600 nemendur í dýrasta skóla Reykjanesbæjar Sighvatur Jónsson skrifar 11. febrúar 2019 19:30 Nýr grunnskóli í Reykjanesbæ verður dýrasta framkvæmd sveitarfélagsins frá upphafi. Fullbyggður mun skólinn rúma ríflega 600 nemendur. Áætlaður heildarkostnaður er rúmir fimm milljarðar króna. Það er krefjandi verkefni fyrir sveitarfélag að takast á við hraða fjölgun. Íbúum Reykjanesbæjar hefur fjölgað um þriðjung á nokkrum árum. Bæjarstjórinn segir að meðal annars þurfi að líta til fjölda barna og aldurs þeirra í einstökum hverfum. „Við höfum verið að stækka leikskóla og byggja nýja leikskóla og erum að hefja byggingu nýs grunnskóla. Síðan erum við með á teikniborðinu næstu skóla í röðinni en það eru einhver ár í þær framkvæmdir,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.Stapaskóli verður 10.000 fermetrar að stærð.Vísir/Arkís arkitektarGrunnskóli síðast vígður fyrir 14 árum Fyrir 25 árum voru sveitarfélögin Keflavík, Njarðvík og Hafnir sameinuð undir merkjum Reykjanesbæjar. Nýjasti grunnskólinn fram til þessa er Akurskóli í Njarðvík sem var vígður fyrir 14 árum. Skólinn sem er verið að reisa nú verður vígður haustið 2020 gangi áætlanir eftir. Hann verður byggður í þremur áföngum, áætlaður heildarkostnaður er rúmir fimm milljarðar króna. „Þetta er stærsta framkvæmd sem Reykjanesbær hefur farið í. Þetta er bygging upp á rúma 10.000 fermetra. Hún verður byggð núna á næstu árum í Innri Njarðvík,“ segir Kjartan bæjarstjóri. Nýi skólinn hefur fengið nafnið Stapaskóli. Hann verður leikskóli og grunnskóli. Stefnt er að því að íþróttahús og sundlaug verði í nýju skólabyggingunni.Frá framkvæmdasvæðinu við Stapaskóla í Reykjanesbæ.Vísir/SighvaturReykjanesbær hefur verið undir eftirliti sveitarfélaga vegna hás skuldahlutfalls sem hefur farið lækkandi. „Það er margt sem hjálpast þar að, íbúafjölgun og auknar tekjur. Fjölgun munu líka fylgja aukin útgjöld. Svo hafa ytri skilyrði verið okkur hagstæð, atvinnustig verið hátt og svo framvegis,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Reykjanesbær Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Nýr grunnskóli í Reykjanesbæ verður dýrasta framkvæmd sveitarfélagsins frá upphafi. Fullbyggður mun skólinn rúma ríflega 600 nemendur. Áætlaður heildarkostnaður er rúmir fimm milljarðar króna. Það er krefjandi verkefni fyrir sveitarfélag að takast á við hraða fjölgun. Íbúum Reykjanesbæjar hefur fjölgað um þriðjung á nokkrum árum. Bæjarstjórinn segir að meðal annars þurfi að líta til fjölda barna og aldurs þeirra í einstökum hverfum. „Við höfum verið að stækka leikskóla og byggja nýja leikskóla og erum að hefja byggingu nýs grunnskóla. Síðan erum við með á teikniborðinu næstu skóla í röðinni en það eru einhver ár í þær framkvæmdir,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.Stapaskóli verður 10.000 fermetrar að stærð.Vísir/Arkís arkitektarGrunnskóli síðast vígður fyrir 14 árum Fyrir 25 árum voru sveitarfélögin Keflavík, Njarðvík og Hafnir sameinuð undir merkjum Reykjanesbæjar. Nýjasti grunnskólinn fram til þessa er Akurskóli í Njarðvík sem var vígður fyrir 14 árum. Skólinn sem er verið að reisa nú verður vígður haustið 2020 gangi áætlanir eftir. Hann verður byggður í þremur áföngum, áætlaður heildarkostnaður er rúmir fimm milljarðar króna. „Þetta er stærsta framkvæmd sem Reykjanesbær hefur farið í. Þetta er bygging upp á rúma 10.000 fermetra. Hún verður byggð núna á næstu árum í Innri Njarðvík,“ segir Kjartan bæjarstjóri. Nýi skólinn hefur fengið nafnið Stapaskóli. Hann verður leikskóli og grunnskóli. Stefnt er að því að íþróttahús og sundlaug verði í nýju skólabyggingunni.Frá framkvæmdasvæðinu við Stapaskóla í Reykjanesbæ.Vísir/SighvaturReykjanesbær hefur verið undir eftirliti sveitarfélaga vegna hás skuldahlutfalls sem hefur farið lækkandi. „Það er margt sem hjálpast þar að, íbúafjölgun og auknar tekjur. Fjölgun munu líka fylgja aukin útgjöld. Svo hafa ytri skilyrði verið okkur hagstæð, atvinnustig verið hátt og svo framvegis,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.
Reykjanesbær Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira