Alvarleg árekstrarhætta þegar flugvél rétt náði yfir söndunarbíl í flugtaki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. febrúar 2019 08:55 Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri. Vísir/Vilhelm Litlu mátti muna að flugvél rækist á söndunarbíl á Reykjavíkurflugvelli 11.janúar á síðasta ári í flugtaki. Flugvélin tók á loft án heimildar frá flugturni. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur skilað inn lokaskýrslu vegna málsins, sem flokkað er sem alvarlegt flugatvik, en um einkaþotu af gerð Cessna 525A var að ræða. Þrír voru um borð. Flugvélin var að undirbúa sig undir flugtak á flugbraut 19 en á sama tíma var söndunarbíll að sanda flugbraut 13. Í skýrslunni kemur fram að áhöfn vélarinnar hafi ekki gert sér grein að verið væri að sanda hina flugbrautina.Eins og ef til vill má sjá á þessari óskýru mynd mátti ekki miklu muna að illa færi.Mynd/RNSAÍ skýrslunni kemur einnig fram að áhöfnin hafi ekki fengið heimild frá flugturninum til þess að hefja flugtak, áhöfnin hafi heyrt einhverjar upplýsingar frá flugturninum, en ekki skilið þær þar sem þau samskipti hafi verið á íslensku, enda ætlaðar annarri flugvél. Engu að síður hóf flugmaðurinn flugtak á sama tíma og söndunarbílinn var við það að fara yfir þar sem flugbrautirnar mætast. Bílstjóri bílsins sagðist hafa tekið eftir flugvélinni á síðustu stundu og ekki haft tíma til að bregðast við. Í skýrslunni kemur fram að alvarleg árekstrarhætta hafi skapast og að flugvélin hafi rétt sloppið yfir söndunarbílinn í flugtakinu, en talið er að minna en einum metra hafi munað á bílnum og flugvélinni þegar minnst var. Rannsóknarnefndin mælir með því að öll samskipti á milli flugturns og flugvéla fari fram á ensku, þegar áhöfn minnst einnar flugvélar í samskiptum við flugturninn, tali ensku við flugturninn. Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Litlu mátti muna að flugvél rækist á söndunarbíl á Reykjavíkurflugvelli 11.janúar á síðasta ári í flugtaki. Flugvélin tók á loft án heimildar frá flugturni. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur skilað inn lokaskýrslu vegna málsins, sem flokkað er sem alvarlegt flugatvik, en um einkaþotu af gerð Cessna 525A var að ræða. Þrír voru um borð. Flugvélin var að undirbúa sig undir flugtak á flugbraut 19 en á sama tíma var söndunarbíll að sanda flugbraut 13. Í skýrslunni kemur fram að áhöfn vélarinnar hafi ekki gert sér grein að verið væri að sanda hina flugbrautina.Eins og ef til vill má sjá á þessari óskýru mynd mátti ekki miklu muna að illa færi.Mynd/RNSAÍ skýrslunni kemur einnig fram að áhöfnin hafi ekki fengið heimild frá flugturninum til þess að hefja flugtak, áhöfnin hafi heyrt einhverjar upplýsingar frá flugturninum, en ekki skilið þær þar sem þau samskipti hafi verið á íslensku, enda ætlaðar annarri flugvél. Engu að síður hóf flugmaðurinn flugtak á sama tíma og söndunarbílinn var við það að fara yfir þar sem flugbrautirnar mætast. Bílstjóri bílsins sagðist hafa tekið eftir flugvélinni á síðustu stundu og ekki haft tíma til að bregðast við. Í skýrslunni kemur fram að alvarleg árekstrarhætta hafi skapast og að flugvélin hafi rétt sloppið yfir söndunarbílinn í flugtakinu, en talið er að minna en einum metra hafi munað á bílnum og flugvélinni þegar minnst var. Rannsóknarnefndin mælir með því að öll samskipti á milli flugturns og flugvéla fari fram á ensku, þegar áhöfn minnst einnar flugvélar í samskiptum við flugturninn, tali ensku við flugturninn.
Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira