Seldi lag í vinsæla Netflix mynd Björk Eiðsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 08:00 Unnur og Martyn Zub, við frumsýningu myndarinnar í Los Angeles. Unnur Eggertsdóttir hefur búið í Bandaríkjunum um nokkurra ára skeið þar sem hún hefur reynt fyrir sér sem leik- og söngkona. Á dögunum var lag eftir hana og félaga hennar Martyn Zub notað í Netflix-myndina Velvet Buzzsaw með Jake Gyllenhaal og Rene Russo í aðalhlutverkum. Undanfarin tvö ár hefur Unnur búið í Los Angeles en áður var hún við nám í American Academy of Dramatic Arts í New York. „Ég bjó svo í Las Vegas í nokkra mánuði í fyrra, þar sem ég fór með hlutverk Jayne Mansfield í söngleik um ævi Marilyn Monroe.“ „Ég og vinur minn, Martyn Zub, höfum verið að semja tónlist saman í rúmlega ár. Hann hefur unnið mikið með Dan Gilroy, leikstjóra Velvet Buzzsaw, og vissi að hann væri að leita að lagi fyrir ákveðna senu í myndinni. Martyn leyfði honum að heyra lag sem við vorum nýbúin að taka upp og Dan fannst það smellpassa, svo allt í einu vorum við komin í samningaviðræður við fólk frá Netflix. Lagið heitir Keep It Left og svona þar sem ég er að tala við ykkur heima á Íslandi, þá ætluðum við aldrei að gefa það út því við erum með önnur lög sem við erum miklu ánægðari með. En það virkaði samt svo vel fyrir stemninguna sem þau voru að skapa, svo það var gaman að lagið skyldi fá smá líf.“ Unnur segir það þó hafa æxlast þannig að senan, sem búið var að eyða þetta miklum tíma í að finna lag fyrir, var á endanum klippt úr myndinni. „Lagið var þó notað en á öðrum stað í myndinni og í styttri útgáfu.“Unnur með chihuahua-hundinn Ellý.Frumsýningartryllingur „Myndin sjálf er gjörsamlega tryllt. Þetta er dökk satírsk spennu-hryllingsmynd sem skartar virkilega flottum leikurum. Jake Gyllenhaal fer með aðalhlutverkið og Toni Collette, John Malkovich, Billy Magnussen og fleiri eiga stórleik.“ Myndin var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni við frábærar viðtökur og fékk sérstaka frumsýningu í Los Angeles daginn eftir þangað sem Unnur og Martyn mættu. „Það er alltaf gaman að taka þátt í tryllingnum sem fer í eina svona frumsýningu. Maður er orðinn þokkalega vanur að sjá frægt fólk í LA, en það er samt óhætt að viðurkenna að unglingurinn í mér fékk veruleg fiðrildi í magann þegar herra Jake mætti á svæðið. Fólkið sem skipulagði veisluna eftir sýninguna hefur fengið þægilegt „budget“ frá Netflix því það var búið að setja salinn upp eins og galleríið í myndinni, skreyttan með verkunum sem voru notuð í tökunum. Þeir sem sjá myndina munu skilja hversu virkilega óþægilegt og magnað það var á sama tíma.“ Unnur segir það að koma laginu í myndina hafa opnað margar dyr nú þegar. „Við Martyn höfum verið að funda með fólki sem hefur áhuga á að hjálpa okkur að koma tónlistinni okkar á framfæri, og við erum spennt fyrir að gefa út lögin sem við höfum verið að vinna síðasta árið.“ Aðspurð segir Unnur nóg um að vera hjá sér en undir lok mánaðarins sé hún að fara í tökur á kvikmynd sem hún sé mjög spennt fyrir en myndin komi líklega út í sumar. „Svo er ég í nýorðin mamma Ellýjar, sem er lítill chihuahua-hundur sem ég ættleiddi eftir eldana hræðilegu í LA. Ég þurfti að taka hana með mér í prufu um daginn því ég náði ekki að skutla henni heim, og leikstjórinn var svo hrifinn af henni að ég held að ég hafi fengið „callback“ einungis því að hann var svo heillaður af henni. Svo ef einhver er að velta fyrir sér hvernig sé best að fóta sig í bransanum hér úti þá er lykillinn einfaldlega að eiga sætan hund.“ Áhugasamir geta fylgst með ævintýrum Unnar á Instagram @unnureggerts. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Netflix Tónlist Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
