Körfubolti

Kareem Abdul-Jabbar líkir „geitarumræðunni“ í NBA við slæman kynsjúkdóm

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kareem Abdul-Jabbar.
Kareem Abdul-Jabbar. Getty/Jeff Kravitz
Kareem Abdul-Jabbar er alveg búinn að fá nóg af „geitarumræðunni“ en körfuboltasérfæðingar eða körfuboltaáhugamenn þreytast seint á að tala um hver sé besti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta.

Abdul-Jabbar er vissulega einn af þeim sem kemur til greina en hann er sexfaldur NBA-meistari með tveimur félögum, var sex sinnum kosinn besti leikmaður deildarinnar og er stigahæsti leikmaðurinn í sögu NBA með 38387 stig.

Upp á síðkastið hefur umræðan að mestu snúist um þá LeBron James og Michael Jordan en einhverjir hafa líka blandað Kobe Bryant inn í málið. Það heyrist minna af rökum fyrir Kareem Abdul-Jabbar, Wilt Chamberlain eða Bill Ruseell.





Kareem Abdul-Jabbar er orðinn mjög þreyttur á þessu og vill að menn hætti að velta því fyrir sér hver sér sá besti í sögunni.

„Þessi umræða er eins og slæmur kynsjúkdómur,“ skrifaði Abdul-Jabbar í grein í Newsweek og bætir við: „Það er eins og spyrja: Hversu stórt er hornið á einhyrningi? Því er ómögulegt að svara,“ skrifaði Abdul-Jabbar.

Kareem Abdul-Jabbar er samt mjög ánægður með LeBron James sem honum finnst vera frábær fyrirmynd ekki síst hversu mikið hann hefur lagt á sig að halda sér á toppnum í sextán ár.

„LeBron James er stærri en GOAT (Greatest of all time) umræðan. Hann er hetja á okkar tímum,“ skrifaði Kareem Abdul-Jabbar og er fyrirsögnin á grein hans í Newsweek. Það má lesa hana alla hér.  







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×