Páll Óskar biðst afsökunar á ummælum um gyðinga: „Gekk allt of langt í orðum mínum“ Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2019 21:23 Páll Óskar Hjálmtýsson sér eftir orðum sínum um gyðinga. Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla um gyðinga í Lestinni á Rás 1 í gær í umræðum um Eurovision sem haldið verður í Ísrael í maí næstkomandi. Páll segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kvöld að hann beri ábyrgð á þessum ummælum og taki orð sín um gyðinga til baka. Þau hafi verið röng og særandi.Sjá einnig: Páll Óskar og dagskrárstjóri RÚV tókust á um EurovisionUmmælin vöktu furðu og undrun margra en Páll segist ætla aldrei framar að hallmæla gyðingum hvar sem þeir búa í heiminum en tekur fram að ríkisstjórn Ísraels, Ísraelsher og stjórnarstefna þeirra fái aftur á móti engan afslátt. „Restin af ummælunum standa,“ segir Páll Óskar í yfirlýsingunni þar sem hann viðurkennir fúslega að hafa gengið of langt í orðum sínum með því að blanda saman ríkisstjórn Ísraels, Ísraelsher og gyðingum saman í einn graut. Hann hafi farið með áfellisdóma og alhæfingar um gyðinga sem hann sér eftir.Yfirlýsinguna í heild má lesa hér fyrir neðan:Ég ræddi sniðgöngu gegn Eurovision vegna stríðsglæpa Ísraelshers ásamt Skarphéðni Guðmundssyni, dagskrárstjóra RÚV í Lestinni á Rás 1 í gær. Ég viðurkenni fúslega að ég gekk allt of langt í orðum mínum, ég blandaði ríkisstjórn Ísrael, Ísraelsher og gyðingum saman í einn graut. Ég fór með áfellisdóma og alhæfingar um gyðinga.Orðrétt sagði ég í útvarpsþættinum: “Ástæðan fyrir því að restin af Evrópu þegir þunnu hljóði er sú að gyðingar eru búnir að sauma sig inn í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma. Það er alls ekki hip og kúl að vera „pro-Palestína“ í Bretlandi.“Og undir lok viðtalsins:“Tragedían er sú að gyðingar lærðu ekki neitt af Helförinni. Í staðinn umbreyttust þeir í nákvæma afsteypu af sínum ógeðslegasta óvini.”Ég tek fulla ábyrgð á þessum ummælum, tek þessi orð mín um gyðinga til baka, þau eru röng og særandi.Ég sýni ábyrgð mína í verki héðan í frá, og mun aldrei framar hallmæla gyðingum, hvar sem þeir búa í heiminum.Ríkisstjórn Ísraels, Ísraelsher og stjórnarstefna þeirra fær aftur á móti engan afslátt. Restin af ummælunum standa.Heimurinn hefur verið vitni að áratuga ofbeldi gegn Palestínumönnum og mörgum þótt hrikalegt að fólkið sem Helförin beindist gegn skuli ganga fram með þeim hætti sem Ísraelsher gerir.Eins og gefur að skilja hafa þessar alhæfingar mínar, að blanda saman gyðingum við stjórnarstefnu Zíonista, vakið hörð viðbrögð sem ég tek fúslega ábyrgð á.En eitt af kommentunum sem ég hef séð og er hjartanlega sammála eru eftirfarandi.„Mistökin sem Palli gerir hér er að tala um „gyðinga“ í staðinn fyrir „ríkisstjórn Ísrael“. Ríkisstjórn Ísrael er hópur stríðsglæpamanna sem halda heilli þjóð í gíslingu og reyna að þurrka hana út hægt og rólega, oft með aðferðafræði sem tekin er beint úr helförinni. Gyðingar eru bara fólk, eins mismunandi og þeir eru margir, búsettir um allan heim og margir hverjir harðir andstæðingar Ísraelsríkis.“ Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Páll Óskar og dagskrárstjóri RÚV tókust á um Eurovision: „Sterkara að sniðganga keppnina en að mæta á svæðið, taka þátt í partýinu og reyna að segja eitthvað innan gæsalappa“ Páll Óskar Hjálmtýsson og Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, tókust á um Eurovision í Lestinni á Rás 1 í dag. 4. febrúar 2019 18:58 Ummæli Páls Óskars um gyðinga og Helförina vekja undrun og furðu Ummæli tónlistarmannsins Páls Óskars Hjálmtýssonar um að gyðingar hafi ekki lært neitt af Helförinni og að þeir hafi saumað sig "í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma“ hafa vakið bæðu undrun og furðu á samfélagsmiðlum. 