600 nemendur í dýrasta skóla Reykjanesbæjar Sighvatur Jónsson skrifar 11. febrúar 2019 19:30 Nýr grunnskóli í Reykjanesbæ verður dýrasta framkvæmd sveitarfélagsins frá upphafi. Fullbyggður mun skólinn rúma ríflega 600 nemendur. Áætlaður heildarkostnaður er rúmir fimm milljarðar króna. Það er krefjandi verkefni fyrir sveitarfélag að takast á við hraða fjölgun. Íbúum Reykjanesbæjar hefur fjölgað um þriðjung á nokkrum árum. Bæjarstjórinn segir að meðal annars þurfi að líta til fjölda barna og aldurs þeirra í einstökum hverfum. „Við höfum verið að stækka leikskóla og byggja nýja leikskóla og erum að hefja byggingu nýs grunnskóla. Síðan erum við með á teikniborðinu næstu skóla í röðinni en það eru einhver ár í þær framkvæmdir,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.Stapaskóli verður 10.000 fermetrar að stærð.Vísir/Arkís arkitektarGrunnskóli síðast vígður fyrir 14 árum Fyrir 25 árum voru sveitarfélögin Keflavík, Njarðvík og Hafnir sameinuð undir merkjum Reykjanesbæjar. Nýjasti grunnskólinn fram til þessa er Akurskóli í Njarðvík sem var vígður fyrir 14 árum. Skólinn sem er verið að reisa nú verður vígður haustið 2020 gangi áætlanir eftir. Hann verður byggður í þremur áföngum, áætlaður heildarkostnaður er rúmir fimm milljarðar króna. „Þetta er stærsta framkvæmd sem Reykjanesbær hefur farið í. Þetta er bygging upp á rúma 10.000 fermetra. Hún verður byggð núna á næstu árum í Innri Njarðvík,“ segir Kjartan bæjarstjóri. Nýi skólinn hefur fengið nafnið Stapaskóli. Hann verður leikskóli og grunnskóli. Stefnt er að því að íþróttahús og sundlaug verði í nýju skólabyggingunni.Frá framkvæmdasvæðinu við Stapaskóla í Reykjanesbæ.Vísir/SighvaturReykjanesbær hefur verið undir eftirliti sveitarfélaga vegna hás skuldahlutfalls sem hefur farið lækkandi. „Það er margt sem hjálpast þar að, íbúafjölgun og auknar tekjur. Fjölgun munu líka fylgja aukin útgjöld. Svo hafa ytri skilyrði verið okkur hagstæð, atvinnustig verið hátt og svo framvegis,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Reykjanesbær Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Nýr grunnskóli í Reykjanesbæ verður dýrasta framkvæmd sveitarfélagsins frá upphafi. Fullbyggður mun skólinn rúma ríflega 600 nemendur. Áætlaður heildarkostnaður er rúmir fimm milljarðar króna. Það er krefjandi verkefni fyrir sveitarfélag að takast á við hraða fjölgun. Íbúum Reykjanesbæjar hefur fjölgað um þriðjung á nokkrum árum. Bæjarstjórinn segir að meðal annars þurfi að líta til fjölda barna og aldurs þeirra í einstökum hverfum. „Við höfum verið að stækka leikskóla og byggja nýja leikskóla og erum að hefja byggingu nýs grunnskóla. Síðan erum við með á teikniborðinu næstu skóla í röðinni en það eru einhver ár í þær framkvæmdir,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.Stapaskóli verður 10.000 fermetrar að stærð.Vísir/Arkís arkitektarGrunnskóli síðast vígður fyrir 14 árum Fyrir 25 árum voru sveitarfélögin Keflavík, Njarðvík og Hafnir sameinuð undir merkjum Reykjanesbæjar. Nýjasti grunnskólinn fram til þessa er Akurskóli í Njarðvík sem var vígður fyrir 14 árum. Skólinn sem er verið að reisa nú verður vígður haustið 2020 gangi áætlanir eftir. Hann verður byggður í þremur áföngum, áætlaður heildarkostnaður er rúmir fimm milljarðar króna. „Þetta er stærsta framkvæmd sem Reykjanesbær hefur farið í. Þetta er bygging upp á rúma 10.000 fermetra. Hún verður byggð núna á næstu árum í Innri Njarðvík,“ segir Kjartan bæjarstjóri. Nýi skólinn hefur fengið nafnið Stapaskóli. Hann verður leikskóli og grunnskóli. Stefnt er að því að íþróttahús og sundlaug verði í nýju skólabyggingunni.Frá framkvæmdasvæðinu við Stapaskóla í Reykjanesbæ.Vísir/SighvaturReykjanesbær hefur verið undir eftirliti sveitarfélaga vegna hás skuldahlutfalls sem hefur farið lækkandi. „Það er margt sem hjálpast þar að, íbúafjölgun og auknar tekjur. Fjölgun munu líka fylgja aukin útgjöld. Svo hafa ytri skilyrði verið okkur hagstæð, atvinnustig verið hátt og svo framvegis,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.
Reykjanesbær Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira