Getur Robert Whittaker varið titilinn sinn á heimavelli? Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. febrúar 2019 13:00 Whittaker í hans síðasta bardaga. Vísir/Getty UFC 234 fer fram um helgina í Ástralíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætir heimamaðurinn Robert Whittaker Bandaríkjamanninum Kelvin Gastelum. Robert Whittaker hefur farið hamförum á undanförum árum. Niðurskurðurinn í 77 kg veltivigt var of erfiður fyrir Whittaker og ákvað því að fara upp í 84 kg millivigt. Þar hefur hann blómstrað, unnið alla átta bardaga sína og er ríkjandi meistari. Whittaker hefur sýnt að hann er nánast gallalaus. Hann er einn tæknilegasti bardagamaðurinn í UFC í dag, bardagar hans eru mjög skemmtilegir og þá er hann grjótharður eins og hann sýndi í bardögunum tveimur gegn Yoel Romero. Gallinn gæti verið sá að hann tók ansi miklar barsmíðar gegn Romero sem gæti haft áhrif á getu Whittaker til að taka við höggum í dag. Whittaker stóð af sér þung högg Romero og þó ástandið hafi verið slæmt á tímabili tókst honum að vinna Romero eftir dómaraákvörðun. Spurningin er hvort Whittaker sé sami bardagamaður eftir þessar 10 lotur gegn hinum hættulega Yoel Romero. Hann er samt bara 28 ára gamall og ætti að eiga nóg eftir undir öllum eðlilegum kringumstæðum. Hann er líka gott dæmi um bardagamann sem þarf ekki að vera risastór í flokknum sínum en er samt bestur. Utan búrsins er hann fyrirmyndar samborgari. Þriggja barna faðir sem kemur alltaf vel fyrir og er aldrei í neinu veseni utan búrsins. Þrátt fyrir að vera með allan pakkann er hann enn frekar óþekktur utan MMA heimsins á meðan vandræðagemsar eins og Conor McGregor og Jon Jones eigna sér fyrirsagnirnar. Whittaker mætir í nótt Kelvin Gastelum sem var einnig þyngdarflokki neðar en hefur gert það afar gott í millivigtinni. Líkt og Whittaker er Gastelum á besta aldri og ætti þetta því að verða hörku bardagi hjá tveimur frábærum bardagamönnum. UFC 234 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 3 í nótt. MMA Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
UFC 234 fer fram um helgina í Ástralíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætir heimamaðurinn Robert Whittaker Bandaríkjamanninum Kelvin Gastelum. Robert Whittaker hefur farið hamförum á undanförum árum. Niðurskurðurinn í 77 kg veltivigt var of erfiður fyrir Whittaker og ákvað því að fara upp í 84 kg millivigt. Þar hefur hann blómstrað, unnið alla átta bardaga sína og er ríkjandi meistari. Whittaker hefur sýnt að hann er nánast gallalaus. Hann er einn tæknilegasti bardagamaðurinn í UFC í dag, bardagar hans eru mjög skemmtilegir og þá er hann grjótharður eins og hann sýndi í bardögunum tveimur gegn Yoel Romero. Gallinn gæti verið sá að hann tók ansi miklar barsmíðar gegn Romero sem gæti haft áhrif á getu Whittaker til að taka við höggum í dag. Whittaker stóð af sér þung högg Romero og þó ástandið hafi verið slæmt á tímabili tókst honum að vinna Romero eftir dómaraákvörðun. Spurningin er hvort Whittaker sé sami bardagamaður eftir þessar 10 lotur gegn hinum hættulega Yoel Romero. Hann er samt bara 28 ára gamall og ætti að eiga nóg eftir undir öllum eðlilegum kringumstæðum. Hann er líka gott dæmi um bardagamann sem þarf ekki að vera risastór í flokknum sínum en er samt bestur. Utan búrsins er hann fyrirmyndar samborgari. Þriggja barna faðir sem kemur alltaf vel fyrir og er aldrei í neinu veseni utan búrsins. Þrátt fyrir að vera með allan pakkann er hann enn frekar óþekktur utan MMA heimsins á meðan vandræðagemsar eins og Conor McGregor og Jon Jones eigna sér fyrirsagnirnar. Whittaker mætir í nótt Kelvin Gastelum sem var einnig þyngdarflokki neðar en hefur gert það afar gott í millivigtinni. Líkt og Whittaker er Gastelum á besta aldri og ætti þetta því að verða hörku bardagi hjá tveimur frábærum bardagamönnum. UFC 234 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 3 í nótt.
MMA Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira