Einar Árni: Vona að við fáum að mæta þeim í úrslitakeppninni Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 16. febrúar 2019 20:08 Einar Árni Jóhannsson þjálfar Njarðvík vísir/bára „Vonbrigði að ná ekki að verðlauna fólkinu okkar sem að fjölmennti og studdi frábærlega við bakið á okkur. Stjarnan spilaði bara betur í dag. Við vorum ekki.nálægt okkar besta sóknarlega í dag það verður bara að segja það eins og það er,” sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik kvöldsins. Einar var skiljanlega svekktur með niðurstöðu leiksins. Njarðvík tapaði leiknum 84-68 eftir að hafa verið undir allan leikinn. Eric Katenda náði því afreki að fá dæmdar á sig þrjár villur á rúmum fjórum mínútum í fyrsta leikhluta. Síðan kom hann inn í þriðja leikhluta eftir villuvandræðin og skoraði tíu stig. „Það er erfitt að vera með einhverjar fullyrðingar um það. Það truflaði okkur samt auðvitað töluvert. Hann var búinn að vera að spila mjög vel í seinustu leikjum og það er mjög súrt að geta bara notað hann í einhverjar fjórar mínútur í fyrri hálfleik.” Njarðvíkingar voru ekki ánægðir með dómgæsluna í fyrri hálfleik og fékk Einar meiri segja eina tæknivillu. Allir stóru strákarnir hjá Njarðvík voru í smá villuvandræðum í hálfleik en það voru engir Stjörnumenn í villuvandræðum í hálfleik. „Við vorum komnir í töluverð villuvandræði í fyrri hálfleik. Mario og Óli voru báðir með tvær og síðan Eric með sínar þrjár villur. Á sama tíma fannst okkur ekki auðvelt að komast á vítalínuna. Elvar var duglegur að sækja á körfuna en fékk lítið af villum.” Njarðvík náðu að minnka þetta vel niður fyrir lokaleikhlutann en síðan misstu þeir Stjörnuna alveg frá sér. Njarðvík skoraði einungis 11 stig í slæmum fjórða leikhluta. „Við náum þessu á einhverjum tímapunkti niður í 3 stig. Þá setja þeir bara niður stór skot. Brandon setur niður erfið skot og kemur þessu aftur upp í átta stig. Þeir ná bara að hanga á því, síðan þurfum við að taka sénsa í restina þegar við erum að taka fljót þriggja stiga skot. Þar fór leikurinn, hvort við höfum tapað með einu eða fimmtán skiptir engu máli.” Þið gætuð mætt Stjörnunni aftur í úrslitakeppninni, hvaða áhrif heldur þú að þessi leikur gæti haft á það einvígi? „Þetta verður vonandi hvatning. Við mætum þeim næst í deildinni 4. mars. Við töluverðan tíma núna til að hvíla okkur og síðan skerpa okkur og komast aftur í gírinn fyrir úrslitakeppnina. Það eru fjórir leikir eftir í deildinni og mikil barátta um fyrstu sætin. Við þurfum að vinna okkur inn gott sæti fyrir úrslitakeppnina til að byrja með. Síðan verðum við bara að mæta af krafti í hana og ég vona að við fáum tækifæri til að mæta Stjörnunni í úrslitakeppninni.” Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira
„Vonbrigði að ná ekki að verðlauna fólkinu okkar sem að fjölmennti og studdi frábærlega við bakið á okkur. Stjarnan spilaði bara betur í dag. Við vorum ekki.nálægt okkar besta sóknarlega í dag það verður bara að segja það eins og það er,” sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik kvöldsins. Einar var skiljanlega svekktur með niðurstöðu leiksins. Njarðvík tapaði leiknum 84-68 eftir að hafa verið undir allan leikinn. Eric Katenda náði því afreki að fá dæmdar á sig þrjár villur á rúmum fjórum mínútum í fyrsta leikhluta. Síðan kom hann inn í þriðja leikhluta eftir villuvandræðin og skoraði tíu stig. „Það er erfitt að vera með einhverjar fullyrðingar um það. Það truflaði okkur samt auðvitað töluvert. Hann var búinn að vera að spila mjög vel í seinustu leikjum og það er mjög súrt að geta bara notað hann í einhverjar fjórar mínútur í fyrri hálfleik.” Njarðvíkingar voru ekki ánægðir með dómgæsluna í fyrri hálfleik og fékk Einar meiri segja eina tæknivillu. Allir stóru strákarnir hjá Njarðvík voru í smá villuvandræðum í hálfleik en það voru engir Stjörnumenn í villuvandræðum í hálfleik. „Við vorum komnir í töluverð villuvandræði í fyrri hálfleik. Mario og Óli voru báðir með tvær og síðan Eric með sínar þrjár villur. Á sama tíma fannst okkur ekki auðvelt að komast á vítalínuna. Elvar var duglegur að sækja á körfuna en fékk lítið af villum.” Njarðvík náðu að minnka þetta vel niður fyrir lokaleikhlutann en síðan misstu þeir Stjörnuna alveg frá sér. Njarðvík skoraði einungis 11 stig í slæmum fjórða leikhluta. „Við náum þessu á einhverjum tímapunkti niður í 3 stig. Þá setja þeir bara niður stór skot. Brandon setur niður erfið skot og kemur þessu aftur upp í átta stig. Þeir ná bara að hanga á því, síðan þurfum við að taka sénsa í restina þegar við erum að taka fljót þriggja stiga skot. Þar fór leikurinn, hvort við höfum tapað með einu eða fimmtán skiptir engu máli.” Þið gætuð mætt Stjörnunni aftur í úrslitakeppninni, hvaða áhrif heldur þú að þessi leikur gæti haft á það einvígi? „Þetta verður vonandi hvatning. Við mætum þeim næst í deildinni 4. mars. Við töluverðan tíma núna til að hvíla okkur og síðan skerpa okkur og komast aftur í gírinn fyrir úrslitakeppnina. Það eru fjórir leikir eftir í deildinni og mikil barátta um fyrstu sætin. Við þurfum að vinna okkur inn gott sæti fyrir úrslitakeppnina til að byrja með. Síðan verðum við bara að mæta af krafti í hana og ég vona að við fáum tækifæri til að mæta Stjörnunni í úrslitakeppninni.”
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira