýja stefna WHO kemur á sama tíma og fjöldi ríkja hefur horfið frá þeirri stefnu að gera neyslu og vörslu kannabisefna refsiverða. Þessi framvinda gæti því að einhverju leyti hraðað þeirri þróun. Markmið þessara tilmæla er að tryggja heilsu fólks en um leið að takmarka ekki aðgengi fólks að kannabistengdum efnum sem hafa sannarlega, og vísindalega, sannað virkni sína sem meðferð við einhvers konar kvillum. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í af brotafræði við Háskóla Íslands, segir það ekki koma sér á óvart að þetta sé lagt til. „Það má segja að árið 1961 hafi vísindin ekki vitað mikið um þetta efni. Á síðustu árum hefur ýmis skaðsemi komið fram en þó ekki eins stórhættuleg og áður var talið. Endurskoðun hefur átt sér stað víða með afglæpavæðingu á vörslu til eigin nota, lögleiðingu vestanhafs og sums staðar leyft í lækningaskyni,“ segir Helgi. „Kannabis er samt skaðlegt ungu fólki á uppvaxtarárum þess og það hefur ekkert breyst.“ Fagráðið hefur farið ítarlega yfir málið með hliðsjón af lýðheilsu og öðrum almennum þáttum. Álit fagráðsins er byggt á vísindalegum rannsóknum og þeirri þekkingu sem er til staðar um efnið. Fagráðið hefur einnig vegið og metið vísindalega þekkingu þegar kemur að lækningamætti efnisisins. Hjá Embætti landlæknis fengust þær upplýsingar að grannt væri fylgst með þróun málsins. Hins vegar væri áréttað að ekki væri búið að taka neina ákvörðun um hvort kannabis yrði tekið af lista yfir skaðlegustu fíkniefni þessa heims. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kannabis Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Sérfræðiráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ávanabindandi fíkniefni hefur lagt til endurskoðun á kannabisefnum með það að leiðarljósi að afskrá kannabis úr flokki með hættulegustu fíkniefnum þessa heims. Skilgreiningin er frá árinu 1961 og því komin til ára sinna. Málið verður tekið fyrir í næsta mánuði innan fagráðs Sameinuðu þjóðanna um ávanabindandi fíkniefni (CND). Verði þessi endurskoðun samþykkt í næsta mánuði yrði það formleg viðurkenning á að þjóðir heims hafi í raun haft rangt fyrir sér bæði um skaðsemi kannabis sem og lækningamátt jurtarinnar í um hálfa öld. Þessi mögulega nýja stefna WHO kemur á sama tíma og fjöldi ríkja hefur horfið frá þeirri stefnu að gera neyslu og vörslu kannabisefna refsiverða. Þessi framvinda gæti því að einhverju leyti hraðað þeirri þróun. Markmið þessara tilmæla er að tryggja heilsu fólks en um leið að takmarka ekki aðgengi fólks að kannabistengdum efnum sem hafa sannarlega, og vísindalega, sannað virkni sína sem meðferð við einhvers konar kvillum. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í af brotafræði við Háskóla Íslands, segir það ekki koma sér á óvart að þetta sé lagt til. „Það má segja að árið 1961 hafi vísindin ekki vitað mikið um þetta efni. Á síðustu árum hefur ýmis skaðsemi komið fram en þó ekki eins stórhættuleg og áður var talið. Endurskoðun hefur átt sér stað víða með afglæpavæðingu á vörslu til eigin nota, lögleiðingu vestanhafs og sums staðar leyft í lækningaskyni,“ segir Helgi. „Kannabis er samt skaðlegt ungu fólki á uppvaxtarárum þess og það hefur ekkert breyst.“ Fagráðið hefur farið ítarlega yfir málið með hliðsjón af lýðheilsu og öðrum almennum þáttum. Álit fagráðsins er byggt á vísindalegum rannsóknum og þeirri þekkingu sem er til staðar um efnið. Fagráðið hefur einnig vegið og metið vísindalega þekkingu þegar kemur að lækningamætti efnisisins. Hjá Embætti landlæknis fengust þær upplýsingar að grannt væri fylgst með þróun málsins. Hins vegar væri áréttað að ekki væri búið að taka neina ákvörðun um hvort kannabis yrði tekið af lista yfir skaðlegustu fíkniefni þessa heims.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kannabis Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira