Sviptir lögræði en haldi þó völdum yfir lífi sínu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 2. febrúar 2019 07:15 Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, mælir fyrir málinu á Alþingi á næstu dögum. Fréttablaðið/Ernir „Þetta er dulbúið stórmál þótt það varði fámennan valdalítinn hóp og feli ekki í sér mikil fjárútlát,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, sem mælir á næstu dögum fyrir frumvarpi á Alþingi um sjálfsákvörðunarrétt þeirra sem sviptir eru lögræði. Frumvarpið gerir ráð fyrir að farið verði að vilja þeirra sem sviptir eru lögræði hafi þeir áður lýst honum með svokallaðri fyrirframgefinni ákvarðanatöku. Í greinargerð kemur fram að fyrirkomulagið hafi verið lögfest í mörgum Evrópuríkjum. Úrræðið sé notað í tvenns konar aðstæðum. Annars vegar til að lýsa vilja einstaklinga með geðræna sjúkdóma um hvernig haga beri ákvarðanatöku, meðferð og öðrum þáttum í lífi þeirra fari svo að þeir missi getuna til að taka eigin ákvarðanir í alvarlegu sjúkdómsferli. Hins vegar til að lýsa vilja sjúklinga með ólæknandi sjúkdóma um hversu lengi þeir vilji að heilbrigðisstarfsfólk leggi sig fram um að framlengja líf þeirra missi þeir getuna til að lýsa yfir vilja sínum. Hanna Katrín segir að þótt málið láti ekki mikið yfir sér skipti það gríðarlegu máli fyrir viðkomandi. „Málið snýst um sjálfan sjálfsákvörðunarrétt okkar og eðli málsins samkvæmt er fátt okkur dýrmætara heldur en völd okkar yfir eigin lífi,“ segir Hanna Katrín. Þingmaðurinn segir þessa leið hafa reynst vel í nágrannalöndunum, ekki bara fyrir þann sem í hlut á heldur einnig fyrir aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk sem annast viðkomandi. Þá sýni rannsóknir að þetta fyrirkomulag dragi úr óvissu og auki traust milli notenda heilbrigðisþjónustu og fagfólks. Leiðin ljái viðkomandi „rödd“ og dragi úr valdaójafnvægi gagnvart fagfólki. Þá dragi fyrirframgefin ákvarðanataka líka úr hættu á misskilningi og hjálpi aðstandendum að styðja við bakið á hinum veika. Frumvarpið lagði Hanna Katrín fram í haust ásamt öðrum þingmönnum Viðreisnar auk þingmanna úr Pírötum og Miðflokki. Þegar hún hefur mælt fyrir frumvarpinu á Alþingi fer það til nánari meðferðar í velferðarnefnd. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Sjá meira
„Þetta er dulbúið stórmál þótt það varði fámennan valdalítinn hóp og feli ekki í sér mikil fjárútlát,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, sem mælir á næstu dögum fyrir frumvarpi á Alþingi um sjálfsákvörðunarrétt þeirra sem sviptir eru lögræði. Frumvarpið gerir ráð fyrir að farið verði að vilja þeirra sem sviptir eru lögræði hafi þeir áður lýst honum með svokallaðri fyrirframgefinni ákvarðanatöku. Í greinargerð kemur fram að fyrirkomulagið hafi verið lögfest í mörgum Evrópuríkjum. Úrræðið sé notað í tvenns konar aðstæðum. Annars vegar til að lýsa vilja einstaklinga með geðræna sjúkdóma um hvernig haga beri ákvarðanatöku, meðferð og öðrum þáttum í lífi þeirra fari svo að þeir missi getuna til að taka eigin ákvarðanir í alvarlegu sjúkdómsferli. Hins vegar til að lýsa vilja sjúklinga með ólæknandi sjúkdóma um hversu lengi þeir vilji að heilbrigðisstarfsfólk leggi sig fram um að framlengja líf þeirra missi þeir getuna til að lýsa yfir vilja sínum. Hanna Katrín segir að þótt málið láti ekki mikið yfir sér skipti það gríðarlegu máli fyrir viðkomandi. „Málið snýst um sjálfan sjálfsákvörðunarrétt okkar og eðli málsins samkvæmt er fátt okkur dýrmætara heldur en völd okkar yfir eigin lífi,“ segir Hanna Katrín. Þingmaðurinn segir þessa leið hafa reynst vel í nágrannalöndunum, ekki bara fyrir þann sem í hlut á heldur einnig fyrir aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk sem annast viðkomandi. Þá sýni rannsóknir að þetta fyrirkomulag dragi úr óvissu og auki traust milli notenda heilbrigðisþjónustu og fagfólks. Leiðin ljái viðkomandi „rödd“ og dragi úr valdaójafnvægi gagnvart fagfólki. Þá dragi fyrirframgefin ákvarðanataka líka úr hættu á misskilningi og hjálpi aðstandendum að styðja við bakið á hinum veika. Frumvarpið lagði Hanna Katrín fram í haust ásamt öðrum þingmönnum Viðreisnar auk þingmanna úr Pírötum og Miðflokki. Þegar hún hefur mælt fyrir frumvarpinu á Alþingi fer það til nánari meðferðar í velferðarnefnd.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“