El Chapo líklegast sendur í „hátækniútgáfu af helvíti“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2019 18:34 Öryggisgæsla í fangelsinu, sem ber heitið Administrative Maximum Facility, eða ADX, er gífurleg og fyrrverandi starfsmenn þess segja ekkert gerast þar án leyfis fangavarða. Vísir/AP Glæpaforinginn Joaquin Guzman, eða „El Chapo“ er þekktur fyrir að hafa brotist tvisvar sinnum úr fanglesi í Mexíkó. Hann mun þó líklega verja ævi sinni í fangelsi í Bandaríkjunum sem enginn hefur flúið úr frá því það var opnað árið 1994. Öryggisgæsla í fangelsinu, sem ber heitið Administrative Maximum Facility, eða ADX, er gífurleg og fyrrverandi starfsmenn þess segja ekkert gerast þar án leyfis fangavarða. Guzman hefur verið sakfelldur fyrir rekstur umfangsmikilla glæpasamtaka í Mexíkó en dómsuppkvaðning hefur ekki farið fram enn. Sérfræðingar búast þó við því að hann muni sitja inni út ævi sína og þá í ADX, samkvæmt AP fréttaveitunni.Sjá einnig: El Chapo sakfelldurEinn fyrrverandi fangavörður sem ræddi við Washington Post segir að eina leiðin til að sleppa úr ADX sé fá fangelsisstjórann með sér í lið. Þar eru um 400 fangar og þar er hæsta hlutfall fangavarða gagnvart föngum í Bandaríkjunum.Hér má sjá hvernig fangaklefar ADX líta út.Vísir/APADX hefur verið lýst sem fangelsi fyrir hættulegustu og alræmdustu glæpamenn heimsins og er staðsett Klettafjöllunum í Colorado. Sérfræðingar sem fjölmiðlar ytra hafa rætt við hafa farið mörgum orðum um fangelsið. „Alcatraz Klettafjallanna“, „Fangelsi allra fangelsa“ og „hátækniútgáfu af helvíti“ er meðal þess sem fangelsið hefur verið kallað á undanförnum dögum. Þeir Ted Kaczynski, Terry Nichols, Robert Hanssen og Zacarias Moussaoui eru meðal þeirra sem sitja þar inni. Lögmaðurinn Allan Kaiser vann á árum áður fyrir Sal Magluta sem var dæmdur í 200 ára fangelsi fyrir að leiða stærðarinnar glæpasamtök í Flórída. Hann heimsótti skjólstæðing sinn reglulega í ADX og segist aldrei hafa séð annan fanga þar. Hann segist þó muna sérstaklega eftir þögninni þar og hún hafi verið algjör. Fangar í ADX eru læstir inni í smáum klefum (2,1m x 3,7m) í 23 klukkustundir á sólarhring þar sem ekkert er nema lítið rúm og klósett. Þeir verja mestum tíma sínum í einangrun og hafa mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýnt fangelsið fyrir það hve einangrun fanga sé mikil. Þeir upplifi stundum marga daga án þess að rætt sé við þá. Flestir fangar fá þó sjónvarp.Fangar fá ekki að snerta þá gesti sem til þeirra koma og Amnesty segir að fangar verji árum án þess að snerta aðra manneskju, sé ekki tekið tillit til þess þegar fangaverðir setja fjötra á þá og fylgja þeim um fangelsið. Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dala Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna. 15. janúar 2019 23:12 Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El Chapo Svo virðist sem að tölvusérfræðingur mexíkóska eiturlyfjabarónsins Joaquín Guzmán Loera, betur þekktur sem El Chapo, hafi gegnt lykilhlutverki í árangursríkri aðgerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI við að handtaka El Chapo og brjóta á bak aftur umfangsmikla glæpastarfsemi hans 9. janúar 2019 13:43 El Chapo sakfelldur Glæpaforinginn Joaquin Guzman, sem er betur þekktur sem El-Chapo, hefur verið sakfelldur í New York. 12. febrúar 2019 17:59 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Sjá meira
