Landeigendur ekki fyrirstaða heldur verkhönnun við breikkun Vesturlandsvegar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. febrúar 2019 12:01 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Brink Framkvæmdum á Vesturlandsvegi seinkar um nokkra mánuði vegna þess að verkhönnun Vegagerðarinnar liggur ekki fyrir að sögn nefndarmanns í umhverfis- og samgöngunefnd. Eftir það semji Vegagerðin við landeigendur á svæðinu um bætur ef breikkun vegarins nái inná þeirra land. Verklokum eigi ekki að seinka. Við sögðum frá því í gær að landeigendur á Kjalarnesi eru undrandi yfir því að umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis hafi gefið út að rekja megi frestun á breikkun Vesturlandsvegar til þess að ekki hafi náðst samningar við þá. Þeir hafi þvert á móti lýst yfir ánægju með áformin. En í tillögu nefndarinnar kemur fram að eins milljarðs króna fjárveiting sem ætluð var til verksins næstu tvö ár verði skorin niður í 400 milljónir króna. Ástæðan er sögð tafir við verkhönnun og að samningar hafi ekki náðst við landeigendur. Vilhjálmur Árnason sem situr í umhverfis-og samgöngunefnd segir að málið snúist fyrst og fremst um seinkun á verkhönnun vegarins svo hægt sé að gefa út framkvæmdaleyfi. Þegar Vegagerðin hafi lokið því þá fari af stað samningaviðræður við landeigendur á svæðinu. „Ég held að það sé ekki fyrirstaða landeiganda heldur það liggur ekki fyrir hvað þarf að vera inní samningunum því verkhönnun vegarins er ekki lokið hjá Vegagerðinni og framkvæmdarleyfi liggur því ekki fyrir,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að eftir að verkhönnun sé lokið verði samið um bætur við landeigendur á svæðinu en hefur ekki upplýsingar um hversu háar þær verða. Þetta eigi þó ekki að þýða að fresta þurfi verklokum. Aðspurður um hvers vegna verkhönnun hafi ekki verið lokið fyrr þar sem fyrir lá að breikka átti Vesturlandsveg segir Vilhjálmur. „Einhvern veginn hefur kannski hefur kannski eitthvað komið uppá en Vegagerðin verður að svara fyrir það. En það er ekkert svo langt síðan Samgönguáætlun var lögð fram, það var síðasta haust,“ segir hann. Fjáveiting sem fara átti í Vesturlandsveg var að hluta til flutt til Grindarvíkurvegar. Vilhjálmur segir að verkhönnun hafi verði komnar lengra þar og framkvæmdir hafi verið hafnar. Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri Borgarbyggðar gerir alvarlegar athugasemdir við að teknar hafi verið ákvarðanir um að flytja fjármagn frá fyrirhugaðri uppbyggingu vegarins á Kjalarnesi til annarra verkefna. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í morgun kemur fram að slík ákvörðun þýði mikla og óásættanlega seinkun á nauðsynlegum samgöngubótum. Borgarstjórn Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Framkvæmdum á Vesturlandsvegi seinkar um nokkra mánuði vegna þess að verkhönnun Vegagerðarinnar liggur ekki fyrir að sögn nefndarmanns í umhverfis- og samgöngunefnd. Eftir það semji Vegagerðin við landeigendur á svæðinu um bætur ef breikkun vegarins nái inná þeirra land. Verklokum eigi ekki að seinka. Við sögðum frá því í gær að landeigendur á Kjalarnesi eru undrandi yfir því að umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis hafi gefið út að rekja megi frestun á breikkun Vesturlandsvegar til þess að ekki hafi náðst samningar við þá. Þeir hafi þvert á móti lýst yfir ánægju með áformin. En í tillögu nefndarinnar kemur fram að eins milljarðs króna fjárveiting sem ætluð var til verksins næstu tvö ár verði skorin niður í 400 milljónir króna. Ástæðan er sögð tafir við verkhönnun og að samningar hafi ekki náðst við landeigendur. Vilhjálmur Árnason sem situr í umhverfis-og samgöngunefnd segir að málið snúist fyrst og fremst um seinkun á verkhönnun vegarins svo hægt sé að gefa út framkvæmdaleyfi. Þegar Vegagerðin hafi lokið því þá fari af stað samningaviðræður við landeigendur á svæðinu. „Ég held að það sé ekki fyrirstaða landeiganda heldur það liggur ekki fyrir hvað þarf að vera inní samningunum því verkhönnun vegarins er ekki lokið hjá Vegagerðinni og framkvæmdarleyfi liggur því ekki fyrir,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að eftir að verkhönnun sé lokið verði samið um bætur við landeigendur á svæðinu en hefur ekki upplýsingar um hversu háar þær verða. Þetta eigi þó ekki að þýða að fresta þurfi verklokum. Aðspurður um hvers vegna verkhönnun hafi ekki verið lokið fyrr þar sem fyrir lá að breikka átti Vesturlandsveg segir Vilhjálmur. „Einhvern veginn hefur kannski hefur kannski eitthvað komið uppá en Vegagerðin verður að svara fyrir það. En það er ekkert svo langt síðan Samgönguáætlun var lögð fram, það var síðasta haust,“ segir hann. Fjáveiting sem fara átti í Vesturlandsveg var að hluta til flutt til Grindarvíkurvegar. Vilhjálmur segir að verkhönnun hafi verði komnar lengra þar og framkvæmdir hafi verið hafnar. Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri Borgarbyggðar gerir alvarlegar athugasemdir við að teknar hafi verið ákvarðanir um að flytja fjármagn frá fyrirhugaðri uppbyggingu vegarins á Kjalarnesi til annarra verkefna. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í morgun kemur fram að slík ákvörðun þýði mikla og óásættanlega seinkun á nauðsynlegum samgöngubótum.
Borgarstjórn Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Sjá meira