Mislingar um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 11:29 Um var að ræða flug FI455 með Icelandair og flug NY356 með Air Iceland Connect umrædda daga. vÍSIR/VILHELM Mislingasmit kom upp um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect þann 14. og 15. febrúar. Þetta staðfestir Áslaug Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá málinu í dag. Í frétt RÚV kemur fram að farþegum og áhöfn sem flugu með Icelandair frá London til Keflavíkur þann 14. febrúar síðastliðinn hafi verið send tilkynning frá sóttvarnarlækni um möguleika á mislingasmiti. Farþegum og áhöfn flugvélar Air Iceland Connect sem flaug frá Reykjavík til Egilsstaða daginn eftir, þann 15. febrúar, hafi verið send sambærileg tilkynning. Hefur RÚV eftir tilkynningu að um hafi verið að ræða flug FI455 með Icelandair og flug NY356 með Air Iceland Connect. Áslaug segir í samtali við Vísi að mislingasmit sé staðfest hjá einum farþega vélar Icelandair. Þá staðfestir hún einnig að mislingasmit hafi komið upp í vél Air Iceland Connect. Hún gat ekki veitt upplýsingar um það hvort um sömu manneskju væri að ræða. „Í raun og veru fylgjum við bara leiðbeiningum sóttvarnarlæknis ef svona kemur upp og höfum sent farþegum allar nauðsynlegar upplýsingar og leiðbeiningar í samráði við sóttvarnarlækni.“Fylgist vel með einkennum Mislingar eru sérstaklega hættulegir börnum, þunguðum konum og fólki með viðkvæmt ónæmiskerfi. Farþegum áðurnefndra leiða er ráðlagt að fylgjast vel með einkennum sjúkdómsins; sem sögð eru vera hár hiti, hóstaköst, nefrennsli, særindi í augum, viðkvæmni fyrir birtu og rauð útbrot sem geti varað í allt að viku.Á vef landæknis segir að einkenni mislinga geta verið lík ýmsum öðrum sjúkdómum og því sé rétt er að hafa samband við lækni til að fá staðfestingu á að um mislinga sé að ræða. Reglulega er tilkynnt um mislingasmit í flugvélum en tilkynning barst til að mynda um slíkt smit í flugvél Icelandair frá Keflavík til Toronto síðasta sumar. Þá kom einnig upp mislingatilvik í vélum WOW air frá London til Keflavíkur og Keflavíkur til Detroit um svipað leyti. Fréttir af flugi Heilbrigðismál Icelandair Tengdar fréttir Mislingasmit í vélum Icelandair staðfest: Um 300 farþegar í hættu Þurfa að vera á varðbergi fram yfir 20. júní. 7. júní 2018 11:43 Mislingar sagðir í mikilli og hættulegri sókn Mislingatilfelli voru 30 prósent fleiri á síðasta ári en árið 2016. 1. desember 2018 09:30 Áhyggjuefni að mislingasmitum í flugvélum fari fjölgandi Segir óbólusetta skapa hættu. 24. júlí 2018 14:16 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Mislingasmit kom upp um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect þann 14. og 15. febrúar. Þetta staðfestir Áslaug Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá málinu í dag. Í frétt RÚV kemur fram að farþegum og áhöfn sem flugu með Icelandair frá London til Keflavíkur þann 14. febrúar síðastliðinn hafi verið send tilkynning frá sóttvarnarlækni um möguleika á mislingasmiti. Farþegum og áhöfn flugvélar Air Iceland Connect sem flaug frá Reykjavík til Egilsstaða daginn eftir, þann 15. febrúar, hafi verið send sambærileg tilkynning. Hefur RÚV eftir tilkynningu að um hafi verið að ræða flug FI455 með Icelandair og flug NY356 með Air Iceland Connect. Áslaug segir í samtali við Vísi að mislingasmit sé staðfest hjá einum farþega vélar Icelandair. Þá staðfestir hún einnig að mislingasmit hafi komið upp í vél Air Iceland Connect. Hún gat ekki veitt upplýsingar um það hvort um sömu manneskju væri að ræða. „Í raun og veru fylgjum við bara leiðbeiningum sóttvarnarlæknis ef svona kemur upp og höfum sent farþegum allar nauðsynlegar upplýsingar og leiðbeiningar í samráði við sóttvarnarlækni.“Fylgist vel með einkennum Mislingar eru sérstaklega hættulegir börnum, þunguðum konum og fólki með viðkvæmt ónæmiskerfi. Farþegum áðurnefndra leiða er ráðlagt að fylgjast vel með einkennum sjúkdómsins; sem sögð eru vera hár hiti, hóstaköst, nefrennsli, særindi í augum, viðkvæmni fyrir birtu og rauð útbrot sem geti varað í allt að viku.Á vef landæknis segir að einkenni mislinga geta verið lík ýmsum öðrum sjúkdómum og því sé rétt er að hafa samband við lækni til að fá staðfestingu á að um mislinga sé að ræða. Reglulega er tilkynnt um mislingasmit í flugvélum en tilkynning barst til að mynda um slíkt smit í flugvél Icelandair frá Keflavík til Toronto síðasta sumar. Þá kom einnig upp mislingatilvik í vélum WOW air frá London til Keflavíkur og Keflavíkur til Detroit um svipað leyti.
Fréttir af flugi Heilbrigðismál Icelandair Tengdar fréttir Mislingasmit í vélum Icelandair staðfest: Um 300 farþegar í hættu Þurfa að vera á varðbergi fram yfir 20. júní. 7. júní 2018 11:43 Mislingar sagðir í mikilli og hættulegri sókn Mislingatilfelli voru 30 prósent fleiri á síðasta ári en árið 2016. 1. desember 2018 09:30 Áhyggjuefni að mislingasmitum í flugvélum fari fjölgandi Segir óbólusetta skapa hættu. 24. júlí 2018 14:16 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Mislingasmit í vélum Icelandair staðfest: Um 300 farþegar í hættu Þurfa að vera á varðbergi fram yfir 20. júní. 7. júní 2018 11:43
Mislingar sagðir í mikilli og hættulegri sókn Mislingatilfelli voru 30 prósent fleiri á síðasta ári en árið 2016. 1. desember 2018 09:30
Áhyggjuefni að mislingasmitum í flugvélum fari fjölgandi Segir óbólusetta skapa hættu. 24. júlí 2018 14:16