Brynjar: Við kokgleyptum við öllu sem þeir vildu að við gerðum Anton Ingi Leifsson skrifar 8. febrúar 2019 22:26 Brynjar var ekki sáttur í kvöld. vísir/daníel „Já þetta eru gríðarleg vonbrigði og það er engin spurning. Það er eitthvað að og þetta var bara körfubolta skólun sem við fengum í dag,“ sagði grautfúll Brynjar Þór Björnsson eftir vont tap Tindastóls á móti Stjörnunni fyrr í kvöld. „Við sjáum þarna lið sem er á fleygiferð í átt að deildarmeistaratitlinum. Gríðarlega vel mannaðir og kunna leikinn upp á tíu. Vita hverja þeir eiga að dekka vel og vita hvert þeir eiga að gefa hann til að fá færin. Sóknarlega voru þeir kannski ekkert stórkostlegir, hittu ekkert rosalega vel en þetta var bara körfuboltaskóli. Körfubolti 101.“ Brynjari var bent á að hans lið væri nú líka vel mannað lið sem hafi verið á toppi deildarinnar um áramót en niðursveiflan eftir áramót væri rosaleg. Hvað er það sem veldur að mati Brynjars? „Ákveðnar breytingar áttu sér stað hérna, við vorum í góðu flæði og það var góður andi í öllu þar sem menn brugðust rétt við þegar á móti blés. Núna erum við bara að hlaupa frá A til B. Það sem Stjarnan var að gera við okkur í kvöld til dæmis var bara að senda mig til dæmis á einhvern ákveðinn stað og ég bara kokgleypti við því og ég fór að gera eitthvað annað til að þannig hreyfa vörnina. Við bara kokgleyptum allt sem Stjarnan vildi að við gerðum og þegar þú gerir það þá lítur þú bara illa út.“ „Við erum búin að spila 80 mínútur saman í vetur og þeir bara kunna kerfin okkar upp á 10 og þeir búnir að gera allt upp á 10 og þá þarf að lesa leikinn og þar kemur að einum hlut sem við höfum ekki verið góðir í eftir áramót og það er að bregðast við aðstæðum og bregðast við því þegar varnarmaður fer frá manni að maður hlaupi ekki bara í fangið á honum heldur stoppi og fái þannig opið skot.“ Tindastóll er í vandræðum og það er klárt og var Brynjar sammála því að ógnin væri lítil inn í teig og að lesturinn á vörninni væri ekki nógu góður. „Þetta er það sem ég var að reyna að segja eftir seinasta leik að við erum ekki djúpir og förum ekki djúpt í sóknarleikinn og erum ekki að hreyfa boltann nógu vel. Varnarlega, spilum við nokkuð góða vörn og það vantaði ekkert upp á ákefðina sérstaklega framan af en það vantar að skora boltanum og þar gátum við bara einfaldlega ekki skorað.“ Dominos-deild karla Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
„Já þetta eru gríðarleg vonbrigði og það er engin spurning. Það er eitthvað að og þetta var bara körfubolta skólun sem við fengum í dag,“ sagði grautfúll Brynjar Þór Björnsson eftir vont tap Tindastóls á móti Stjörnunni fyrr í kvöld. „Við sjáum þarna lið sem er á fleygiferð í átt að deildarmeistaratitlinum. Gríðarlega vel mannaðir og kunna leikinn upp á tíu. Vita hverja þeir eiga að dekka vel og vita hvert þeir eiga að gefa hann til að fá færin. Sóknarlega voru þeir kannski ekkert stórkostlegir, hittu ekkert rosalega vel en þetta var bara körfuboltaskóli. Körfubolti 101.“ Brynjari var bent á að hans lið væri nú líka vel mannað lið sem hafi verið á toppi deildarinnar um áramót en niðursveiflan eftir áramót væri rosaleg. Hvað er það sem veldur að mati Brynjars? „Ákveðnar breytingar áttu sér stað hérna, við vorum í góðu flæði og það var góður andi í öllu þar sem menn brugðust rétt við þegar á móti blés. Núna erum við bara að hlaupa frá A til B. Það sem Stjarnan var að gera við okkur í kvöld til dæmis var bara að senda mig til dæmis á einhvern ákveðinn stað og ég bara kokgleypti við því og ég fór að gera eitthvað annað til að þannig hreyfa vörnina. Við bara kokgleyptum allt sem Stjarnan vildi að við gerðum og þegar þú gerir það þá lítur þú bara illa út.“ „Við erum búin að spila 80 mínútur saman í vetur og þeir bara kunna kerfin okkar upp á 10 og þeir búnir að gera allt upp á 10 og þá þarf að lesa leikinn og þar kemur að einum hlut sem við höfum ekki verið góðir í eftir áramót og það er að bregðast við aðstæðum og bregðast við því þegar varnarmaður fer frá manni að maður hlaupi ekki bara í fangið á honum heldur stoppi og fái þannig opið skot.“ Tindastóll er í vandræðum og það er klárt og var Brynjar sammála því að ógnin væri lítil inn í teig og að lesturinn á vörninni væri ekki nógu góður. „Þetta er það sem ég var að reyna að segja eftir seinasta leik að við erum ekki djúpir og förum ekki djúpt í sóknarleikinn og erum ekki að hreyfa boltann nógu vel. Varnarlega, spilum við nokkuð góða vörn og það vantaði ekkert upp á ákefðina sérstaklega framan af en það vantar að skora boltanum og þar gátum við bara einfaldlega ekki skorað.“
Dominos-deild karla Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira