Sviptir lögræði en haldi þó völdum yfir lífi sínu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 2. febrúar 2019 07:15 Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, mælir fyrir málinu á Alþingi á næstu dögum. Fréttablaðið/Ernir „Þetta er dulbúið stórmál þótt það varði fámennan valdalítinn hóp og feli ekki í sér mikil fjárútlát,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, sem mælir á næstu dögum fyrir frumvarpi á Alþingi um sjálfsákvörðunarrétt þeirra sem sviptir eru lögræði. Frumvarpið gerir ráð fyrir að farið verði að vilja þeirra sem sviptir eru lögræði hafi þeir áður lýst honum með svokallaðri fyrirframgefinni ákvarðanatöku. Í greinargerð kemur fram að fyrirkomulagið hafi verið lögfest í mörgum Evrópuríkjum. Úrræðið sé notað í tvenns konar aðstæðum. Annars vegar til að lýsa vilja einstaklinga með geðræna sjúkdóma um hvernig haga beri ákvarðanatöku, meðferð og öðrum þáttum í lífi þeirra fari svo að þeir missi getuna til að taka eigin ákvarðanir í alvarlegu sjúkdómsferli. Hins vegar til að lýsa vilja sjúklinga með ólæknandi sjúkdóma um hversu lengi þeir vilji að heilbrigðisstarfsfólk leggi sig fram um að framlengja líf þeirra missi þeir getuna til að lýsa yfir vilja sínum. Hanna Katrín segir að þótt málið láti ekki mikið yfir sér skipti það gríðarlegu máli fyrir viðkomandi. „Málið snýst um sjálfan sjálfsákvörðunarrétt okkar og eðli málsins samkvæmt er fátt okkur dýrmætara heldur en völd okkar yfir eigin lífi,“ segir Hanna Katrín. Þingmaðurinn segir þessa leið hafa reynst vel í nágrannalöndunum, ekki bara fyrir þann sem í hlut á heldur einnig fyrir aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk sem annast viðkomandi. Þá sýni rannsóknir að þetta fyrirkomulag dragi úr óvissu og auki traust milli notenda heilbrigðisþjónustu og fagfólks. Leiðin ljái viðkomandi „rödd“ og dragi úr valdaójafnvægi gagnvart fagfólki. Þá dragi fyrirframgefin ákvarðanataka líka úr hættu á misskilningi og hjálpi aðstandendum að styðja við bakið á hinum veika. Frumvarpið lagði Hanna Katrín fram í haust ásamt öðrum þingmönnum Viðreisnar auk þingmanna úr Pírötum og Miðflokki. Þegar hún hefur mælt fyrir frumvarpinu á Alþingi fer það til nánari meðferðar í velferðarnefnd. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
„Þetta er dulbúið stórmál þótt það varði fámennan valdalítinn hóp og feli ekki í sér mikil fjárútlát,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, sem mælir á næstu dögum fyrir frumvarpi á Alþingi um sjálfsákvörðunarrétt þeirra sem sviptir eru lögræði. Frumvarpið gerir ráð fyrir að farið verði að vilja þeirra sem sviptir eru lögræði hafi þeir áður lýst honum með svokallaðri fyrirframgefinni ákvarðanatöku. Í greinargerð kemur fram að fyrirkomulagið hafi verið lögfest í mörgum Evrópuríkjum. Úrræðið sé notað í tvenns konar aðstæðum. Annars vegar til að lýsa vilja einstaklinga með geðræna sjúkdóma um hvernig haga beri ákvarðanatöku, meðferð og öðrum þáttum í lífi þeirra fari svo að þeir missi getuna til að taka eigin ákvarðanir í alvarlegu sjúkdómsferli. Hins vegar til að lýsa vilja sjúklinga með ólæknandi sjúkdóma um hversu lengi þeir vilji að heilbrigðisstarfsfólk leggi sig fram um að framlengja líf þeirra missi þeir getuna til að lýsa yfir vilja sínum. Hanna Katrín segir að þótt málið láti ekki mikið yfir sér skipti það gríðarlegu máli fyrir viðkomandi. „Málið snýst um sjálfan sjálfsákvörðunarrétt okkar og eðli málsins samkvæmt er fátt okkur dýrmætara heldur en völd okkar yfir eigin lífi,“ segir Hanna Katrín. Þingmaðurinn segir þessa leið hafa reynst vel í nágrannalöndunum, ekki bara fyrir þann sem í hlut á heldur einnig fyrir aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk sem annast viðkomandi. Þá sýni rannsóknir að þetta fyrirkomulag dragi úr óvissu og auki traust milli notenda heilbrigðisþjónustu og fagfólks. Leiðin ljái viðkomandi „rödd“ og dragi úr valdaójafnvægi gagnvart fagfólki. Þá dragi fyrirframgefin ákvarðanataka líka úr hættu á misskilningi og hjálpi aðstandendum að styðja við bakið á hinum veika. Frumvarpið lagði Hanna Katrín fram í haust ásamt öðrum þingmönnum Viðreisnar auk þingmanna úr Pírötum og Miðflokki. Þegar hún hefur mælt fyrir frumvarpinu á Alþingi fer það til nánari meðferðar í velferðarnefnd.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira