Jonas Brothers snúa aftur eftir sex ára hlé: Tónleikaferðalag og plata á leiðinni Sylvía Hall skrifar 19. febrúar 2019 21:53 Jonas Brothers snúa aftur. Vísir/Getty Hljómsveitin Jonas Brothers snýr aftur í ár eftir sex ára hlé. Bræðurnir Kevin, Joe og Nick eru sagðir hafa flogið til London í vikunni til að skipuleggja endurkomuna en bræðurnir nutu mikilla vinsælda fyrir tæpum áratug síðan og áttu hug og hjörtu unglingsstúlkna um allan heim. Bræðurnir komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 2005 eftir að hafa fengið tækifæri á Disney-sjónvarpsstöðinni og urðu fljótlega hluti af geysivinsælum ungmennahóp stöðvarinnar sem innihélt stjörnur á borð við Selena Gomez, Miley Cyrus og Demi Lovato. Fengu bræðurnir sína eigin þætti, JONAS, sem náðu þó ekki miklu flugi og var framleiðslu hætt eftir tvær þáttaraðir en engu að síður var hljómsveit þeirra gríðarlega vinsæl um alla heim og muna eflaust margir eftir slögurum á borð við S.O.S, Burnin‘ Up og Lovebug.Bræðurnir tilkynntu endalok sveitarinnar í Good Morning America árið 2013. Nú stefna þeir á endurkomu.Vísir/GettyEftir endalok hljómsveitarinnar árið 2013 sneru bræðurnir sér að öðrum verkefnum. Nick Jonas, yngsti bróðirinn, hóf sólóferil sinn og gekk nýlega í það heilaga með leikkonunni Priyanka Chopra við hátíðlega athöfn á Indlandi. Joe stofnaði hljómsveitina DNCE og hefur samband hans við Game of Thrones leikkonuna Sophie Turner verið áberandi. Kevin hefur verið minna í sviðsljósinu en yngri bræður sínir en hann tók þátt í raunveruleikaþáttum á borð við Celebrity Apprentice og stofnaði byggingafyrirtækið JonasWerner. Aðdáendur hljómsveitarinnar geta því tekið gleði sína á ný eftir sex ára fjarveru sveitarinnar sem boðar nýja tónlist og tónleikaferðalag á árinu. Tónlist Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Hljómsveitin Jonas Brothers snýr aftur í ár eftir sex ára hlé. Bræðurnir Kevin, Joe og Nick eru sagðir hafa flogið til London í vikunni til að skipuleggja endurkomuna en bræðurnir nutu mikilla vinsælda fyrir tæpum áratug síðan og áttu hug og hjörtu unglingsstúlkna um allan heim. Bræðurnir komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 2005 eftir að hafa fengið tækifæri á Disney-sjónvarpsstöðinni og urðu fljótlega hluti af geysivinsælum ungmennahóp stöðvarinnar sem innihélt stjörnur á borð við Selena Gomez, Miley Cyrus og Demi Lovato. Fengu bræðurnir sína eigin þætti, JONAS, sem náðu þó ekki miklu flugi og var framleiðslu hætt eftir tvær þáttaraðir en engu að síður var hljómsveit þeirra gríðarlega vinsæl um alla heim og muna eflaust margir eftir slögurum á borð við S.O.S, Burnin‘ Up og Lovebug.Bræðurnir tilkynntu endalok sveitarinnar í Good Morning America árið 2013. Nú stefna þeir á endurkomu.Vísir/GettyEftir endalok hljómsveitarinnar árið 2013 sneru bræðurnir sér að öðrum verkefnum. Nick Jonas, yngsti bróðirinn, hóf sólóferil sinn og gekk nýlega í það heilaga með leikkonunni Priyanka Chopra við hátíðlega athöfn á Indlandi. Joe stofnaði hljómsveitina DNCE og hefur samband hans við Game of Thrones leikkonuna Sophie Turner verið áberandi. Kevin hefur verið minna í sviðsljósinu en yngri bræður sínir en hann tók þátt í raunveruleikaþáttum á borð við Celebrity Apprentice og stofnaði byggingafyrirtækið JonasWerner. Aðdáendur hljómsveitarinnar geta því tekið gleði sína á ný eftir sex ára fjarveru sveitarinnar sem boðar nýja tónlist og tónleikaferðalag á árinu.
Tónlist Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira