Segir að betra hefði verið að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um umsóknina að ESB Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 15:44 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var spurð út í ESB á þingi í dag. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það hafi ekki verið rétt ákvörðun af hálfu ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar árið 2009 að halda ekki þjóðaratkvæðagreiðslu áður en sótt var um aðild að Evrópusambandinu og fá þannig fram vilja þjóðarinnar til þess að sækja um. Þá segist hún telja að það væri óráð að ráðast aftur í slíka umsókn án þess að spyrja þjóðina álits fyrst. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Katrínu út í stöðu Íslands gagnvart ESB.Vill að Alþingi fagni því að umsóknin hafi verið dregin til baka Í máli Sigmundar Davíðs kom fram að síðar í vikunni hyggst hann leggja fram þingsályktunartillögu þar sem annars vegar verður lagt til að Alþingi fagni því að umsóknin um aðild að ESB hafi verið dregin til baka árið 2015, þegar Sigmundur var forsætisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hins vegar verður svo lagt til að Alþingi álykti um leið að ekki skuli sótt aftur um aðild án undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þjóðin sé spurð hver vilji hennar sé til slíkrar umsóknar. Spurði Sigmundur Katrínu hvort hún væri sammála þessu sem lagt væri til með þingsályktunartillögunni.Sparar sér fagnaðarlætin Í svari sínu rifjaði Katrín upp að þegar sótt var um aðild árið 2009 var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að ekki skyldi sækja um áður en farið hefði fram þjóðaratkvæðagreiðsla um málið. Tillagan var felld, meðal annars af Katrínu, sem í dag segir að það hafi ekki verið rétt ákvörðun. „Ég hef sagt það seinna meir að það hefði öllum verið til góða að samþykkja þá tillögu og ráðast í slíka þjóðaratkvæðagreiðslu áður en ákveðið var að sækja um aðild. Mín skoðun er sú að það hefði verið betra, að það hafi ekki verið rétt ákvörðun hjá okkur sem stóðum að því að fella þá tillögu að fella hana,“ sagði Katrín. Í síðara svari kvaðst hún ætla að spara sér fagnaðarlætin varðandi það þegar umsókn Íslands að ESB var dregin til baka árið 2015 og minnti á að þá hefði líka verið uppi krafa um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þá ákvörðun þáverandi ríkisstjórnar. Þá kvaðst Katrín ekki hafa breytt þeirri skoðun sinni að Ísland ætti ekki að sækja um aðild að ESB. Alþingi Evrópusambandið Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það hafi ekki verið rétt ákvörðun af hálfu ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar árið 2009 að halda ekki þjóðaratkvæðagreiðslu áður en sótt var um aðild að Evrópusambandinu og fá þannig fram vilja þjóðarinnar til þess að sækja um. Þá segist hún telja að það væri óráð að ráðast aftur í slíka umsókn án þess að spyrja þjóðina álits fyrst. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Katrínu út í stöðu Íslands gagnvart ESB.Vill að Alþingi fagni því að umsóknin hafi verið dregin til baka Í máli Sigmundar Davíðs kom fram að síðar í vikunni hyggst hann leggja fram þingsályktunartillögu þar sem annars vegar verður lagt til að Alþingi fagni því að umsóknin um aðild að ESB hafi verið dregin til baka árið 2015, þegar Sigmundur var forsætisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hins vegar verður svo lagt til að Alþingi álykti um leið að ekki skuli sótt aftur um aðild án undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þjóðin sé spurð hver vilji hennar sé til slíkrar umsóknar. Spurði Sigmundur Katrínu hvort hún væri sammála þessu sem lagt væri til með þingsályktunartillögunni.Sparar sér fagnaðarlætin Í svari sínu rifjaði Katrín upp að þegar sótt var um aðild árið 2009 var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að ekki skyldi sækja um áður en farið hefði fram þjóðaratkvæðagreiðsla um málið. Tillagan var felld, meðal annars af Katrínu, sem í dag segir að það hafi ekki verið rétt ákvörðun. „Ég hef sagt það seinna meir að það hefði öllum verið til góða að samþykkja þá tillögu og ráðast í slíka þjóðaratkvæðagreiðslu áður en ákveðið var að sækja um aðild. Mín skoðun er sú að það hefði verið betra, að það hafi ekki verið rétt ákvörðun hjá okkur sem stóðum að því að fella þá tillögu að fella hana,“ sagði Katrín. Í síðara svari kvaðst hún ætla að spara sér fagnaðarlætin varðandi það þegar umsókn Íslands að ESB var dregin til baka árið 2015 og minnti á að þá hefði líka verið uppi krafa um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þá ákvörðun þáverandi ríkisstjórnar. Þá kvaðst Katrín ekki hafa breytt þeirri skoðun sinni að Ísland ætti ekki að sækja um aðild að ESB.
Alþingi Evrópusambandið Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira