Fullt út úr dyrum á „yndislegu“ Þorrablóti Miðflokksins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. febrúar 2019 17:45 Þorsteinn Sæmundsson fór á kostum sem veislustjóri að sögn Sigurðar Þ. Ragnarssonar sem var með flott útsýni á fremsta bekk. Snorri Þorvaldsson Miðflokkskarlar og -konur skemmtu sér konunglega á árlegu þorrablót flokksins sem fram fór í sal Blaðamannafélagsins við Síðumúla í gærkvöldi. Miðflokksfólk blótaði annað árið í röð en í fyrra var Fjörukráin vettvangurinn. Fullt var út úr dyrum og komust færri að en vildu. Var biðlisti eftir sætum á blótið og setið við enda borða svo koma mætti sem flestum fyrir. Lykilmaður í flokknum lýsir samkomuninni sem yndislegri. Veislustjóri á samkomunni var þingmaðurinn Þorsteinn Sæmundsson en fleiri tóku til máls. Þeirra á meðal formaður flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem mættur var ásamt eiginkonu sinni Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur. Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, Jón Pétursson, lét sig ekki vanta.Veggirnir í sal Blaðamannafélagsins eru skreyttir með hinum ýmsu fréttamyndum. Þar á meðal þessi af Sigmundi Davíð á Bessastöðum sem Vigdís Hauksdóttir virti fyrir sér.Snorri ÞorvaldssonSigmundur Davíð brá á leik í ræðu sinni á blótinu. Mætti hann með útprentuð blöð límd saman þar sem var að finna slóðir á allar fréttir sem skrifaðar hafa verið af Klaustursmálinu svonefnda. Þá kom hann inn á þá staðreynd að ýmsir héldu því fram að hann væri geðveikur. Svo margir að hann væri tilbúinn að leggjast inn á geðdeild Landspítalans svo framarlega sem spítalinn væri á Vífilsstöðum eða Keldnaholti.Þannig gæti hann slegið tvær flugur í einu höggi og hugsanlegt að fólk rjúki til og byggi Landspítala á þeim stöðum - í þeim tilgangi að koma honum á geðdeild. Er óhætt að segja að gestir hafi skemmt sér yfir gríni Sigmundar sem líst ekkert á að Nýr Landspítali rísi við Hringbraut.Sigmundur Davíð með 26 metra af A4 blöðum með linkum á fréttir af Klaustursmálinu. Það var viðeigandi að blótið fór fram í sal Blaðamannafélagsins.Snorri ÞorvaldssonÞingmaðurinn Gunnar Bragi Sveinsson mætti með unnustu sína Sunnu Gunnars Marteinsdóttur upp á arminn. Borgarfulltrúinn Vigdís Hauksdóttir lék við hvurn sinn fingur og náði þessari mynd af sér og vinkonum sínum, „skyttunum“ eins og Vigdís kemst að orði. Er vel er að gáð má sjá skugga Davíðs Oddssonar á myndinni fyrir aftan þær. Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, oft nefndur Siggi stormur, fékk sæti á fremsta bekk. Sigurður leiddi lista flokksins í Hafnarfirði í kosningunum í fyrra og var að sjálfsögðu með Hólmfríði Þórisdóttur eiginkonu sinni. „Yndisleg skemmtun í alla staði. Ræða formanns afar góð, veislustjóri Þorsteinn Sæmundsson stóð sig frábærlega,“ sagði Siggi stormur. Birgir Þórarinsson þingmaður var sömuleiðis mættur eins og Jón Hjaltalín Magnússon, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og formaður Handknattleikssambands Íslands. Þá var þingmaðurinn Bergþór Ólason líka á svæðinu.Það var glatt á hjalla á þorrablótinu sem er eitt fjölmargra sem fram fara þennan þorrann um allt land.Snorri ÞorvaldssonAlmennur þorramatur var í boði en eins og tíðkast á þorrablótum á höfuðborgarsvæðinu var einnig í boði annar hátíðarmatur, lambapottréttur með hrísgrjónum í tilfelli Miðflokksfólksins.Snorri Þorvaldsson birti þessar fínu myndir frá samkomunni á Facebook-síðu sinni. Þorrablót Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Miðflokkskarlar og -konur skemmtu sér konunglega á árlegu þorrablót flokksins sem fram fór í sal Blaðamannafélagsins við Síðumúla í gærkvöldi. Miðflokksfólk blótaði annað árið í röð en í fyrra var Fjörukráin vettvangurinn. Fullt var út úr dyrum og komust færri að en vildu. Var biðlisti eftir sætum á blótið og setið við enda borða svo koma mætti sem flestum fyrir. Lykilmaður í flokknum lýsir samkomuninni sem yndislegri. Veislustjóri á samkomunni var þingmaðurinn Þorsteinn Sæmundsson en fleiri tóku til máls. Þeirra á meðal formaður flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem mættur var ásamt eiginkonu sinni Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur. Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, Jón Pétursson, lét sig ekki vanta.Veggirnir í sal Blaðamannafélagsins eru skreyttir með hinum ýmsu fréttamyndum. Þar á meðal þessi af Sigmundi Davíð á Bessastöðum sem Vigdís Hauksdóttir virti fyrir sér.Snorri ÞorvaldssonSigmundur Davíð brá á leik í ræðu sinni á blótinu. Mætti hann með útprentuð blöð límd saman þar sem var að finna slóðir á allar fréttir sem skrifaðar hafa verið af Klaustursmálinu svonefnda. Þá kom hann inn á þá staðreynd að ýmsir héldu því fram að hann væri geðveikur. Svo margir að hann væri tilbúinn að leggjast inn á geðdeild Landspítalans svo framarlega sem spítalinn væri á Vífilsstöðum eða Keldnaholti.Þannig gæti hann slegið tvær flugur í einu höggi og hugsanlegt að fólk rjúki til og byggi Landspítala á þeim stöðum - í þeim tilgangi að koma honum á geðdeild. Er óhætt að segja að gestir hafi skemmt sér yfir gríni Sigmundar sem líst ekkert á að Nýr Landspítali rísi við Hringbraut.Sigmundur Davíð með 26 metra af A4 blöðum með linkum á fréttir af Klaustursmálinu. Það var viðeigandi að blótið fór fram í sal Blaðamannafélagsins.Snorri ÞorvaldssonÞingmaðurinn Gunnar Bragi Sveinsson mætti með unnustu sína Sunnu Gunnars Marteinsdóttur upp á arminn. Borgarfulltrúinn Vigdís Hauksdóttir lék við hvurn sinn fingur og náði þessari mynd af sér og vinkonum sínum, „skyttunum“ eins og Vigdís kemst að orði. Er vel er að gáð má sjá skugga Davíðs Oddssonar á myndinni fyrir aftan þær. Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, oft nefndur Siggi stormur, fékk sæti á fremsta bekk. Sigurður leiddi lista flokksins í Hafnarfirði í kosningunum í fyrra og var að sjálfsögðu með Hólmfríði Þórisdóttur eiginkonu sinni. „Yndisleg skemmtun í alla staði. Ræða formanns afar góð, veislustjóri Þorsteinn Sæmundsson stóð sig frábærlega,“ sagði Siggi stormur. Birgir Þórarinsson þingmaður var sömuleiðis mættur eins og Jón Hjaltalín Magnússon, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og formaður Handknattleikssambands Íslands. Þá var þingmaðurinn Bergþór Ólason líka á svæðinu.Það var glatt á hjalla á þorrablótinu sem er eitt fjölmargra sem fram fara þennan þorrann um allt land.Snorri ÞorvaldssonAlmennur þorramatur var í boði en eins og tíðkast á þorrablótum á höfuðborgarsvæðinu var einnig í boði annar hátíðarmatur, lambapottréttur með hrísgrjónum í tilfelli Miðflokksfólksins.Snorri Þorvaldsson birti þessar fínu myndir frá samkomunni á Facebook-síðu sinni.
Þorrablót Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira