Segir ekki ástæðu til að endurskoða aðild Íslands að Schengen Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 19:45 Starfsmönnum sem sinna verkefnum tengdum Schengen-samstarfinu hefur ekki fjölgað í takt við fjölgun verkefna á undanförnum árum samkvæmt nýrri skýrslu. Leggja þarf mat á það til framtíðar hvernig Ísland hyggst beita sér innan Schengen en dómsmálaráðherra segir ekki ástæðu til að endurskoða aðild Íslands að samstarfinu. Ísland gekk í Schengen árið 1996 en samstarfið felst annars vegar í afnámi persónubundins eftirlits á innri landamærum Schengen-ríkja og hins vegar í samræmdum reglum um eftirlit á ytri landamærum. Dómsmálaráðherra kynnti í dag skýrslu um Schengen-samstarfið og þar sem meðal annars kemur fram að í síðustu úttekt sem gerð var á þátttöku Íslands í Schengen hafi komið í ljós að Ísland uppfylli ekki gæðakröfur og fram komu alvarlegir annmarkar á framkvæmd landamæraeftirlits á Keflavíkurflugvelli og bent var á alvarlega veikleika í stjórnskipulagi málaflokksins í heild. Þá skorti mannafla skorti til þess að framkvæmdin uppfylli gæðakröfur svo dæmi séu tekin. Úttektin kom að öðru leyti almennt ágætlega út. Dómsmálaráðherra segir að fámenni þjóðarinnar hafi í þessu sambandi sitt að segja en bendir á að Ísland geti tekið þátt í ákvarðanatöku og mótun stefnu innan Schengen-samstarfsins. „Við höfum ekki alveg almennilega getað fullnægt öllum þeim kröfum undanfarin ár en það stendur nú mjög til bóta enda var sett verulegt aukið fjármagn í það að uppfæra kerfið og setja upp ný kerfi við landamæravörslu, fjölga landamæravörðum sem að var auðvitað löngu tímabært, til dæmis í Keflavík. Þannig að þetta horfir nú allt til bóta,“ segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Hún segir ekki ástæðu til að endurskoða aðild Íslands að Schengen. „Ávinningur Íslands af þessu samstarfi er mun meiri heldur en þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir vegna þess,“ segir Sigríður. Innan nokkurra ára verður tekið í gagnið nýtt kerfi innan Schengen sem felur í sér eins konar forskoðun ferðamanna. „Árið 2022 þá er áformað að taka hér upp kerfi sem er kallað ETIAS sem að svona í grófum dráttum mætti líkja við það sem að menn þekkja þegar þeir fara til Bandaríkjanna, Íslendingar sem njóta áritunarfrelsis til Bandaríkjanna, en þurfa að tilkynna komu sína og forskrá ferðalög sín inn til landsins,“ útskýrir Sigríður en þessi forskráning mun einungis eiga við um borgara þeirra ríkja sem njóta áritunarfrelsis inn á Schengen-svæðið. Ferðalög Utanríkismál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Starfsmönnum sem sinna verkefnum tengdum Schengen-samstarfinu hefur ekki fjölgað í takt við fjölgun verkefna á undanförnum árum samkvæmt nýrri skýrslu. Leggja þarf mat á það til framtíðar hvernig Ísland hyggst beita sér innan Schengen en dómsmálaráðherra segir ekki ástæðu til að endurskoða aðild Íslands að samstarfinu. Ísland gekk í Schengen árið 1996 en samstarfið felst annars vegar í afnámi persónubundins eftirlits á innri landamærum Schengen-ríkja og hins vegar í samræmdum reglum um eftirlit á ytri landamærum. Dómsmálaráðherra kynnti í dag skýrslu um Schengen-samstarfið og þar sem meðal annars kemur fram að í síðustu úttekt sem gerð var á þátttöku Íslands í Schengen hafi komið í ljós að Ísland uppfylli ekki gæðakröfur og fram komu alvarlegir annmarkar á framkvæmd landamæraeftirlits á Keflavíkurflugvelli og bent var á alvarlega veikleika í stjórnskipulagi málaflokksins í heild. Þá skorti mannafla skorti til þess að framkvæmdin uppfylli gæðakröfur svo dæmi séu tekin. Úttektin kom að öðru leyti almennt ágætlega út. Dómsmálaráðherra segir að fámenni þjóðarinnar hafi í þessu sambandi sitt að segja en bendir á að Ísland geti tekið þátt í ákvarðanatöku og mótun stefnu innan Schengen-samstarfsins. „Við höfum ekki alveg almennilega getað fullnægt öllum þeim kröfum undanfarin ár en það stendur nú mjög til bóta enda var sett verulegt aukið fjármagn í það að uppfæra kerfið og setja upp ný kerfi við landamæravörslu, fjölga landamæravörðum sem að var auðvitað löngu tímabært, til dæmis í Keflavík. Þannig að þetta horfir nú allt til bóta,“ segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Hún segir ekki ástæðu til að endurskoða aðild Íslands að Schengen. „Ávinningur Íslands af þessu samstarfi er mun meiri heldur en þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir vegna þess,“ segir Sigríður. Innan nokkurra ára verður tekið í gagnið nýtt kerfi innan Schengen sem felur í sér eins konar forskoðun ferðamanna. „Árið 2022 þá er áformað að taka hér upp kerfi sem er kallað ETIAS sem að svona í grófum dráttum mætti líkja við það sem að menn þekkja þegar þeir fara til Bandaríkjanna, Íslendingar sem njóta áritunarfrelsis til Bandaríkjanna, en þurfa að tilkynna komu sína og forskrá ferðalög sín inn til landsins,“ útskýrir Sigríður en þessi forskráning mun einungis eiga við um borgara þeirra ríkja sem njóta áritunarfrelsis inn á Schengen-svæðið.
Ferðalög Utanríkismál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira