Mennirnir sem mótuðu næstu kynslóð hverfa á braut Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. febrúar 2019 19:30 Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefásson deila parketinu í síðasta sinn á fimmtudagskvöldið. vísir/vilhelm Jón Arnór Stefánsson og Hlynur Bæringsson, tveir fremstu körfuboltamenn Íslandssögunnar, kveðja landsliðið á fimmtudagskvöldið þegar að Ísland mætir Portúgal í forkeppni EM 2021 í Laugardalshöll. Það er engin spurning um að þeirra verður sárt saknað en hvað er það sem hverfur úr liðinu með þessum tveimur reynsluboltum. Íþróttadeild leitaði svara á blaðamannafundi KKÍ í dag. „Þarna fara leiðtogahæfileikar, reynsla og bara menn sem setja gott fordæmi. Þetta eru leikmenn sem berjast harðar en allir og gera allt eins vel og þeir geta. Svona er þetta á hverri einustu æfingu. Þeir eru alltaf jafn einbeittir. Við höfum oft talað um að yngri leikmenn þurfi að fylgja þeirra fordæmi þegar kemur að undirbúningi fyrir hverja einustu æfingu.“ Svo mörg voru þau orð hjá landsliðsþjálfaranum Craig Pedersen sem stýrir Jóni og Hlyni í síðasta sinn á fimmtudagskvöldið.Martin Hermannsson tekur við keflinu af Jóni Arnóri.vísir/vilhelmKoma aldrei aftur En, hvað segja strákarnir sem hafa barist með þessum hetjum á parketinu undanfarin ár? Martin Hermannsson er náttúrlegur arftaki Jóns Arnórs sem er leikmaður sem mótaði okkar fremsta körfuboltamann í dag. „Þarna eru að fara tveir af fremstu körfuboltamönnum okkar allra tíma. Þetta eru menn sem eru búnir að gefa líf og sál í þetta í einhver fimmtíu ár liggur við. Við eigum eftir að átta okkur á því þegar að þeir eru farnir hvað þeir gera mikið bæði inn á vellinum og fyrir utan. Þetta er fyrirliðinn okkar og svo besti íslenski körfuboltamaður allra tíma. Það er skrítið að hugsa út í það, að þeir komi aldrei aftur,“ segir Martin. „Jón Arnór hefur alltaf verið mín stærsta fyrirmynd. Það sést á mér á vellinum hvernig ég hreyfi mig. Maður er alltaf að reyna að herma eftir skotunum hans og varnarleiknum. Ég er bara stoltur af því að hafa lært af honum.“Tryggvi Snær sér nú um baráttuna undir körfunni.vísir/vilhelmTveir durgar Á sama tíma og Martin reynir að líkjast Jóni Arnóri tekur risinn úr Bárðardalnum, Tryggvi Snær Hlinason, við aðalhlutverkinu undir körfunni af Hlyni Bæringssyni þar sem hann er búinn að djöflast við sér mun stærri menn í tæpa tvo áratugi. „Bara að sjá þennan bardagamann. Þó að hann sé orðinn eldri núna er ótrúlegt að sjá hvað hann berst og getur gert. Það er ótrúlegt að sama á móti hverjum hann spilar er hann alltaf Hlynur. Hann er alltaf traustur,“ segir Tryggvi sem er mun stærri en Hlynur en hefur lært mikið þegar kemur að hjarta og baráttu af landsliðsfyrirliðanum. „Ég hef oft horft upp til Hlyns, sérstaklega þegar kemur að baráttu og ég tel mig ekki enn þá vera kominn nálægt honum. Ég vil komast það hátt að ég geti sagt að ég berjist jafn mikið og Hlynur. Hlynur er með alvöru íslensku baráttuna eins og Jón Arnór. Þeir eru báðir durgar sem eru alltaf í bardaga og alltaf harðir,“ segir Tryggvi Snær Hlinason. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan.Klippa: Jón Arnór og Hlynur kveðja Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Hlynur kveður íslenska landsliðið líka á fimmtudagskvöldið Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, mun spila sinn síðasta landsleik á fimmtudaginn alveg eins og Jón Arnór Stefánsson. 18. febrúar 2019 11:30 Hlynur: Langaði að hætta meðan ég var enn valinn Hlynur Bæringsson leikur sinn síðasta landsleik á fimmtudagskvöldið. 18. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson og Hlynur Bæringsson, tveir fremstu körfuboltamenn Íslandssögunnar, kveðja landsliðið á fimmtudagskvöldið þegar að Ísland mætir Portúgal í forkeppni EM 2021 í Laugardalshöll. Það er engin spurning um að þeirra verður sárt saknað en hvað er það sem hverfur úr liðinu með þessum tveimur reynsluboltum. Íþróttadeild leitaði svara á blaðamannafundi KKÍ í dag. „Þarna fara leiðtogahæfileikar, reynsla og bara menn sem setja gott fordæmi. Þetta eru leikmenn sem berjast harðar en allir og gera allt eins vel og þeir geta. Svona er þetta á hverri einustu æfingu. Þeir eru alltaf jafn einbeittir. Við höfum oft talað um að yngri leikmenn þurfi að fylgja þeirra fordæmi þegar kemur að undirbúningi fyrir hverja einustu æfingu.“ Svo mörg voru þau orð hjá landsliðsþjálfaranum Craig Pedersen sem stýrir Jóni og Hlyni í síðasta sinn á fimmtudagskvöldið.Martin Hermannsson tekur við keflinu af Jóni Arnóri.vísir/vilhelmKoma aldrei aftur En, hvað segja strákarnir sem hafa barist með þessum hetjum á parketinu undanfarin ár? Martin Hermannsson er náttúrlegur arftaki Jóns Arnórs sem er leikmaður sem mótaði okkar fremsta körfuboltamann í dag. „Þarna eru að fara tveir af fremstu körfuboltamönnum okkar allra tíma. Þetta eru menn sem eru búnir að gefa líf og sál í þetta í einhver fimmtíu ár liggur við. Við eigum eftir að átta okkur á því þegar að þeir eru farnir hvað þeir gera mikið bæði inn á vellinum og fyrir utan. Þetta er fyrirliðinn okkar og svo besti íslenski körfuboltamaður allra tíma. Það er skrítið að hugsa út í það, að þeir komi aldrei aftur,“ segir Martin. „Jón Arnór hefur alltaf verið mín stærsta fyrirmynd. Það sést á mér á vellinum hvernig ég hreyfi mig. Maður er alltaf að reyna að herma eftir skotunum hans og varnarleiknum. Ég er bara stoltur af því að hafa lært af honum.“Tryggvi Snær sér nú um baráttuna undir körfunni.vísir/vilhelmTveir durgar Á sama tíma og Martin reynir að líkjast Jóni Arnóri tekur risinn úr Bárðardalnum, Tryggvi Snær Hlinason, við aðalhlutverkinu undir körfunni af Hlyni Bæringssyni þar sem hann er búinn að djöflast við sér mun stærri menn í tæpa tvo áratugi. „Bara að sjá þennan bardagamann. Þó að hann sé orðinn eldri núna er ótrúlegt að sjá hvað hann berst og getur gert. Það er ótrúlegt að sama á móti hverjum hann spilar er hann alltaf Hlynur. Hann er alltaf traustur,“ segir Tryggvi sem er mun stærri en Hlynur en hefur lært mikið þegar kemur að hjarta og baráttu af landsliðsfyrirliðanum. „Ég hef oft horft upp til Hlyns, sérstaklega þegar kemur að baráttu og ég tel mig ekki enn þá vera kominn nálægt honum. Ég vil komast það hátt að ég geti sagt að ég berjist jafn mikið og Hlynur. Hlynur er með alvöru íslensku baráttuna eins og Jón Arnór. Þeir eru báðir durgar sem eru alltaf í bardaga og alltaf harðir,“ segir Tryggvi Snær Hlinason. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan.Klippa: Jón Arnór og Hlynur kveðja
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Hlynur kveður íslenska landsliðið líka á fimmtudagskvöldið Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, mun spila sinn síðasta landsleik á fimmtudaginn alveg eins og Jón Arnór Stefánsson. 18. febrúar 2019 11:30 Hlynur: Langaði að hætta meðan ég var enn valinn Hlynur Bæringsson leikur sinn síðasta landsleik á fimmtudagskvöldið. 18. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
Hlynur kveður íslenska landsliðið líka á fimmtudagskvöldið Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, mun spila sinn síðasta landsleik á fimmtudaginn alveg eins og Jón Arnór Stefánsson. 18. febrúar 2019 11:30
Hlynur: Langaði að hætta meðan ég var enn valinn Hlynur Bæringsson leikur sinn síðasta landsleik á fimmtudagskvöldið. 18. febrúar 2019 20:00