Skrifaði um stuðningsmenn Liverpool og Knattspyrnufélagið Þrótt í Guardian Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2019 11:30 Lukkudýr Liverpool. Getty/Robbie Jay Barratt Var íslenskt knattspyrnufélag virkilega á milli tannanna á Liverpool fólki í Kop stúkunni á Anfield í vikunni eða hvað er í gangi í athyglisverðri grein í Guardian. Er Liverpool liðið að fara á taugum? Það er stóra spurningin í ensku úrvalsdeildinni eftir að lærisveinum Jürgen Klopp mistókst að ná sjö stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í leiknum á móti Leicester City á Anfield á miðvikudagskvöldið. Liverpool liðið virkaði stressað og ólíkt sjálfu sér stærsta hluta leiksins og taugaspennan var eflaust enn meiri meðal stuðningsmanna liðsins í stúkunni.Í grein Paul Doyle um Liverpool og þennan Leicester leik þá kemur Knattspyrnufélagið Þróttur við sögu. „Eins og þekkt er þá eru stuðningsmenn Liverpool meðal þeirra fróðustu um knattspyrnusöguna sem er ástæðan fyrir því að þá mátti næstum því heyra klið í Kop-stúkunni um „Knattspyrnufélagið Þrótt“ á meðan taugar þeirra voru þandar leiknum á móti Leicester á miðvikudaginn,“ skrifaði Paul Doyle í byrjun greinar sinnar.In today's Fiver: Liverpool, transfer lines and a very Special wedding message https://t.co/UckFnTvzMX — Guardian sport (@guardian_sport) January 31, 2019 Hann hélt svo áfram og útskýrði mál sitt betur: „Flestir sem heyrðu þetta og voru eflaust að hugsa hvað „Þróttur FC“ væri en það er nafn liðsins sem árið 2003 var á toppi íslensku deildarinnar um mitt mót en féll síðan úr deildinni um haustið“ skrifaði Doyle. Paul Doyle segir Liverpool nú ólíklegt til að upplifa þannig örlög enda 42 stigum á undan Cardiff. Hann bendir líka á orð hollenska miðvarðarins Virgil van Dijk sem ráðlagði stuðningsmönnum Liverpool að slaka bara aðeins á og vera rólegir. Þeir þurfi að vera þolinmóðir. Þróttur var í 1. sæti íslensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 sigur á Fram í 9. umferð 9. júlí 2003. Liðið var með tveimur stigum meira en Fylkir og fjórum stigum meira en KR. Þróttur fékk hins vegar aðeins fjögur stig samtals í síðustu níu leikjum sínum á þessu Íslandsmóti fyrir fimmtán árum og féll síðan á markatölu um haustið. KR varð Íslandsmeistari en liðið fékk 19 stig í síðustu níu leikjunum eða fimmtán stigum meira en Þróttur. Það má lesa þessa fróðlegu grein hér. Enski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Var íslenskt knattspyrnufélag virkilega á milli tannanna á Liverpool fólki í Kop stúkunni á Anfield í vikunni eða hvað er í gangi í athyglisverðri grein í Guardian. Er Liverpool liðið að fara á taugum? Það er stóra spurningin í ensku úrvalsdeildinni eftir að lærisveinum Jürgen Klopp mistókst að ná sjö stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í leiknum á móti Leicester City á Anfield á miðvikudagskvöldið. Liverpool liðið virkaði stressað og ólíkt sjálfu sér stærsta hluta leiksins og taugaspennan var eflaust enn meiri meðal stuðningsmanna liðsins í stúkunni.Í grein Paul Doyle um Liverpool og þennan Leicester leik þá kemur Knattspyrnufélagið Þróttur við sögu. „Eins og þekkt er þá eru stuðningsmenn Liverpool meðal þeirra fróðustu um knattspyrnusöguna sem er ástæðan fyrir því að þá mátti næstum því heyra klið í Kop-stúkunni um „Knattspyrnufélagið Þrótt“ á meðan taugar þeirra voru þandar leiknum á móti Leicester á miðvikudaginn,“ skrifaði Paul Doyle í byrjun greinar sinnar.In today's Fiver: Liverpool, transfer lines and a very Special wedding message https://t.co/UckFnTvzMX — Guardian sport (@guardian_sport) January 31, 2019 Hann hélt svo áfram og útskýrði mál sitt betur: „Flestir sem heyrðu þetta og voru eflaust að hugsa hvað „Þróttur FC“ væri en það er nafn liðsins sem árið 2003 var á toppi íslensku deildarinnar um mitt mót en féll síðan úr deildinni um haustið“ skrifaði Doyle. Paul Doyle segir Liverpool nú ólíklegt til að upplifa þannig örlög enda 42 stigum á undan Cardiff. Hann bendir líka á orð hollenska miðvarðarins Virgil van Dijk sem ráðlagði stuðningsmönnum Liverpool að slaka bara aðeins á og vera rólegir. Þeir þurfi að vera þolinmóðir. Þróttur var í 1. sæti íslensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 sigur á Fram í 9. umferð 9. júlí 2003. Liðið var með tveimur stigum meira en Fylkir og fjórum stigum meira en KR. Þróttur fékk hins vegar aðeins fjögur stig samtals í síðustu níu leikjum sínum á þessu Íslandsmóti fyrir fimmtán árum og féll síðan á markatölu um haustið. KR varð Íslandsmeistari en liðið fékk 19 stig í síðustu níu leikjunum eða fimmtán stigum meira en Þróttur. Það má lesa þessa fróðlegu grein hér.
Enski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira