Tvær drottningar unnu lúxus Íslandsferð Björk Eiðsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Ru Paul hér ásamt þeim Bjarna Óskarssyni og dragdrottningunni Gógó Starr. Frægasta dragdrottning heims gaf um helgina ferð til Íslands í þættinum RuPaul’s Drag Race All Stars 4 en það voru fyrirtækin Pink Iceland, WOW air, Hilton Canopy Reykjavik, Drag-Súgur og Omnom Chocolate sem tóku höndum saman ásamt ljósmyndaranum Kristínu Maríu, til að gefa einn stærsta vinning sem gefinn hefur verið í þáttaröðinni. Eins var þetta í fyrsta sinn sem RuPaul’s Drag Race gaf vinninga til áfangastaðar utan Bandaríkjanna.Detox, ein frægasta dragdrottningin úr Drag Race-þáttunum, ásamt forsprökkum íslenska fyrirtækisins Pink Iceland.RuPaul’s Drag-Race er bandarískur raunveruleikaþáttur þar sem frægasta dragdrottning heims, Ru Paul, leitar að næstu drag-súperstjörnu Bandaríkjanna. Ru Paul komst í sviðsljósið á níunda áratugnum meðal annars fyrir að dansa í myndbandinu við lagið Love Shack með hljómsveitinni The B-52’s og varð fljótt frægur fyrir að leika sér með kyntjáningu sína á næturklúbbum New York. Þátturinn hefur unnið Emmy-verðlaun síðustu þrjú ár og Ru Paul hefur komist á lista hjá Time yfir 100 áhrifamestu manneskjur í heimi. All Stars-þáttaraðirnar eru frábrugðnar hefðbundnum RuPaul’s Drag Race þáttaröðum að því leyti að dragdrottningar sem vakið hafa athygli í fyrri þáttaröðum fá tækifæri til að snúa aftur og keppa sín á milli. Það þýðir að þátttakendur í All Stars 4 eru nú þegar þekktir, með virkan og risastóran hóp aðdáenda og fylgjenda. Dragdrottningarnar sem unnu ferðavinninginn um helgina, þær Monét X Change og Naomi Smalls, eru því nú þegar mjög þekktar og vonast fyrirtækin sem að vinningnum stóðu til þess að þannig muni ferðin hafa mikið landkynningargildi. Ásamt gistingu, mat, flugi og sérferðum fá drottningarnar einnig dragsýningu, súkkulaðiupplifun, heilan ljósmyndadag með Kristínu Maríu Stefánsdóttur og partí með heimafólki. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stjana við frægustu dragdrottningar heims hér á landi RuPaul's Drag Race er raunveruleikakeppnisþáttur þar sem leitað er að næstu drag súperstjörnu Ameríku. 31. janúar 2019 12:30 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira
Frægasta dragdrottning heims gaf um helgina ferð til Íslands í þættinum RuPaul’s Drag Race All Stars 4 en það voru fyrirtækin Pink Iceland, WOW air, Hilton Canopy Reykjavik, Drag-Súgur og Omnom Chocolate sem tóku höndum saman ásamt ljósmyndaranum Kristínu Maríu, til að gefa einn stærsta vinning sem gefinn hefur verið í þáttaröðinni. Eins var þetta í fyrsta sinn sem RuPaul’s Drag Race gaf vinninga til áfangastaðar utan Bandaríkjanna.Detox, ein frægasta dragdrottningin úr Drag Race-þáttunum, ásamt forsprökkum íslenska fyrirtækisins Pink Iceland.RuPaul’s Drag-Race er bandarískur raunveruleikaþáttur þar sem frægasta dragdrottning heims, Ru Paul, leitar að næstu drag-súperstjörnu Bandaríkjanna. Ru Paul komst í sviðsljósið á níunda áratugnum meðal annars fyrir að dansa í myndbandinu við lagið Love Shack með hljómsveitinni The B-52’s og varð fljótt frægur fyrir að leika sér með kyntjáningu sína á næturklúbbum New York. Þátturinn hefur unnið Emmy-verðlaun síðustu þrjú ár og Ru Paul hefur komist á lista hjá Time yfir 100 áhrifamestu manneskjur í heimi. All Stars-þáttaraðirnar eru frábrugðnar hefðbundnum RuPaul’s Drag Race þáttaröðum að því leyti að dragdrottningar sem vakið hafa athygli í fyrri þáttaröðum fá tækifæri til að snúa aftur og keppa sín á milli. Það þýðir að þátttakendur í All Stars 4 eru nú þegar þekktir, með virkan og risastóran hóp aðdáenda og fylgjenda. Dragdrottningarnar sem unnu ferðavinninginn um helgina, þær Monét X Change og Naomi Smalls, eru því nú þegar mjög þekktar og vonast fyrirtækin sem að vinningnum stóðu til þess að þannig muni ferðin hafa mikið landkynningargildi. Ásamt gistingu, mat, flugi og sérferðum fá drottningarnar einnig dragsýningu, súkkulaðiupplifun, heilan ljósmyndadag með Kristínu Maríu Stefánsdóttur og partí með heimafólki.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stjana við frægustu dragdrottningar heims hér á landi RuPaul's Drag Race er raunveruleikakeppnisþáttur þar sem leitað er að næstu drag súperstjörnu Ameríku. 31. janúar 2019 12:30 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira
Stjana við frægustu dragdrottningar heims hér á landi RuPaul's Drag Race er raunveruleikakeppnisþáttur þar sem leitað er að næstu drag súperstjörnu Ameríku. 31. janúar 2019 12:30