Kaupir sér frelsi fyrir 242 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2019 16:30 Nick Foles. Getty/Jonathan Bachman Samningamálin í NFL-deildinni geta vissulega verið flókin. Þannig þarf leikmaður mögulega að hafna 2,4 milljarða árslaunum og borga þess í stað 242 milljónir til að græða á endanum annan eins árs samning upp á meira en þrjá milljarða. Leikstjórnandinn Nick Foles hefur samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla losað sig undan samningi við NFL-liðið Philadelphia Eagles sem hefði fært honum 20 milljónir dollara í aðra hönd. Það kostaði hins vegar sitt. Tuttugu milljónir dollara fyrir eitt tímabil eru miklu meira ágætis laun eða 2,4 milljarðar íslenskra króna en þau eru ekki ásættanleg fyrir varaleikstjórnanda Philadelphia Eagles, Nick Foles. Fyrir einu ári síðan var Nick Foles nýbúinn að vinna Super Bowl og fá verðlaunin sem mikilvægasti leikmaður leiksins.On This Date: A year ago, MVP Nick Foles led the Eagles to their first Super Bowl championship. pic.twitter.com/AqAdjYjxOL — ESPN (@espn) February 4, 2019Nick Foles þarf að borga tvær milljónir dollara, 242 milljónir íslenskra króna, til að losna undan samningnum. Það er samt ekki útséð með það að Nick Foles verði áfram leikmaður Philadelphia Eagles sem getur fest hann með svo kölluðu „franchise tag“ en hvert lið getur fest einn leikmann á hverju tímabili.Sources: #Eagles QB Nick Foles is, in fact, buying back his freedom for $2M, voiding the new and final year of his contract. Now, he’s a free agent... unless Philly hits him with the roughly $25M franchise tag. — Ian Rapoport (@RapSheet) February 6, 2019Fari svo að Philadelphia Eagles nýti sér þetta útspil til að halda Nick Foles þá þarf félagið að borga honum 25 milljónir dollara í árslaun eða meira en þrjá milljarða íslenskra króna. Á endanum myndi Nick Foles græða á því að hafa keypt sig út úr gamla samningnum. Nick Foles hefur undanfarin tvö tímabil komið sterkur inn þegar aðalleikstjórnandi Philadelphia Eagles, Carson Wentz, hefur meiðst. Í fyrra fór Foles alla leið með liðið en það gekk ekki alveg eins vel í ár. Ernirnir fóru samt í úrslitakeppnina þrátt fyrir ótal áföll og Foles hjálpaði Eagles-liðinu að vinna einn leik í úrslitakeppnnni. Þrátt fyrir það væri ekkert öruggt að Foles yrði áfram hjá Philadelphia Eagles sem myndi líklega skipta honum til annars liðs í NFL-deildinni sem þyrfti nauðsynlega á leikstjórnanda að halda.Teams that are expected to be the main contenders in showing interest in Foles include: JAX, TB, NYG, and MIA. Where would you go if you were Foles? pic.twitter.com/x8EbYezjpj — Eagles Nation (@PHLEaglesNation) February 6, 2019 NFL Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Sjá meira
Samningamálin í NFL-deildinni geta vissulega verið flókin. Þannig þarf leikmaður mögulega að hafna 2,4 milljarða árslaunum og borga þess í stað 242 milljónir til að græða á endanum annan eins árs samning upp á meira en þrjá milljarða. Leikstjórnandinn Nick Foles hefur samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla losað sig undan samningi við NFL-liðið Philadelphia Eagles sem hefði fært honum 20 milljónir dollara í aðra hönd. Það kostaði hins vegar sitt. Tuttugu milljónir dollara fyrir eitt tímabil eru miklu meira ágætis laun eða 2,4 milljarðar íslenskra króna en þau eru ekki ásættanleg fyrir varaleikstjórnanda Philadelphia Eagles, Nick Foles. Fyrir einu ári síðan var Nick Foles nýbúinn að vinna Super Bowl og fá verðlaunin sem mikilvægasti leikmaður leiksins.On This Date: A year ago, MVP Nick Foles led the Eagles to their first Super Bowl championship. pic.twitter.com/AqAdjYjxOL — ESPN (@espn) February 4, 2019Nick Foles þarf að borga tvær milljónir dollara, 242 milljónir íslenskra króna, til að losna undan samningnum. Það er samt ekki útséð með það að Nick Foles verði áfram leikmaður Philadelphia Eagles sem getur fest hann með svo kölluðu „franchise tag“ en hvert lið getur fest einn leikmann á hverju tímabili.Sources: #Eagles QB Nick Foles is, in fact, buying back his freedom for $2M, voiding the new and final year of his contract. Now, he’s a free agent... unless Philly hits him with the roughly $25M franchise tag. — Ian Rapoport (@RapSheet) February 6, 2019Fari svo að Philadelphia Eagles nýti sér þetta útspil til að halda Nick Foles þá þarf félagið að borga honum 25 milljónir dollara í árslaun eða meira en þrjá milljarða íslenskra króna. Á endanum myndi Nick Foles græða á því að hafa keypt sig út úr gamla samningnum. Nick Foles hefur undanfarin tvö tímabil komið sterkur inn þegar aðalleikstjórnandi Philadelphia Eagles, Carson Wentz, hefur meiðst. Í fyrra fór Foles alla leið með liðið en það gekk ekki alveg eins vel í ár. Ernirnir fóru samt í úrslitakeppnina þrátt fyrir ótal áföll og Foles hjálpaði Eagles-liðinu að vinna einn leik í úrslitakeppnnni. Þrátt fyrir það væri ekkert öruggt að Foles yrði áfram hjá Philadelphia Eagles sem myndi líklega skipta honum til annars liðs í NFL-deildinni sem þyrfti nauðsynlega á leikstjórnanda að halda.Teams that are expected to be the main contenders in showing interest in Foles include: JAX, TB, NYG, and MIA. Where would you go if you were Foles? pic.twitter.com/x8EbYezjpj — Eagles Nation (@PHLEaglesNation) February 6, 2019
NFL Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti