Þessi Audi-bifreið fór ekki vel út úr árekstrinum.Vísir/Egill
Árekstur varð á gatnamótum Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar á tíunda tímanum í morgun. Tveir fólksbílar skullu saman. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði ekki heyrt af árekstrinum þegar haft var samband. Það bendir til þess að meiðsli hafi verið minniháttar eða engin.
Skyggni á höfuðborgarsvæðinu er afar lítið það sem af er degi.
Töluverð umferð var á þeim tíma sem áreksturinn varð.Vísir/Egill