Brynjar: Við kokgleyptum við öllu sem þeir vildu að við gerðum Anton Ingi Leifsson skrifar 8. febrúar 2019 22:26 Brynjar var ekki sáttur í kvöld. vísir/daníel „Já þetta eru gríðarleg vonbrigði og það er engin spurning. Það er eitthvað að og þetta var bara körfubolta skólun sem við fengum í dag,“ sagði grautfúll Brynjar Þór Björnsson eftir vont tap Tindastóls á móti Stjörnunni fyrr í kvöld. „Við sjáum þarna lið sem er á fleygiferð í átt að deildarmeistaratitlinum. Gríðarlega vel mannaðir og kunna leikinn upp á tíu. Vita hverja þeir eiga að dekka vel og vita hvert þeir eiga að gefa hann til að fá færin. Sóknarlega voru þeir kannski ekkert stórkostlegir, hittu ekkert rosalega vel en þetta var bara körfuboltaskóli. Körfubolti 101.“ Brynjari var bent á að hans lið væri nú líka vel mannað lið sem hafi verið á toppi deildarinnar um áramót en niðursveiflan eftir áramót væri rosaleg. Hvað er það sem veldur að mati Brynjars? „Ákveðnar breytingar áttu sér stað hérna, við vorum í góðu flæði og það var góður andi í öllu þar sem menn brugðust rétt við þegar á móti blés. Núna erum við bara að hlaupa frá A til B. Það sem Stjarnan var að gera við okkur í kvöld til dæmis var bara að senda mig til dæmis á einhvern ákveðinn stað og ég bara kokgleypti við því og ég fór að gera eitthvað annað til að þannig hreyfa vörnina. Við bara kokgleyptum allt sem Stjarnan vildi að við gerðum og þegar þú gerir það þá lítur þú bara illa út.“ „Við erum búin að spila 80 mínútur saman í vetur og þeir bara kunna kerfin okkar upp á 10 og þeir búnir að gera allt upp á 10 og þá þarf að lesa leikinn og þar kemur að einum hlut sem við höfum ekki verið góðir í eftir áramót og það er að bregðast við aðstæðum og bregðast við því þegar varnarmaður fer frá manni að maður hlaupi ekki bara í fangið á honum heldur stoppi og fái þannig opið skot.“ Tindastóll er í vandræðum og það er klárt og var Brynjar sammála því að ógnin væri lítil inn í teig og að lesturinn á vörninni væri ekki nógu góður. „Þetta er það sem ég var að reyna að segja eftir seinasta leik að við erum ekki djúpir og förum ekki djúpt í sóknarleikinn og erum ekki að hreyfa boltann nógu vel. Varnarlega, spilum við nokkuð góða vörn og það vantaði ekkert upp á ákefðina sérstaklega framan af en það vantar að skora boltanum og þar gátum við bara einfaldlega ekki skorað.“ Dominos-deild karla Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ Sjá meira
„Já þetta eru gríðarleg vonbrigði og það er engin spurning. Það er eitthvað að og þetta var bara körfubolta skólun sem við fengum í dag,“ sagði grautfúll Brynjar Þór Björnsson eftir vont tap Tindastóls á móti Stjörnunni fyrr í kvöld. „Við sjáum þarna lið sem er á fleygiferð í átt að deildarmeistaratitlinum. Gríðarlega vel mannaðir og kunna leikinn upp á tíu. Vita hverja þeir eiga að dekka vel og vita hvert þeir eiga að gefa hann til að fá færin. Sóknarlega voru þeir kannski ekkert stórkostlegir, hittu ekkert rosalega vel en þetta var bara körfuboltaskóli. Körfubolti 101.“ Brynjari var bent á að hans lið væri nú líka vel mannað lið sem hafi verið á toppi deildarinnar um áramót en niðursveiflan eftir áramót væri rosaleg. Hvað er það sem veldur að mati Brynjars? „Ákveðnar breytingar áttu sér stað hérna, við vorum í góðu flæði og það var góður andi í öllu þar sem menn brugðust rétt við þegar á móti blés. Núna erum við bara að hlaupa frá A til B. Það sem Stjarnan var að gera við okkur í kvöld til dæmis var bara að senda mig til dæmis á einhvern ákveðinn stað og ég bara kokgleypti við því og ég fór að gera eitthvað annað til að þannig hreyfa vörnina. Við bara kokgleyptum allt sem Stjarnan vildi að við gerðum og þegar þú gerir það þá lítur þú bara illa út.“ „Við erum búin að spila 80 mínútur saman í vetur og þeir bara kunna kerfin okkar upp á 10 og þeir búnir að gera allt upp á 10 og þá þarf að lesa leikinn og þar kemur að einum hlut sem við höfum ekki verið góðir í eftir áramót og það er að bregðast við aðstæðum og bregðast við því þegar varnarmaður fer frá manni að maður hlaupi ekki bara í fangið á honum heldur stoppi og fái þannig opið skot.“ Tindastóll er í vandræðum og það er klárt og var Brynjar sammála því að ógnin væri lítil inn í teig og að lesturinn á vörninni væri ekki nógu góður. „Þetta er það sem ég var að reyna að segja eftir seinasta leik að við erum ekki djúpir og förum ekki djúpt í sóknarleikinn og erum ekki að hreyfa boltann nógu vel. Varnarlega, spilum við nokkuð góða vörn og það vantaði ekkert upp á ákefðina sérstaklega framan af en það vantar að skora boltanum og þar gátum við bara einfaldlega ekki skorað.“
Dominos-deild karla Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ Sjá meira