Íbúar fórust þegar flugvél brotlenti á húsi í Kaliforníu Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 10:48 Húsið stóð í ljósum logum. Skjáskot/Twitter Fimm fórust þegar smáflugvél brotlenti á húsi í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum í gær. Flugmaðurinn og fjórir íbúar hússins, tveir karlar og tvær konur, létu lífið. Talið er að íbúar hússins hafi verið að halda Super Bowl-samkvæmi þegar slysið varð. Húsið er í bænum Yorba Linda í sunnanverðri Kaliforníu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru tveir fluttir slasaðir á sjúkrahús vegna slyssins. Flugvélin, sem er af gerðinni Cessna 414A, hafði verið skamman tíma í loftinu þegar hún hrapaði. Í myndbandi sem Twitter-notandinn Joshua Nelson birti í gær sést hvernig húsið stendur í ljósum logum. Þá sjást skelfingu lostnir nágrannar virða fyrir sér hamfarirnar en brak úr flugvélinni er á víð og dreif um götuna. A plane crashed in my neighborhood MInutes who #yorbalinda #planecrash #abcnews #cnnnews #news pic.twitter.com/ApabRhrWfB— Joshua Nelson (@JoshuaRNelson) February 3, 2019 Haft er eftir Pokey Sanchez slökkviliðsstjóra á svæðinu að ekki sé vitað hvort fleiri hafi farist í slysinu en rústir hússins verða kembdar í leit að fórnarlömbum. Þá hefur CBS-fréttastofan eftir vitnum að íbúar hússins hafi verið að halda Super Bowl-veislu þegar flugvélin brotlenti á húsinu um klukkan tvö eftir hádegi að staðartíma. Nágrannar hinna látnu lýsa hryllilegri aðkomunni í viðtölum við héraðsmiðla. Hér að neðan má sjá viðtal fréttakonunnar Jasmine Viel við Laurie Stockstill en sú síðarnefnda kom að slysinu í gær. Laurie Stockstill describes the noise and debris from fiery plane crash falling onto her home #yorbalinda #Planecrash @CBSNews @CBSLA @tarawallis pic.twitter.com/VVl42E7bFp— JASMINE VIEL (@jasmineviel) February 3, 2019 Bandaríkin Ofurskálin Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Fimm fórust þegar smáflugvél brotlenti á húsi í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum í gær. Flugmaðurinn og fjórir íbúar hússins, tveir karlar og tvær konur, létu lífið. Talið er að íbúar hússins hafi verið að halda Super Bowl-samkvæmi þegar slysið varð. Húsið er í bænum Yorba Linda í sunnanverðri Kaliforníu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru tveir fluttir slasaðir á sjúkrahús vegna slyssins. Flugvélin, sem er af gerðinni Cessna 414A, hafði verið skamman tíma í loftinu þegar hún hrapaði. Í myndbandi sem Twitter-notandinn Joshua Nelson birti í gær sést hvernig húsið stendur í ljósum logum. Þá sjást skelfingu lostnir nágrannar virða fyrir sér hamfarirnar en brak úr flugvélinni er á víð og dreif um götuna. A plane crashed in my neighborhood MInutes who #yorbalinda #planecrash #abcnews #cnnnews #news pic.twitter.com/ApabRhrWfB— Joshua Nelson (@JoshuaRNelson) February 3, 2019 Haft er eftir Pokey Sanchez slökkviliðsstjóra á svæðinu að ekki sé vitað hvort fleiri hafi farist í slysinu en rústir hússins verða kembdar í leit að fórnarlömbum. Þá hefur CBS-fréttastofan eftir vitnum að íbúar hússins hafi verið að halda Super Bowl-veislu þegar flugvélin brotlenti á húsinu um klukkan tvö eftir hádegi að staðartíma. Nágrannar hinna látnu lýsa hryllilegri aðkomunni í viðtölum við héraðsmiðla. Hér að neðan má sjá viðtal fréttakonunnar Jasmine Viel við Laurie Stockstill en sú síðarnefnda kom að slysinu í gær. Laurie Stockstill describes the noise and debris from fiery plane crash falling onto her home #yorbalinda #Planecrash @CBSNews @CBSLA @tarawallis pic.twitter.com/VVl42E7bFp— JASMINE VIEL (@jasmineviel) February 3, 2019
Bandaríkin Ofurskálin Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira