Nýr flokkur í Póllandi mælist sá þriðji stærsti Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2019 23:39 Robert Biedron er 42 ára og starfaði sem borgarstjóri Slupsk í norðvesturhluta landsins á árunum 2014 til 2018. Getty Nýstofnaði stjórnmálaflokkurinn Wiosna, sem útleggst Vor á íslensku, mælist nú sá þriðji stærsti í Póllandi í skoðanakönnunum. Robert Biedron, formaður flokksins, hefur komið eins og stormsveipur inn í pólsk stjórnmál að undanförnu, en hann er samkynhneigður og hefur áður starfað sem borgarstjóri Slupsk. Er ljóst að uppgangur flokksins gæti skapað vandræði fyrir hinn íhaldssama stjórnarflokk, Lög og réttlæti (PiS). Þingkosningar fara fram í landinu síðar á árinu. Biedron kynnti stefnuskrá Wiosna um liðna helgi. Flokkurinn er staðsettur vinstra megin við miðju og gengur þvert gegn stefnu PiS í fjölda mála. Þannig er flokkurinn jákvæður í garð Evrópusamvinnunnar, vill rýmka löggjöf um fóstureyðingar, vill hverfa frá kolanotkun landsins í áföngum fram til ársins 2035 og leggja auknar skattaálögur á hina valdamiklu kaþólsku kirkju í landinu.Vill ná til kjósenda sem mæta vanalega ekki á kjörstað Kosningaþátttaka er jafnan lág í Póllandi og vonast Biedron til að ná til þeirra sem mæta vanalega ekki á kjörstað og þeirra sem eru langþreyttir á stöðugum átökum Póllandsstjórnar og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Biedron hefur sakað ráðamenn PiS um valdamisnotkun og segist munu koma sérstakri sannleiksnefnd á laggirnar til að rannsaka meint brot, komist Wiosna til valda eftir kosningarnar síðar á árinu. Enn á eftir að boða til kosninga, en er ljóst að þær munu í síðasta lagi fara fram í nóvember.Þriðji stærsti Formaðurinn Biedron er 42 ára og starfaði sem borgarstjóri Slupsk í norðvesturhluta landsins, frá 2014 til 2018. Í fyrstu skoðanakönnun TVN, sem gerð er eftir að flokkurinn kynnti stefnuskrána, mælist Wiosna sá þriðji stæsti. Sögðust 14 prósent aðspurðra styðja flokkinn. Stjórnarandstöðuflokkurinn Borgaravettvangur mældist með 20 prósent fylgi og stjórnarflokkurinn PiS 29 prósent. „Breytingar eru mögulegar,“ sagði Biedron, aðspurður um niðurstöður könnunarinnar. Pólland Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Nýstofnaði stjórnmálaflokkurinn Wiosna, sem útleggst Vor á íslensku, mælist nú sá þriðji stærsti í Póllandi í skoðanakönnunum. Robert Biedron, formaður flokksins, hefur komið eins og stormsveipur inn í pólsk stjórnmál að undanförnu, en hann er samkynhneigður og hefur áður starfað sem borgarstjóri Slupsk. Er ljóst að uppgangur flokksins gæti skapað vandræði fyrir hinn íhaldssama stjórnarflokk, Lög og réttlæti (PiS). Þingkosningar fara fram í landinu síðar á árinu. Biedron kynnti stefnuskrá Wiosna um liðna helgi. Flokkurinn er staðsettur vinstra megin við miðju og gengur þvert gegn stefnu PiS í fjölda mála. Þannig er flokkurinn jákvæður í garð Evrópusamvinnunnar, vill rýmka löggjöf um fóstureyðingar, vill hverfa frá kolanotkun landsins í áföngum fram til ársins 2035 og leggja auknar skattaálögur á hina valdamiklu kaþólsku kirkju í landinu.Vill ná til kjósenda sem mæta vanalega ekki á kjörstað Kosningaþátttaka er jafnan lág í Póllandi og vonast Biedron til að ná til þeirra sem mæta vanalega ekki á kjörstað og þeirra sem eru langþreyttir á stöðugum átökum Póllandsstjórnar og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Biedron hefur sakað ráðamenn PiS um valdamisnotkun og segist munu koma sérstakri sannleiksnefnd á laggirnar til að rannsaka meint brot, komist Wiosna til valda eftir kosningarnar síðar á árinu. Enn á eftir að boða til kosninga, en er ljóst að þær munu í síðasta lagi fara fram í nóvember.Þriðji stærsti Formaðurinn Biedron er 42 ára og starfaði sem borgarstjóri Slupsk í norðvesturhluta landsins, frá 2014 til 2018. Í fyrstu skoðanakönnun TVN, sem gerð er eftir að flokkurinn kynnti stefnuskrána, mælist Wiosna sá þriðji stæsti. Sögðust 14 prósent aðspurðra styðja flokkinn. Stjórnarandstöðuflokkurinn Borgaravettvangur mældist með 20 prósent fylgi og stjórnarflokkurinn PiS 29 prósent. „Breytingar eru mögulegar,“ sagði Biedron, aðspurður um niðurstöður könnunarinnar.
Pólland Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira