Ný alþjóðleg bókmenntaverðlaun kennd við Halldór Laxness Atli Ísleifsson skrifar 8. febrúar 2019 12:17 Halldór Laxness hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1955. Fréttablaðið/Úr einkasafni Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að veita tvær milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til að standa straum af verðlaunafé vegna nýrra alþjóðlegra bókmenntaverðlauna sem kennd verða við Halldór Laxness. Er þetta gert að tillögu forsætisráðherra og mennta- og menningamálaráðherra, en verðlaunin verða fyrst veitt í apríl næstkomandi. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að tilefnið sé ekki síst það að hundrað ár séu nú liðin frá því að Halldór Laxness gaf út sína fyrstu skáldsögu, Barn náttúrunnar. „Verðlaunin verða veitt virtum erlendum rithöfundi fyrir endurnýjun sagnalistar og afhent á Bókmenntahátíð í Reykjavík, nú fyrst í apríl 2019 en síðan annað hvert ár eða árin 2021, 2023, 2025 og 2027. Forsætisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðherra, Íslandsstofa, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Forlagið, sem er útgefandi verka Halldórs Laxness, og Gljúfrasteinn munu standa að hinum alþjóðlegu bókmenntaverðlaunum. Þá verður valnefnd skipuð einum fulltrúa forsætisráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Íslandsstofu, einum fulltrúa Bókmenntahátíðar, Forlagsins og Gljúfrasteins og þeim höfundi sem síðast hlaut verðlaunin. Ný nefnd verður skipuð í kjölfar hverrar Bókmenntahátíðar og val hennar mun liggja fyrir sex mánuðum fyrir afhendingu,“ segir í tilkynningunni. Bókmenntahátíð Bókmenntir Halldór Laxness Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að veita tvær milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til að standa straum af verðlaunafé vegna nýrra alþjóðlegra bókmenntaverðlauna sem kennd verða við Halldór Laxness. Er þetta gert að tillögu forsætisráðherra og mennta- og menningamálaráðherra, en verðlaunin verða fyrst veitt í apríl næstkomandi. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að tilefnið sé ekki síst það að hundrað ár séu nú liðin frá því að Halldór Laxness gaf út sína fyrstu skáldsögu, Barn náttúrunnar. „Verðlaunin verða veitt virtum erlendum rithöfundi fyrir endurnýjun sagnalistar og afhent á Bókmenntahátíð í Reykjavík, nú fyrst í apríl 2019 en síðan annað hvert ár eða árin 2021, 2023, 2025 og 2027. Forsætisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðherra, Íslandsstofa, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Forlagið, sem er útgefandi verka Halldórs Laxness, og Gljúfrasteinn munu standa að hinum alþjóðlegu bókmenntaverðlaunum. Þá verður valnefnd skipuð einum fulltrúa forsætisráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Íslandsstofu, einum fulltrúa Bókmenntahátíðar, Forlagsins og Gljúfrasteins og þeim höfundi sem síðast hlaut verðlaunin. Ný nefnd verður skipuð í kjölfar hverrar Bókmenntahátíðar og val hennar mun liggja fyrir sex mánuðum fyrir afhendingu,“ segir í tilkynningunni.
Bókmenntahátíð Bókmenntir Halldór Laxness Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira