Lífið

Lækna-Tómas og Jóhannes eftirherma spjalla um líffæraígræðslur

Sylvía Hall skrifar
Sýningin LÍFfæri stendur nú yfir í Ásmundarsal og er tilefni hennar breytt löggjöf um líffæragjöf.
Sýningin LÍFfæri stendur nú yfir í Ásmundarsal og er tilefni hennar breytt löggjöf um líffæragjöf. Tómas Guðbjartsson
Tómas Guðbjartsson læknir og Jóhannes Kristjánsson eftirherma munu spjalla um líffæraígræðslur og hjartaflutninga í Ásmundarsal klukkan 15 í dag. Aðgangur er ókeypis.

Um þessar mundir stendur sýningin LÍFfæri yfir í Ásmundarsal þar sem glerlistaverk Siggu Heimis eru til sýnis. Tilefni sýningarinnar er breytt löggjöf um líffæragjafa á Íslandi en um áramótin tóku gildi lög um ætlað samþykki líffæragjafar.

Í spjalli Tómasar og Jóhannesar munu þeir ræða líffæragjöf á léttu nótunum. Tómas mun útskýra líffæragjafir, framkvæmd þeirra og árangur en Jóhannes mun segja frá lífi sínu fyrir og eftir líffæragjöf en hann fékk nýtt hjarta fyrir tæpum tíu árum síðan.

Í gær birti Tómas Facebook-færslu á síðu sinni þar sem hann segir frá viðburðinum og birtir mynd af sér ásamt Jóhannesi og lækninum Martin Silverborn sem var einn hjartaígræðslulækna Jóhannesar en hann var í heimsókn á Landspítalanum í vikunni.


Tengdar fréttir

Allir verða líffæragjafar eftir áramót

Frá og með áramótum verður gert ráð fyrir að allir Íslendingar séu líffæragjafar, hafi annað ekki verið ákveðið og skráð. Yfirlæknir á Landspítalanum telur þörf á fleiri líffæragjöfum á næstu árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×