5. febrúar 2019 14:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla um gyðinga í Lestinni á Rás 1 í gær í umræðum um Eurovision sem haldið verður í Ísrael í maí næstkomandi. Páll segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kvöld að hann beri ábyrgð á þessum ummælum og taki orð sín um gyðinga til baka. Þau hafi verið röng og særandi.Sjá einnig: Páll Óskar og dagskrárstjóri RÚV tókust á um EurovisionUmmælin vöktu furðu og undrun margra en Páll segist ætla aldrei framar að hallmæla gyðingum hvar sem þeir búa í heiminum en tekur fram að ríkisstjórn Ísraels, Ísraelsher og stjórnarstefna þeirra fái aftur á móti engan afslátt. „Restin af ummælunum standa,“ segir Páll Óskar í yfirlýsingunni þar sem hann viðurkennir fúslega að hafa gengið of langt í orðum sínum með því að blanda saman ríkisstjórn Ísraels, Ísraelsher og gyðingum saman í einn graut. Hann hafi farið með áfellisdóma og alhæfingar um gyðinga sem hann sér eftir.Yfirlýsinguna í heild má lesa hér fyrir neðan:Ég ræddi sniðgöngu gegn Eurovision vegna stríðsglæpa Ísraelshers ásamt Skarphéðni Guðmundssyni, dagskrárstjóra RÚV í Lestinni á Rás 1 í gær. Ég viðurkenni fúslega að ég gekk allt of langt í orðum mínum, ég blandaði ríkisstjórn Ísrael, Ísraelsher og gyðingum saman í einn graut. Ég fór með áfellisdóma og alhæfingar um gyðinga.Orðrétt sagði ég í útvarpsþættinum: “Ástæðan fyrir því að restin af Evrópu þegir þunnu hljóði er sú að gyðingar eru búnir að sauma sig inn í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma. Það er alls ekki hip og kúl að vera „pro-Palestína“ í Bretlandi.“Og undir lok viðtalsins:“Tragedían er sú að gyðingar lærðu ekki neitt af Helförinni. Í staðinn umbreyttust þeir í nákvæma afsteypu af sínum ógeðslegasta óvini.”Ég tek fulla ábyrgð á þessum ummælum, tek þessi orð mín um gyðinga til baka, þau eru röng og særandi.Ég sýni ábyrgð mína í verki héðan í frá, og mun aldrei framar hallmæla gyðingum, hvar sem þeir búa í heiminum.Ríkisstjórn Ísraels, Ísraelsher og stjórnarstefna þeirra fær aftur á móti engan afslátt. Restin af ummælunum standa.Heimurinn hefur verið vitni að áratuga ofbeldi gegn Palestínumönnum og mörgum þótt hrikalegt að fólkið sem Helförin beindist gegn skuli ganga fram með þeim hætti sem Ísraelsher gerir.Eins og gefur að skilja hafa þessar alhæfingar mínar, að blanda saman gyðingum við stjórnarstefnu Zíonista, vakið hörð viðbrögð sem ég tek fúslega ábyrgð á.En eitt af kommentunum sem ég hef séð og er hjartanlega sammála eru eftirfarandi.„Mistökin sem Palli gerir hér er að tala um „gyðinga“ í staðinn fyrir „ríkisstjórn Ísrael“. Ríkisstjórn Ísrael er hópur stríðsglæpamanna sem halda heilli þjóð í gíslingu og reyna að þurrka hana út hægt og rólega, oft með aðferðafræði sem tekin er beint úr helförinni. Gyðingar eru bara fólk, eins mismunandi og þeir eru margir, búsettir um allan heim og margir hverjir harðir andstæðingar Ísraelsríkis.“
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Páll Óskar og dagskrárstjóri RÚV tókust á um Eurovision: „Sterkara að sniðganga keppnina en að mæta á svæðið, taka þátt í partýinu og reyna að segja eitthvað innan gæsalappa“ Páll Óskar Hjálmtýsson og Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, tókust á um Eurovision í Lestinni á Rás 1 í dag. 4. febrúar 2019 18:58 Ummæli Páls Óskars um gyðinga og Helförina vekja undrun og furðu Ummæli tónlistarmannsins Páls Óskars Hjálmtýssonar um að gyðingar hafi ekki lært neitt af Helförinni og að þeir hafi saumað sig "í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma“ hafa vakið bæðu undrun og furðu á samfélagsmiðlum. 5. febrúar 2019 14:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Páll Óskar og dagskrárstjóri RÚV tókust á um Eurovision: „Sterkara að sniðganga keppnina en að mæta á svæðið, taka þátt í partýinu og reyna að segja eitthvað innan gæsalappa“ Páll Óskar Hjálmtýsson og Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, tókust á um Eurovision í Lestinni á Rás 1 í dag. 4. febrúar 2019 18:58
Ummæli Páls Óskars um gyðinga og Helförina vekja undrun og furðu Ummæli tónlistarmannsins Páls Óskars Hjálmtýssonar um að gyðingar hafi ekki lært neitt af Helförinni og að þeir hafi saumað sig "í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma“ hafa vakið bæðu undrun og furðu á samfélagsmiðlum. 5. febrúar 2019 14:15
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent