Maduro leggur til nýjar kosningar í skugga mótmæla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2019 23:30 Maduro á afmælishátíðinni í dag. AP/Ariana Cubillos Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í ræðu á minningarhátið um Hugo Chavez, forvera Maduro, að haldnar yrðu nýjar kosningar í ríkinu. Tugþúsundir mótmælenda mótmæltu áframhaldandi setu Maduro á forsetastól í Caracas, höfuðborg Venesúela, í dag. Reuters greinir frá.Tuttugu ár eru liðin frá því að Chavez tók við völdum í Venesúela og í höfuðborginni var haldin minningarathöfn til þess að minnast tímamótanna, á sama tíma og tugþúsundir stuðningsmanna Juan Guaidó, sem gerir tilkall til forsetaembættisins, komu saman til mótmæla.„Viljið þið kosningar? Þið viljið flýta kosningunum? Við ætlum að halda þingkosningar,“ sagði Maduro í ræðunni. Sagði hann einnig að stjórnlagaþingið, þingið sem Maduro skipaði eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2017, myndi ræða tillöguna um að flýta þingkosningum sem halda á næst árið 2020.Maduro sór embættiseið sem forseti byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram. Skömmu síðar lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela.Evrópuríki hafa setið á sér að viðurkenna Guaidó sem forseta. Þau hafa mörg gefið Maduro frest til morgundagsins til að tilkynna um nýjar kosningar áður en þau feta í fótspor Bandaríkjanna og fleiri ríkja. Óvíst er hvaða áhrif nýjasta útspil Maduro muni hafa áhrif á þessa kröfu Evrópuríkja.Háttsettur herforingi í flugher Venesúela hefur lýst yfir stuðningi við Guaidó. Herinn er eitt helsta valdatól Maduro. Lék herinn lykilhlutverk í að halda Maduro í embætti í fjölmennum mótmælum árið 2014 og 2017, með því að handtaka og kveða niður mótmælendur. Venesúela Tengdar fréttir Herinn sagður vera að snúast á sveif með Guaido Háttsettur herforingi í flugher Venesúela hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaido, sem lýsti sig sjálfan forseta á dögunum. Herforinginn segir að 90 prósent af her landsins séu orðinn mótfallinn Nicolas Maduro, sitjandi forseta. 2. febrúar 2019 18:00 Á leynifundum með hernum í Venesúela Juan Guaido leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hefur haldið leynifundi með yfirmönnum hersins í landinu til að reyna að fá herinn á sitt band, en spennan magnast nú ört í landinu. 31. janúar 2019 07:27 Undirbúa stór mótmæli gegn Maduro í dag Mörg Evrópuríki hafa gefið Nicolás Maduro frest til morguns til að tilkynna um nýjar kosningar áður en þau viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem forseta. 2. febrúar 2019 11:35 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í ræðu á minningarhátið um Hugo Chavez, forvera Maduro, að haldnar yrðu nýjar kosningar í ríkinu. Tugþúsundir mótmælenda mótmæltu áframhaldandi setu Maduro á forsetastól í Caracas, höfuðborg Venesúela, í dag. Reuters greinir frá.Tuttugu ár eru liðin frá því að Chavez tók við völdum í Venesúela og í höfuðborginni var haldin minningarathöfn til þess að minnast tímamótanna, á sama tíma og tugþúsundir stuðningsmanna Juan Guaidó, sem gerir tilkall til forsetaembættisins, komu saman til mótmæla.„Viljið þið kosningar? Þið viljið flýta kosningunum? Við ætlum að halda þingkosningar,“ sagði Maduro í ræðunni. Sagði hann einnig að stjórnlagaþingið, þingið sem Maduro skipaði eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2017, myndi ræða tillöguna um að flýta þingkosningum sem halda á næst árið 2020.Maduro sór embættiseið sem forseti byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram. Skömmu síðar lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela.Evrópuríki hafa setið á sér að viðurkenna Guaidó sem forseta. Þau hafa mörg gefið Maduro frest til morgundagsins til að tilkynna um nýjar kosningar áður en þau feta í fótspor Bandaríkjanna og fleiri ríkja. Óvíst er hvaða áhrif nýjasta útspil Maduro muni hafa áhrif á þessa kröfu Evrópuríkja.Háttsettur herforingi í flugher Venesúela hefur lýst yfir stuðningi við Guaidó. Herinn er eitt helsta valdatól Maduro. Lék herinn lykilhlutverk í að halda Maduro í embætti í fjölmennum mótmælum árið 2014 og 2017, með því að handtaka og kveða niður mótmælendur.
Venesúela Tengdar fréttir Herinn sagður vera að snúast á sveif með Guaido Háttsettur herforingi í flugher Venesúela hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaido, sem lýsti sig sjálfan forseta á dögunum. Herforinginn segir að 90 prósent af her landsins séu orðinn mótfallinn Nicolas Maduro, sitjandi forseta. 2. febrúar 2019 18:00 Á leynifundum með hernum í Venesúela Juan Guaido leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hefur haldið leynifundi með yfirmönnum hersins í landinu til að reyna að fá herinn á sitt band, en spennan magnast nú ört í landinu. 31. janúar 2019 07:27 Undirbúa stór mótmæli gegn Maduro í dag Mörg Evrópuríki hafa gefið Nicolás Maduro frest til morguns til að tilkynna um nýjar kosningar áður en þau viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem forseta. 2. febrúar 2019 11:35 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Herinn sagður vera að snúast á sveif með Guaido Háttsettur herforingi í flugher Venesúela hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaido, sem lýsti sig sjálfan forseta á dögunum. Herforinginn segir að 90 prósent af her landsins séu orðinn mótfallinn Nicolas Maduro, sitjandi forseta. 2. febrúar 2019 18:00
Á leynifundum með hernum í Venesúela Juan Guaido leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hefur haldið leynifundi með yfirmönnum hersins í landinu til að reyna að fá herinn á sitt band, en spennan magnast nú ört í landinu. 31. janúar 2019 07:27
Undirbúa stór mótmæli gegn Maduro í dag Mörg Evrópuríki hafa gefið Nicolás Maduro frest til morguns til að tilkynna um nýjar kosningar áður en þau viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem forseta. 2. febrúar 2019 11:35