Slóvenska undrið í NBA-deildinni er á pari við Jordan og LeBron Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. febrúar 2019 11:00 Luka Doncic verður að öllum líkindum nýliði ársins. vísir/getty Slóvenski landsliðsmaðurinn Luka Doncic verður kjörinn nýliði ársins í NBA-deildinni. Það er orðið alveg morgunljóst þrátt fyrir að enn er mikið eftir af mótinu. Hann er gjörsamlega búinn að fara á kostum. Doncic er að spila svo vel að hann er að eiga sögulega gott nýliðaár sem er á pari við ofurstjörnur eins og Michael Jordan, LeBron James og Oscar Robertson. Ekki amalegt fyrir 19 ára gamlan Slóvena. Doncic kom inn í deildina í sumar eftir að vera valinn þriðji í nýliðavalinu af Atlanta Hawks en skipt til Dallas Mavericks. Ákvörðun sem að Atlanta gæti séð eftir um langa hríð. Slóveninn kom inn nánast sem fullmótaður karlmaður en hann var útnefndur besti leikmaður úrslitahelgi Meistaradeildarinnar síðasta vor þar sem að hann leiddi Real Madrid til sigurs. Hann var svo aðalmaðurinn í slóvenska landsliðinu sem varð Evrópumeistari árið 2017, þá 18 ára.Fjórir á undan Luka Doncic er í fyrstu 55 leikjunum sínum í NBA-deildinni búinn að skora að meðaltali 20,7 stig í leik, taka 7,2 fráköst og gefa 5,6 stoðsendingar. Aðeins fjórir aðrir hafa náð því að skora yfir 20 stig, taka fimm fráköst og gefa fimm stoðsendinar að meðaltali í leik á nýliðaári sínu í NBA-deildinni. Það eru mennirnir sem nefndir voru hér að ofan; Michael Jordan tímabilið 1984-1985 (28,2 - 6,5 - 5,9), LeBron James tímabilið 2003-2004 (20,9 - 5,5 - 5,9), Oscar Robertson tímabilið 1960-1961 (30,5 - 10,1 - 9,7) og svo Tyreke Evans tímabilið 2009-2010 (20,1 - 5,3 - 5,8). Sá síðastnefndi hefur ekki náð sömu hæðum og hinir. Doncic þarf vissulega að halda dampi út tímabilið til að komast í þennan magnaða hóp en hann virðist ekki líklegur til að slaka á. Hann var útnefndur nýliði mánaðarins í vesturdeildinni fyrir nóvember, desember og janúar.Ekki í stjörnuleiknum Slóveninn magnaði varð undir lok janúar fyrsti táningurinn í sögu NBA-deildarinnar til að skora yfir 30 stig í þrennuleik en hann fór hamförum á móti Toronto Raptors 27. janúar og skoraði 35 stig, tók tólf fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Hann er búinn að hlaða í þrjár þrennur á tímabilinu og varð fyrsti táningurinn í sögu NBA-deildarinnar til að ná fleiri en einni þrennu fyrir tvítugt. Þá varð hann yngsti leikmaðurinn í sögunni (19 ára og 333 daga gamall) til að ná annarri tvennunni á ferlinum en metið átti Lonzo Ball hjá Lakers (20 ára og 23 daga gamall). Þrátt fyrir ótrúlegt tímabil var Doncic ekki valinn í stjörnuleikinn, ekki einu sinni sem varamaður, þannig að hann fær kærkomna hvíld um stjörnuhelgina og getur hlaðið batteríin fyrir lokaátökin í NBA-deildinni og stefnt hraðbyri að því að komast í sögubækurnar á sömu blaðsíðu og Jordan og LeBron. NBA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Slóvenski landsliðsmaðurinn Luka Doncic verður kjörinn nýliði ársins í NBA-deildinni. Það er orðið alveg morgunljóst þrátt fyrir að enn er mikið eftir af mótinu. Hann er gjörsamlega búinn að fara á kostum. Doncic er að spila svo vel að hann er að eiga sögulega gott nýliðaár sem er á pari við ofurstjörnur eins og Michael Jordan, LeBron James og Oscar Robertson. Ekki amalegt fyrir 19 ára gamlan Slóvena. Doncic kom inn í deildina í sumar eftir að vera valinn þriðji í nýliðavalinu af Atlanta Hawks en skipt til Dallas Mavericks. Ákvörðun sem að Atlanta gæti séð eftir um langa hríð. Slóveninn kom inn nánast sem fullmótaður karlmaður en hann var útnefndur besti leikmaður úrslitahelgi Meistaradeildarinnar síðasta vor þar sem að hann leiddi Real Madrid til sigurs. Hann var svo aðalmaðurinn í slóvenska landsliðinu sem varð Evrópumeistari árið 2017, þá 18 ára.Fjórir á undan Luka Doncic er í fyrstu 55 leikjunum sínum í NBA-deildinni búinn að skora að meðaltali 20,7 stig í leik, taka 7,2 fráköst og gefa 5,6 stoðsendingar. Aðeins fjórir aðrir hafa náð því að skora yfir 20 stig, taka fimm fráköst og gefa fimm stoðsendinar að meðaltali í leik á nýliðaári sínu í NBA-deildinni. Það eru mennirnir sem nefndir voru hér að ofan; Michael Jordan tímabilið 1984-1985 (28,2 - 6,5 - 5,9), LeBron James tímabilið 2003-2004 (20,9 - 5,5 - 5,9), Oscar Robertson tímabilið 1960-1961 (30,5 - 10,1 - 9,7) og svo Tyreke Evans tímabilið 2009-2010 (20,1 - 5,3 - 5,8). Sá síðastnefndi hefur ekki náð sömu hæðum og hinir. Doncic þarf vissulega að halda dampi út tímabilið til að komast í þennan magnaða hóp en hann virðist ekki líklegur til að slaka á. Hann var útnefndur nýliði mánaðarins í vesturdeildinni fyrir nóvember, desember og janúar.Ekki í stjörnuleiknum Slóveninn magnaði varð undir lok janúar fyrsti táningurinn í sögu NBA-deildarinnar til að skora yfir 30 stig í þrennuleik en hann fór hamförum á móti Toronto Raptors 27. janúar og skoraði 35 stig, tók tólf fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Hann er búinn að hlaða í þrjár þrennur á tímabilinu og varð fyrsti táningurinn í sögu NBA-deildarinnar til að ná fleiri en einni þrennu fyrir tvítugt. Þá varð hann yngsti leikmaðurinn í sögunni (19 ára og 333 daga gamall) til að ná annarri tvennunni á ferlinum en metið átti Lonzo Ball hjá Lakers (20 ára og 23 daga gamall). Þrátt fyrir ótrúlegt tímabil var Doncic ekki valinn í stjörnuleikinn, ekki einu sinni sem varamaður, þannig að hann fær kærkomna hvíld um stjörnuhelgina og getur hlaðið batteríin fyrir lokaátökin í NBA-deildinni og stefnt hraðbyri að því að komast í sögubækurnar á sömu blaðsíðu og Jordan og LeBron.
NBA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira