Umdeild þingkona demókrata lýsir loks formlega yfir framboði Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2019 08:50 Gabbard við ríkisfána Havaí á kosningafundi þar sem hún lýsti formlega yfir framboði í gær. AP/Marco Garcia Tulsi Gabbard, þingkona demókrata frá Havaí, lýsti formlega yfir framboði sínu í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári í gær. Samband hennar við flokksins hefur verið stirt á köflum en skoðanir hennar í sumum málaflokkum, þar á meðal málefnum samkynhneigðra, hafa verið mun íhaldssamari en gengur og gerist í Demókrataflokknum. Upphaflega lýsti Gabbard því yfir hún ætlaði að gefa kost á sér í forvalinu 12. janúar og boðaði formlega tilkynningu í vikunni á eftir. Ekkert bólaði þó á henni fyrr en í gær þegar Gabbard hóf kosningabaráttu sína formlega á Havaí. Gabbard hefur verið fulltrúadeildarþingmaður Havaí frá 2013 og var fyrsti hindúinn til að ná kjöri til Bandaríkjaþings. Hún er 37 ára gömul og fyrrverandi hermaður. Í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2016 studdi hún Bernie Sanders, öldungadeildarþingmann frá Vermont. Á fundi með stuðningsmönnum í gær sagðist Gabbard bjóða sig fram gegn „voldugum stjórnmálamönnum sem þjóna sjálfum sér og gráðugum fyrirtækjum“. Hét hún því að færa forsetaembættinu aftur „reisn, heiður og virðingu“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þó að Gabbard teljist tiltölulega frjálslynd hafa skoðanir hennar ekki alltaf rímað vel við almenna stemmingu í Demókrataflokknum. Þannig var hún andsnúin hjónaböndum samkynhneigðra og baðst nýlega afsökunar á því. Hún hlaut einnig mikla gagnrýni flokksystkina sinna þegar hún fundaði með Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í janúar árið 2017. Gabbard er andsnúin íhlutun Bandaríkjanna í Sýrlandi og er andvíg því að Assad verði komið frá völdum. Ummæli hennar þar sem hún efaðist um að ríkisstjórn Assad hefði staðið að efnavopnaárás sem varð tugum manna að bana í Sýrlandi vöktu einnig reiði. Howard Dean, fyrrverandi frambjóðandi í forvali demókrata, sagði afstöðu Gabbard „skammarlega“ og að hún væri ekki hæf til að sitja á þingi. Forval demókrata fer formlega af stað í febrúar á næsta ári. Keppt er um fulltrúa í hverju ríki fyrir landsþing flokksins þá um sumarið. Sá sem hlýtur flesta fulltrúa á þinginu verður forsetaframbjóðandi flokksins, að öllum líkindum gegn Donald Trump forseta. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45 Gabbard gagnrýnd fyrir að hafa barist gegn samkynja hjónaböndum Þingmaðurinn og Demókratinn Tulsi Gabbard hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir fyrri afstöðu sína gegn samkynja hjónaböndum og réttindum hinsegin fólks. 15. janúar 2019 21:52 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Tulsi Gabbard, þingkona demókrata frá Havaí, lýsti formlega yfir framboði sínu í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári í gær. Samband hennar við flokksins hefur verið stirt á köflum en skoðanir hennar í sumum málaflokkum, þar á meðal málefnum samkynhneigðra, hafa verið mun íhaldssamari en gengur og gerist í Demókrataflokknum. Upphaflega lýsti Gabbard því yfir hún ætlaði að gefa kost á sér í forvalinu 12. janúar og boðaði formlega tilkynningu í vikunni á eftir. Ekkert bólaði þó á henni fyrr en í gær þegar Gabbard hóf kosningabaráttu sína formlega á Havaí. Gabbard hefur verið fulltrúadeildarþingmaður Havaí frá 2013 og var fyrsti hindúinn til að ná kjöri til Bandaríkjaþings. Hún er 37 ára gömul og fyrrverandi hermaður. Í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2016 studdi hún Bernie Sanders, öldungadeildarþingmann frá Vermont. Á fundi með stuðningsmönnum í gær sagðist Gabbard bjóða sig fram gegn „voldugum stjórnmálamönnum sem þjóna sjálfum sér og gráðugum fyrirtækjum“. Hét hún því að færa forsetaembættinu aftur „reisn, heiður og virðingu“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þó að Gabbard teljist tiltölulega frjálslynd hafa skoðanir hennar ekki alltaf rímað vel við almenna stemmingu í Demókrataflokknum. Þannig var hún andsnúin hjónaböndum samkynhneigðra og baðst nýlega afsökunar á því. Hún hlaut einnig mikla gagnrýni flokksystkina sinna þegar hún fundaði með Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í janúar árið 2017. Gabbard er andsnúin íhlutun Bandaríkjanna í Sýrlandi og er andvíg því að Assad verði komið frá völdum. Ummæli hennar þar sem hún efaðist um að ríkisstjórn Assad hefði staðið að efnavopnaárás sem varð tugum manna að bana í Sýrlandi vöktu einnig reiði. Howard Dean, fyrrverandi frambjóðandi í forvali demókrata, sagði afstöðu Gabbard „skammarlega“ og að hún væri ekki hæf til að sitja á þingi. Forval demókrata fer formlega af stað í febrúar á næsta ári. Keppt er um fulltrúa í hverju ríki fyrir landsþing flokksins þá um sumarið. Sá sem hlýtur flesta fulltrúa á þinginu verður forsetaframbjóðandi flokksins, að öllum líkindum gegn Donald Trump forseta.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45 Gabbard gagnrýnd fyrir að hafa barist gegn samkynja hjónaböndum Þingmaðurinn og Demókratinn Tulsi Gabbard hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir fyrri afstöðu sína gegn samkynja hjónaböndum og réttindum hinsegin fólks. 15. janúar 2019 21:52 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45
Gabbard gagnrýnd fyrir að hafa barist gegn samkynja hjónaböndum Þingmaðurinn og Demókratinn Tulsi Gabbard hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir fyrri afstöðu sína gegn samkynja hjónaböndum og réttindum hinsegin fólks. 15. janúar 2019 21:52