Íbúar í Árneshreppi héldu á föstudaginn stofnfund félags um verslun í hreppnum eftir að verslun lagðist þar af í haust. Íbúar hafa þurft að panta vörur og fá þær sendar með flugi síðan þá, þar sem ekki er mokað þar að mestu frá áramótum til 20. mars.
Í tilkynningu segir afar áríðandi að koma á verslun fyrir þá íbúa sem hafa vetursetu í Árneshreppi.
Þá segir að um fjórar milljónir króna hafi safnast í hlutafé og að hluthafar séu tæplega sjötíu talsins. Hundrað þúsund króna hámark var sett á hlutafjárkaup með því markmiði að tryggja dreifða eignaraðild.
Stofnfundurinn var haldinn í húsnæði verslunarinnar í Norðurfirði. Í tilkynningunni segir enn fremur að góð mæting hafi verið á fundinn og þar hafi ríkt bjartsýni.
Félagið fékk nafnið Verzlunarfjelag Árneshrepps og er stefnt að því að opna með takmarkaðan opnunartíma strax á vormánuðum og síðan með fullum opnunartíma í sumarbyrjun.
Verzlunarfjelag Árneshrepps stofnað af sveitungum

Tengdar fréttir

Annmarkar á framkvæmd kosninga í Árneshreppi en kæru um ógildingu hafnað
Dómsmálaráðuneytið hefur úrskurðað að umtalsverðir annmarkar hafi verið á undirbúningi og framkvæmd kosninga til sveitarstjórnar Árneshrepps í maí síðastliðinn. Enginn annmarkanna geti þó valdið ógildingu kosninganna.

Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna
"Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun.

Fólkið í Árneshreppi sagt með eindæmum þrjóskt og þrautseigt
Svartsýni ríkir í Árneshreppi um framtíð heilsársbúsetu en í fyrsta sinn í 89 ár er ekkert skólahald þar í vetur. Íbúarnir tóku sig þó til fyrir helgi og stofnuðu verslunarfélag.

Vilja ógilda úrslit kosninganna í Árneshreppi
Jónasi Guðmundssyni, sýslumanninum á Vestfjörðum, hefur borist kæra vegna gildis kjörskrár hreppsnefndarkosningum í Árneshreppi á Ströndum.