Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Birgir Olgeirsson skrifar 17. febrúar 2019 08:50 Jussie Smollett er sagður niðurbrotinn vegna ásakana um að hann hafi tekið þátt í að sviðsetja árás á hann. Vísir/Getty Lögmaður bandaríska leikarans Jussie Smollett segir stjörnuna vera reiða og niðurbrotna vegna fregna þess efnis að hann kannist við einstaklingana sem sakaðir eru um að ráðast á hann. Greint var frá því í lok janúar að ráðist hefði verið á Smollett, sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í þáttaröðinni Empire, í Chicago og talið að um hatursglæp væri að ræða. Voru mennirnir sagðir hafa hellt klór yfir Smollett til að valda honum enn meiri skaða. Þegar rannsókn málsins var komin vel á veg greindu fjölmiðlar vestanhafs frá því að talið væri árásin hefði verið sett á svið og að Smollett hefði greitt tveimur mönnum fyrir að ráðast á hann. Deadline greinir frá því í dag að rannsókn lögreglunnar í Chicago beinist nú að þætti Smolletts í árásinni. Mennirnir tveir sem grunaðir eru um árásina heita Olabinjo og Abimbola Osundairo og eru bræður. Eru þeir eru sagðir hafa hrópað ókvæðisorðum að leikaranum á meðan árásinni stóð og haft uppi fordómafull ummæli sem varða kynþátt og kynhneigð leikarans. Deadline segir að í það minnsta annar þeirra hafi komið fram sem aukaleikari í þáttunum Empira og virðist þekkja Smollett. Olabinjo Osundario sést hér hægra megin við Lee Daniels, höfundi Empire, sem stendur fyrir miðju á myndinni. View this post on Instagram #Repost @theoriginalbigdaddy ・・・ Ummmm ... #prisonlife? #freelucious #empireseason2 #day1 #bigdaddylostintheyard A post shared by TEAM ABEL (@team_abel) on Jun 24, 2015 at 7:29pm PDT Hefur verið greint frá því að Smollett hafi ekki veitt lögreglu fullan aðgang að símagögnum sínum en hann er sagður hafa talað við umboðsmann sinn í símann þegar ráðist var á hann. Smollett fór í viðtal í sjónvarpsþáttinn Good Morning America í liðinni viku þar sem hann sagðist telja að árásin hefði átt sér stað vegna langvarandi gagnrýni hans á forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Umboðsmaður hans hefur heldur því fram að árásarmennirnir hafi hrópað slagorð Donalds Trump Bandaríkjaforseta, „MAGA“, er þeir réðust á Smollett. Lögmaður Smollett segir allar ásakanir um að leikarinn hafi tekið þátt í að sviðsetja árásina vera fjarri sannleikanum. „Og hver sá sem heldur öðru fram er að ljúga,“ segir í yfirlýsingu lögmannsins. Orðrómur hefur gengið að árásin hafi verið sviðsett því framleiðandi þáttanna, 20th Century Fox, hafði íhugað að skrifa Smollett úr þáttunum, en fyrirtækið hefur staðfastlega neitað því að nokkuð slíkt stæði til. Smollett væri einn af burðarásum þáttanna og þannig yrði það áfram. Bandaríkin Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46 Rýfur þögnina í kjölfar árásar: „Líkami minn er sterkur en sál mín er sterkari“ Bandaríski leikarinn Jussie Smollett hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar árásar sem hann segist hafa orðið fyrir í Chicago í vikunni. 1. febrúar 2019 19:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Lögmaður bandaríska leikarans Jussie Smollett segir stjörnuna vera reiða og niðurbrotna vegna fregna þess efnis að hann kannist við einstaklingana sem sakaðir eru um að ráðast á hann. Greint var frá því í lok janúar að ráðist hefði verið á Smollett, sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í þáttaröðinni Empire, í Chicago og talið að um hatursglæp væri að ræða. Voru mennirnir sagðir hafa hellt klór yfir Smollett til að valda honum enn meiri skaða. Þegar rannsókn málsins var komin vel á veg greindu fjölmiðlar vestanhafs frá því að talið væri árásin hefði verið sett á svið og að Smollett hefði greitt tveimur mönnum fyrir að ráðast á hann. Deadline greinir frá því í dag að rannsókn lögreglunnar í Chicago beinist nú að þætti Smolletts í árásinni. Mennirnir tveir sem grunaðir eru um árásina heita Olabinjo og Abimbola Osundairo og eru bræður. Eru þeir eru sagðir hafa hrópað ókvæðisorðum að leikaranum á meðan árásinni stóð og haft uppi fordómafull ummæli sem varða kynþátt og kynhneigð leikarans. Deadline segir að í það minnsta annar þeirra hafi komið fram sem aukaleikari í þáttunum Empira og virðist þekkja Smollett. Olabinjo Osundario sést hér hægra megin við Lee Daniels, höfundi Empire, sem stendur fyrir miðju á myndinni. View this post on Instagram #Repost @theoriginalbigdaddy ・・・ Ummmm ... #prisonlife? #freelucious #empireseason2 #day1 #bigdaddylostintheyard A post shared by TEAM ABEL (@team_abel) on Jun 24, 2015 at 7:29pm PDT Hefur verið greint frá því að Smollett hafi ekki veitt lögreglu fullan aðgang að símagögnum sínum en hann er sagður hafa talað við umboðsmann sinn í símann þegar ráðist var á hann. Smollett fór í viðtal í sjónvarpsþáttinn Good Morning America í liðinni viku þar sem hann sagðist telja að árásin hefði átt sér stað vegna langvarandi gagnrýni hans á forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Umboðsmaður hans hefur heldur því fram að árásarmennirnir hafi hrópað slagorð Donalds Trump Bandaríkjaforseta, „MAGA“, er þeir réðust á Smollett. Lögmaður Smollett segir allar ásakanir um að leikarinn hafi tekið þátt í að sviðsetja árásina vera fjarri sannleikanum. „Og hver sá sem heldur öðru fram er að ljúga,“ segir í yfirlýsingu lögmannsins. Orðrómur hefur gengið að árásin hafi verið sviðsett því framleiðandi þáttanna, 20th Century Fox, hafði íhugað að skrifa Smollett úr þáttunum, en fyrirtækið hefur staðfastlega neitað því að nokkuð slíkt stæði til. Smollett væri einn af burðarásum þáttanna og þannig yrði það áfram.
Bandaríkin Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46 Rýfur þögnina í kjölfar árásar: „Líkami minn er sterkur en sál mín er sterkari“ Bandaríski leikarinn Jussie Smollett hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar árásar sem hann segist hafa orðið fyrir í Chicago í vikunni. 1. febrúar 2019 19:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46
Rýfur þögnina í kjölfar árásar: „Líkami minn er sterkur en sál mín er sterkari“ Bandaríski leikarinn Jussie Smollett hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar árásar sem hann segist hafa orðið fyrir í Chicago í vikunni. 1. febrúar 2019 19:02