Glæpaforinginn Joaquin Guzman, eða „El Chapo“ er þekktur fyrir að hafa brotist tvisvar sinnum úr fanglesi í Mexíkó. Hann mun þó líklega verja ævi sinni í fangelsi í Bandaríkjunum sem enginn hefur flúið úr frá því það var opnað árið 1994. Öryggisgæsla í fangelsinu, sem ber heitið Administrative Maximum Facility, eða ADX, er gífurleg og fyrrverandi starfsmenn þess segja ekkert gerast þar án leyfis fangavarða. Guzman hefur verið sakfelldur fyrir rekstur umfangsmikilla glæpasamtaka í Mexíkó en dómsuppkvaðning hefur ekki farið fram enn. Sérfræðingar búast þó við því að hann muni sitja inni út ævi sína og þá í ADX, samkvæmt AP fréttaveitunni.Sjá einnig: El Chapo sakfelldurEinn fyrrverandi fangavörður sem ræddi við Washington Post segir að eina leiðin til að sleppa úr ADX sé fá fangelsisstjórann með sér í lið. Þar eru um 400 fangar og þar er hæsta hlutfall fangavarða gagnvart föngum í Bandaríkjunum.Hér má sjá hvernig fangaklefar ADX líta út.Vísir/APADX hefur verið lýst sem fangelsi fyrir hættulegustu og alræmdustu glæpamenn heimsins og er staðsett Klettafjöllunum í Colorado. Sérfræðingar sem fjölmiðlar ytra hafa rætt við hafa farið mörgum orðum um fangelsið. „Alcatraz Klettafjallanna“, „Fangelsi allra fangelsa“ og „hátækniútgáfu af helvíti“ er meðal þess sem fangelsið hefur verið kallað á undanförnum dögum. Þeir Ted Kaczynski, Terry Nichols, Robert Hanssen og Zacarias Moussaoui eru meðal þeirra sem sitja þar inni. Lögmaðurinn Allan Kaiser vann á árum áður fyrir Sal Magluta sem var dæmdur í 200 ára fangelsi fyrir að leiða stærðarinnar glæpasamtök í Flórída. Hann heimsótti skjólstæðing sinn reglulega í ADX og segist aldrei hafa séð annan fanga þar. Hann segist þó muna sérstaklega eftir þögninni þar og hún hafi verið algjör. Fangar í ADX eru læstir inni í smáum klefum (2,1m x 3,7m) í 23 klukkustundir á sólarhring þar sem ekkert er nema lítið rúm og klósett. Þeir verja mestum tíma sínum í einangrun og hafa mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýnt fangelsið fyrir það hve einangrun fanga sé mikil. Þeir upplifi stundum marga daga án þess að rætt sé við þá. Flestir fangar fá þó sjónvarp.Fangar fá ekki að snerta þá gesti sem til þeirra koma og Amnesty segir að fangar verji árum án þess að snerta aðra manneskju, sé ekki tekið tillit til þess þegar fangaverðir setja fjötra á þá og fylgja þeim um fangelsið.
Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dala Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna. 15. janúar 2019 23:12 Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El Chapo Svo virðist sem að tölvusérfræðingur mexíkóska eiturlyfjabarónsins Joaquín Guzmán Loera, betur þekktur sem El Chapo, hafi gegnt lykilhlutverki í árangursríkri aðgerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI við að handtaka El Chapo og brjóta á bak aftur umfangsmikla glæpastarfsemi hans 9. janúar 2019 13:43 El Chapo sakfelldur Glæpaforinginn Joaquin Guzman, sem er betur þekktur sem El-Chapo, hefur verið sakfelldur í New York. 12. febrúar 2019 17:59 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Sjá meira
El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dala Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna. 15. janúar 2019 23:12
Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El Chapo Svo virðist sem að tölvusérfræðingur mexíkóska eiturlyfjabarónsins Joaquín Guzmán Loera, betur þekktur sem El Chapo, hafi gegnt lykilhlutverki í árangursríkri aðgerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI við að handtaka El Chapo og brjóta á bak aftur umfangsmikla glæpastarfsemi hans 9. janúar 2019 13:43
El Chapo sakfelldur Glæpaforinginn Joaquin Guzman, sem er betur þekktur sem El-Chapo, hefur verið sakfelldur í New York. 12. febrúar 2019 17:59