Unnur Eggertsdóttir hefur búið í Bandaríkjunum um nokkurra ára skeið þar sem hún hefur reynt fyrir sér sem leik- og söngkona. Á dögunum var lag eftir hana og félaga hennar Martyn Zub notað í Netflix-myndina Velvet Buzzsaw með Jake Gyllenhaal og Rene Russo í aðalhlutverkum. Undanfarin tvö ár hefur Unnur búið í Los Angeles en áður var hún við nám í American Academy of Dramatic Arts í New York. „Ég bjó svo í Las Vegas í nokkra mánuði í fyrra, þar sem ég fór með hlutverk Jayne Mansfield í söngleik um ævi Marilyn Monroe.“ „Ég og vinur minn, Martyn Zub, höfum verið að semja tónlist saman í rúmlega ár. Hann hefur unnið mikið með Dan Gilroy, leikstjóra Velvet Buzzsaw, og vissi að hann væri að leita að lagi fyrir ákveðna senu í myndinni. Martyn leyfði honum að heyra lag sem við vorum nýbúin að taka upp og Dan fannst það smellpassa, svo allt í einu vorum við komin í samningaviðræður við fólk frá Netflix. Lagið heitir Keep It Left og svona þar sem ég er að tala við ykkur heima á Íslandi, þá ætluðum við aldrei að gefa það út því við erum með önnur lög sem við erum miklu ánægðari með. En það virkaði samt svo vel fyrir stemninguna sem þau voru að skapa, svo það var gaman að lagið skyldi fá smá líf.“ Unnur segir það þó hafa æxlast þannig að senan, sem búið var að eyða þetta miklum tíma í að finna lag fyrir, var á endanum klippt úr myndinni. „Lagið var þó notað en á öðrum stað í myndinni og í styttri útgáfu.“Unnur með chihuahua-hundinn Ellý.Frumsýningartryllingur „Myndin sjálf er gjörsamlega tryllt. Þetta er dökk satírsk spennu-hryllingsmynd sem skartar virkilega flottum leikurum. Jake Gyllenhaal fer með aðalhlutverkið og Toni Collette, John Malkovich, Billy Magnussen og fleiri eiga stórleik.“ Myndin var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni við frábærar viðtökur og fékk sérstaka frumsýningu í Los Angeles daginn eftir þangað sem Unnur og Martyn mættu. „Það er alltaf gaman að taka þátt í tryllingnum sem fer í eina svona frumsýningu. Maður er orðinn þokkalega vanur að sjá frægt fólk í LA, en það er samt óhætt að viðurkenna að unglingurinn í mér fékk veruleg fiðrildi í magann þegar herra Jake mætti á svæðið. Fólkið sem skipulagði veisluna eftir sýninguna hefur fengið þægilegt „budget“ frá Netflix því það var búið að setja salinn upp eins og galleríið í myndinni, skreyttan með verkunum sem voru notuð í tökunum. Þeir sem sjá myndina munu skilja hversu virkilega óþægilegt og magnað það var á sama tíma.“ Unnur segir það að koma laginu í myndina hafa opnað margar dyr nú þegar. „Við Martyn höfum verið að funda með fólki sem hefur áhuga á að hjálpa okkur að koma tónlistinni okkar á framfæri, og við erum spennt fyrir að gefa út lögin sem við höfum verið að vinna síðasta árið.“ Aðspurð segir Unnur nóg um að vera hjá sér en undir lok mánaðarins sé hún að fara í tökur á kvikmynd sem hún sé mjög spennt fyrir en myndin komi líklega út í sumar. „Svo er ég í nýorðin mamma Ellýjar, sem er lítill chihuahua-hundur sem ég ættleiddi eftir eldana hræðilegu í LA. Ég þurfti að taka hana með mér í prufu um daginn því ég náði ekki að skutla henni heim, og leikstjórinn var svo hrifinn af henni að ég held að ég hafi fengið „callback“ einungis því að hann var svo heillaður af henni. Svo ef einhver er að velta fyrir sér hvernig sé best að fóta sig í bransanum hér úti þá er lykillinn einfaldlega að eiga sætan hund.“ Áhugasamir geta fylgst með ævintýrum Unnar á Instagram @unnureggerts.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Netflix Tónlist Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“