Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum birtar á opnum Instagram-aðgöngum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2019 19:30 Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum eru birtar á fjölda Instagram-reikninga sem jafnvel eru öllum opnir. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla óttast að stefnumótaforrit sem ætluð eru unglingum séu komin til að vera og því gegni fræðsla lykilhlutverki. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um smáforritið Yubo sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 til 17 ára til að eignast vini. Forritið svipar aftur á móti mjög til stefnumótaforrits þar sem krakkar setja sumir inn ögrandi myndir og leita jafnvel eftir félaga sem vill kúra.Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimili og Skóla.Snjallsímaforrit sem þessi eru líklega komin til að vera að sögn Hrefnu Sigurjónsdóttur, framkvæmdastjóra Heimilis og skóla. „Við verðum líka að kenna börnunum okkar þessa gagnrýnu hugsun því að við erum ekki alltaf að horfa yfir öxlina á þeim. Og eigum ekki að gera það. En auðvitað þarf að setja einhverjar girðingar og tálma til að vernda börn upp að skynsamlegu marki,“ segir Hrefna. Til eru forrit á borð við Family link frá Google sem gerir foreldrum kleift að fylgjast með því hvaða forrit börn sækja í símann sinn. Hrefna segir fræðslu og samtal þó gegna lykilhlutverki. „Við þurfum líka að átta okkur á að það er aldrei hægt að koma í veg fyrir allt með einhverjum, til dæmis nettólum eða öðru til að fylgjast með börnum. Það hjálpar upp að vissu marki en við þurfum líka að sinna þessu hlutverki okkar að ala þau upp,“ segir Hrefna. En það eru ekki bara stefnumótaforritin sem virðast njóta aukinna vinsælda meðal krakka og unglinga en fréttastofu hafa borist ábendingar um Instagram-aðganga þar sem birtar eru viðkvæmar myndir og myndbönd af ungum krökkum í svipuðum tilgangi. Þar getur hver sem er meðal annars séð myndbönd af ungum krökkum að kyssast eða í djörfum stellingum. „Sendið okkur myndir af einhverjum í sleik og við póstum þeim,“ segir til að mynda í lýsingu fyrir Instagram-aðganginn sleikur_island. Sambærileg skilaboð má sjá á Instagram-aðgöngunum date.island, date_island og flex_island svo dæmi séu nefnd. Tekið er víða fram að hægt sé að óska eftir því að myndir og myndbönd séu tekin út sé þess óskað. „Við verðum alltaf að vera vakandi fyrir þessu og það er hlutverk foreldra en líka mikilvægt að skólarnir taki þátt í að fræða börnin,“ segir Hrefna. Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Unglingar nota vinasmáforrit til stefnumóta Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri. 31. janúar 2019 19:30 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum eru birtar á fjölda Instagram-reikninga sem jafnvel eru öllum opnir. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla óttast að stefnumótaforrit sem ætluð eru unglingum séu komin til að vera og því gegni fræðsla lykilhlutverki. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um smáforritið Yubo sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 til 17 ára til að eignast vini. Forritið svipar aftur á móti mjög til stefnumótaforrits þar sem krakkar setja sumir inn ögrandi myndir og leita jafnvel eftir félaga sem vill kúra.Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimili og Skóla.Snjallsímaforrit sem þessi eru líklega komin til að vera að sögn Hrefnu Sigurjónsdóttur, framkvæmdastjóra Heimilis og skóla. „Við verðum líka að kenna börnunum okkar þessa gagnrýnu hugsun því að við erum ekki alltaf að horfa yfir öxlina á þeim. Og eigum ekki að gera það. En auðvitað þarf að setja einhverjar girðingar og tálma til að vernda börn upp að skynsamlegu marki,“ segir Hrefna. Til eru forrit á borð við Family link frá Google sem gerir foreldrum kleift að fylgjast með því hvaða forrit börn sækja í símann sinn. Hrefna segir fræðslu og samtal þó gegna lykilhlutverki. „Við þurfum líka að átta okkur á að það er aldrei hægt að koma í veg fyrir allt með einhverjum, til dæmis nettólum eða öðru til að fylgjast með börnum. Það hjálpar upp að vissu marki en við þurfum líka að sinna þessu hlutverki okkar að ala þau upp,“ segir Hrefna. En það eru ekki bara stefnumótaforritin sem virðast njóta aukinna vinsælda meðal krakka og unglinga en fréttastofu hafa borist ábendingar um Instagram-aðganga þar sem birtar eru viðkvæmar myndir og myndbönd af ungum krökkum í svipuðum tilgangi. Þar getur hver sem er meðal annars séð myndbönd af ungum krökkum að kyssast eða í djörfum stellingum. „Sendið okkur myndir af einhverjum í sleik og við póstum þeim,“ segir til að mynda í lýsingu fyrir Instagram-aðganginn sleikur_island. Sambærileg skilaboð má sjá á Instagram-aðgöngunum date.island, date_island og flex_island svo dæmi séu nefnd. Tekið er víða fram að hægt sé að óska eftir því að myndir og myndbönd séu tekin út sé þess óskað. „Við verðum alltaf að vera vakandi fyrir þessu og það er hlutverk foreldra en líka mikilvægt að skólarnir taki þátt í að fræða börnin,“ segir Hrefna.
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Unglingar nota vinasmáforrit til stefnumóta Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri. 31. janúar 2019 19:30 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Unglingar nota vinasmáforrit til stefnumóta Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri. 31. janúar 2019 19:30