Rósa Björk segir að fangelsun stjórnmálamanna sé ólíðandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. febrúar 2019 08:45 Rósa Björk ásamt Alfred Bosch, utanríkisráðherra Katalóna. Mynd/Rósa Björk Réttarhöldin yfir tólf leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar í spænsku höfuðborginni Madríd og fangelsun níu þeirra er ólíðandi. Þetta segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, en hún var stödd í Madríd fyrir helgi meðal annars til að fylgjast með réttarhöldunum og eiga fundi með katalónskum stjórnmálamönnum. Réttarhöldin hófust í síðustu viku en málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustsins 2017. Sakborningar mæta aftur fyrir hæstarétt í dag. Fyrir áhugasama þá var aðdragandi réttarhaldanna rakinn í Fréttablaðinu á laugardag. „Fyrir mér blasir þetta þannig við að sama hvaða skoðun maður hefur á sjálfstæði Katalóníu eru þessi réttarhöld pólitísk og fangelsun stjórnmálafólks sem hefur barist með friðsamlegum hætti fyrir sinni sannfæringu og skoðunum einfaldlega ólíðandi,“ segir Rósa Björk. „Meðal þeirra sem eru nú fyrir rétti er forseti þingsins fyrir það eitt að hafa efnt til umræðu um málið á þingi og félagar frjálsra félagasamtaka sem hafa skoðun á sjálfstæðisbaráttunni.“ Rósa Björk átti fund með Alfred Bosch, utanríkisráðherra Katalóníu, er hún var í Madríd og hitti annað áhrifafólk í katalónskum stjórnmálum, sat með þeim og horfði á beina útsendingu af réttarhöldunum. „Við Bosch ræddum stjórnmálaástandið í Katalóníu og á Spáni, flókna stöðu í spænskum stjórnmálum, aukið fylgi við öfga-hægriöfl í landinu og svo auðvitað réttarhöldin.“ „Fyrir mig sem kjörinn fulltrúa virkar þetta sem pólitísk réttarhöld. Deilan snýst um hvort þau hafi brotið gegn stjórnarskránni, um það snýst málið, en mér finnst því miður ansi margt benda til þess að það sé nú þegar búið að ákveða að refsa þeim. Það er bara spurning hvaða refsing verður fyrir valinu,“ segir Rósa Björk en þeir þrír aðilar sem sækja málið krefjast misjafnrar refsingar. Það er, að sögn Rósu Bjarkar, dapurlegt að horfa upp á fólk fangelsað fyrir pólitískar skoðanir sínar árið 2019. „En við stöndum líka frammi fyrir því að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar var ekki afgerandi heldur. Það er náttúrulega um helmingur Katalóna sem er ekki á því að Katalónía eigi að vera sjálfstæð. Þannig að þetta er flókið.“ Og staðan á Spáni almennt er bæði viðkvæm og flókin, segir Rósa Björk. Pedro Sanchez forsætisráðherra boðaði í síðustu viku til kosninga eftir að þingið hafnaði fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Sósíalistaflokksins. „Það var á reiki hvort boðað yrði til þeirra og ef svo er, hvort þær yrðu í apríl eða október. Hann virðist hafa metið stöðuna þannig að það væri betra að hafa þær 28. apríl. Sem verður mikið álag á spænsk stjórnmál, því þá verða réttarhöldin væntanlega enn í gangi og að auki kosningar til Evrópuþingsins og til sveitarstjórna í nokkrum héruðum. Það verður mikið í gangi á sama tíma.“ Þingmaðurinn segist að lokum hafa fundið fyrir því að yfirlýsing forseta Alþingis, um að hann hefði áhyggjur af stöðu hinnar ákærðu Carme Forcadell, fyrrverandi þingforseta, vakti mikla athygli Katalóna. En evrópskir þingmenn og ríkisstjórnir hafi alla jafna verið varkárar í málinu. „Ég hef líka sem þingmaður á Evrópuráðsþinginu rætt málefni Katalóníu við aðra. Þar eru þingmenn varfærnir, sérstaklega þingmenn Evrópusambandslanda, skiljanlega kannski. En að mínu mati, þá snúast þessi réttarhöld ekki bara um stjórnarskrá Spánar eða lagaflækjur varðandi sjálfstæðisbaráttu Katalóníu, heldur um mannréttindi og tjáningarfrelsið.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Sjá meira
Réttarhöldin yfir tólf leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar í spænsku höfuðborginni Madríd og fangelsun níu þeirra er ólíðandi. Þetta segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, en hún var stödd í Madríd fyrir helgi meðal annars til að fylgjast með réttarhöldunum og eiga fundi með katalónskum stjórnmálamönnum. Réttarhöldin hófust í síðustu viku en málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustsins 2017. Sakborningar mæta aftur fyrir hæstarétt í dag. Fyrir áhugasama þá var aðdragandi réttarhaldanna rakinn í Fréttablaðinu á laugardag. „Fyrir mér blasir þetta þannig við að sama hvaða skoðun maður hefur á sjálfstæði Katalóníu eru þessi réttarhöld pólitísk og fangelsun stjórnmálafólks sem hefur barist með friðsamlegum hætti fyrir sinni sannfæringu og skoðunum einfaldlega ólíðandi,“ segir Rósa Björk. „Meðal þeirra sem eru nú fyrir rétti er forseti þingsins fyrir það eitt að hafa efnt til umræðu um málið á þingi og félagar frjálsra félagasamtaka sem hafa skoðun á sjálfstæðisbaráttunni.“ Rósa Björk átti fund með Alfred Bosch, utanríkisráðherra Katalóníu, er hún var í Madríd og hitti annað áhrifafólk í katalónskum stjórnmálum, sat með þeim og horfði á beina útsendingu af réttarhöldunum. „Við Bosch ræddum stjórnmálaástandið í Katalóníu og á Spáni, flókna stöðu í spænskum stjórnmálum, aukið fylgi við öfga-hægriöfl í landinu og svo auðvitað réttarhöldin.“ „Fyrir mig sem kjörinn fulltrúa virkar þetta sem pólitísk réttarhöld. Deilan snýst um hvort þau hafi brotið gegn stjórnarskránni, um það snýst málið, en mér finnst því miður ansi margt benda til þess að það sé nú þegar búið að ákveða að refsa þeim. Það er bara spurning hvaða refsing verður fyrir valinu,“ segir Rósa Björk en þeir þrír aðilar sem sækja málið krefjast misjafnrar refsingar. Það er, að sögn Rósu Bjarkar, dapurlegt að horfa upp á fólk fangelsað fyrir pólitískar skoðanir sínar árið 2019. „En við stöndum líka frammi fyrir því að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar var ekki afgerandi heldur. Það er náttúrulega um helmingur Katalóna sem er ekki á því að Katalónía eigi að vera sjálfstæð. Þannig að þetta er flókið.“ Og staðan á Spáni almennt er bæði viðkvæm og flókin, segir Rósa Björk. Pedro Sanchez forsætisráðherra boðaði í síðustu viku til kosninga eftir að þingið hafnaði fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Sósíalistaflokksins. „Það var á reiki hvort boðað yrði til þeirra og ef svo er, hvort þær yrðu í apríl eða október. Hann virðist hafa metið stöðuna þannig að það væri betra að hafa þær 28. apríl. Sem verður mikið álag á spænsk stjórnmál, því þá verða réttarhöldin væntanlega enn í gangi og að auki kosningar til Evrópuþingsins og til sveitarstjórna í nokkrum héruðum. Það verður mikið í gangi á sama tíma.“ Þingmaðurinn segist að lokum hafa fundið fyrir því að yfirlýsing forseta Alþingis, um að hann hefði áhyggjur af stöðu hinnar ákærðu Carme Forcadell, fyrrverandi þingforseta, vakti mikla athygli Katalóna. En evrópskir þingmenn og ríkisstjórnir hafi alla jafna verið varkárar í málinu. „Ég hef líka sem þingmaður á Evrópuráðsþinginu rætt málefni Katalóníu við aðra. Þar eru þingmenn varfærnir, sérstaklega þingmenn Evrópusambandslanda, skiljanlega kannski. En að mínu mati, þá snúast þessi réttarhöld ekki bara um stjórnarskrá Spánar eða lagaflækjur varðandi sjálfstæðisbaráttu Katalóníu, heldur um mannréttindi og tjáningarfrelsið.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Sjá meira