Boston stoppaði sigurgöngu Oklahoma Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 07:30 Kyrie Irving í leiknum í nótt vísir/getty Kyrie Irving fór fyrir liði Boston Celtics sem marði sigur á Oklahoma City Thunder í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt. Irving skoraði 30 stig og bætti 11 stoðsendingum við í 134-129 sigri Celtics sem lauk þar með sjö leikja sigurgöngu Thunder. Boston er í staðinn komið á smá sigurgöngu, þetta var fjórði sigurinn í röð og sá níundi í síðustu tíu leikjum. Eina tapið kom gegn meisturunum í Golden State. Paul George setti 37 stig fyrir Oklahoma er gestirnir reyndu hvað þeir gátu eftir að hafa verið undir nær allan leikinn. Russell Westbrook minnkaði muninn niður í tvö stig af vítalínunni þegar 45 sekúndur voru eftir af leiknum en nær komust gestirnir ekki. Celtics situr nú í þriðja sæti austurdeildarinnar með 34 sigra, fjórum sigrum á eftir Milwaukee Bucks og Toronto Raptors.@KyrieIrving scores 30 PTS (14-19 FGM) and drops 11 dimes, lifting the @celtics over OKC for their 4th straight win! #CUsRisepic.twitter.com/6rnB4JXcSW — NBA (@NBA) February 3, 2019 Toronto tók á móti LA Clippers og vann nokkuð þægilegan sigur. Fyrir leikinn kvartaði þjálfari Clippers Doc Rivers yfir því hvað hans lið fékk lítinn hvíldartíma inn á milli leikja, en þeir spiluðu í Detroit aðeins sólarhring áður. Toronto leiddi með yfir tíu stigum allan seinni hálfleikinn svo Rivers henti handklæðinu inn snemma og fór að hvíla menn. „Ég hélt þetta gæti orðið seinni hálfleiks leikur fyrir okkur, ef við næðum að halda í við þá og mögulega stela leiknum í seinni hálfleik, en við áttum bara enga orku eftir. Þess vegna fór ég að hvíla menn,“ sagði Rivers. Kawhi Leonard skoraði 18 stig og Serge Ibaka 16 í 121-103 sigrinum sem var 10 sigurinn í síðustu 11 heimaleikjum Toronto.@kawhileonard (18 PTS), @sergeibaka (16 PTS, 12 REB), & @pskills43 (15 PTS) guide the @Raptors to victory at home! #WeTheNorthpic.twitter.com/05VvhmHJU7 — NBA (@NBA) February 3, 2019 Í New York töpuðu heimamenn í Knicks fyrir Memphis Grizzlies 84-96. Mike Conley setti 25 stig fyrir Grizzlies og Gasol 24 í fyrsta útisigri Grizzlies eftir níu töp í röð að heiman. Vörn Grizzlies spilaði virkilega vel og hélt New York í 22 stigum eða minna í hverjum leikhluta sem skilaði þeim sigrinum..@mconley11 (25 PTS, 8 REB, 7 AST) and @MarcGasol (24 PTS, 9 REB, 5 AST) combine for 49 points in the @memgrizz road win! #GrindCitypic.twitter.com/LGC8kHYN7b — NBA (@NBA) February 3, 2019Úrslit næturinnar: New York Knicks - Memphis Grizzlies 84-96 Boston Celtics - Oklahoma City Thunder 134-129 Toronto Raptors - LA Clippers 121-103 NBA Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira
Kyrie Irving fór fyrir liði Boston Celtics sem marði sigur á Oklahoma City Thunder í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt. Irving skoraði 30 stig og bætti 11 stoðsendingum við í 134-129 sigri Celtics sem lauk þar með sjö leikja sigurgöngu Thunder. Boston er í staðinn komið á smá sigurgöngu, þetta var fjórði sigurinn í röð og sá níundi í síðustu tíu leikjum. Eina tapið kom gegn meisturunum í Golden State. Paul George setti 37 stig fyrir Oklahoma er gestirnir reyndu hvað þeir gátu eftir að hafa verið undir nær allan leikinn. Russell Westbrook minnkaði muninn niður í tvö stig af vítalínunni þegar 45 sekúndur voru eftir af leiknum en nær komust gestirnir ekki. Celtics situr nú í þriðja sæti austurdeildarinnar með 34 sigra, fjórum sigrum á eftir Milwaukee Bucks og Toronto Raptors.@KyrieIrving scores 30 PTS (14-19 FGM) and drops 11 dimes, lifting the @celtics over OKC for their 4th straight win! #CUsRisepic.twitter.com/6rnB4JXcSW — NBA (@NBA) February 3, 2019 Toronto tók á móti LA Clippers og vann nokkuð þægilegan sigur. Fyrir leikinn kvartaði þjálfari Clippers Doc Rivers yfir því hvað hans lið fékk lítinn hvíldartíma inn á milli leikja, en þeir spiluðu í Detroit aðeins sólarhring áður. Toronto leiddi með yfir tíu stigum allan seinni hálfleikinn svo Rivers henti handklæðinu inn snemma og fór að hvíla menn. „Ég hélt þetta gæti orðið seinni hálfleiks leikur fyrir okkur, ef við næðum að halda í við þá og mögulega stela leiknum í seinni hálfleik, en við áttum bara enga orku eftir. Þess vegna fór ég að hvíla menn,“ sagði Rivers. Kawhi Leonard skoraði 18 stig og Serge Ibaka 16 í 121-103 sigrinum sem var 10 sigurinn í síðustu 11 heimaleikjum Toronto.@kawhileonard (18 PTS), @sergeibaka (16 PTS, 12 REB), & @pskills43 (15 PTS) guide the @Raptors to victory at home! #WeTheNorthpic.twitter.com/05VvhmHJU7 — NBA (@NBA) February 3, 2019 Í New York töpuðu heimamenn í Knicks fyrir Memphis Grizzlies 84-96. Mike Conley setti 25 stig fyrir Grizzlies og Gasol 24 í fyrsta útisigri Grizzlies eftir níu töp í röð að heiman. Vörn Grizzlies spilaði virkilega vel og hélt New York í 22 stigum eða minna í hverjum leikhluta sem skilaði þeim sigrinum..@mconley11 (25 PTS, 8 REB, 7 AST) and @MarcGasol (24 PTS, 9 REB, 5 AST) combine for 49 points in the @memgrizz road win! #GrindCitypic.twitter.com/LGC8kHYN7b — NBA (@NBA) February 3, 2019Úrslit næturinnar: New York Knicks - Memphis Grizzlies 84-96 Boston Celtics - Oklahoma City Thunder 134-129 Toronto Raptors - LA Clippers 121-103
NBA Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira