Guðni: Ég er ánægður og stoltur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. febrúar 2019 16:44 Guðni þakkar fyrir sig eftir kjörið í dag. Vísir/Daníel Guðni Bergsson fékk yfirburðakosningu til formanns KSÍ í dag. Hann var stoltur af stuðningnum sem hann fékk. „Ég er ánægður og stoltur. Ég hlakka til komandi tveggja ára í starfi,“ sagði Guðni ánægður með niðurstöðuna. Hann neitar því ekki að hann hafi fengið mjög sterk skilaboð í dag og sterka staðfestingu á hans störfum fyrir KSÍ. „Bæði fyrir mín störf og störf okkar allra innan KSÍ. Þetta er bara samvinna. Við erum heild og ég held að starfið okkar hafi verið markvisst og gott undanfarin tvö ár,“ sagði Guðni. „En á sama tíma vil ég horfa fram veginn, hvernig við getum gert enn betur fyrir okkar aðildarfélög.“ Hann segir að það muni margt bíða nýrrar stjórnar KSÍ og hans sjálfs. „Það er ýmislegt sem er fram undan, til dæmis frumvarp um endurgreiðslur vegna íþróttamannvirkja, jöfnun ferðakostnaðar, sjálfboðaliðastarfið sem á undir högg að sækja. Það þarf að passa upp á þátttöku kvenna. “ „En ekki síst hvernig við getum saman bætt rekstrarumhverfi aðildarfélaganna okkar og í raun og veru bætt fótboltann almennt í landinu. Þetta er langur listi verkefna sem bíður okkar.“ Mikið hefur verið rætt um hugmyndir Guðna um að ráða yfirmann knattspyrnumála, sem komu fyrst fram í framboði hans fyrir tveimur árum. „Við förum núna yfir það mál með stjórninni á næstunni og tökum jákvæð skref í því sambandi. Eins og ég hef sagt áður, ég held að það verði framfaraspor fyrir okkur og ég er mjög spenntur fyrir því verkefni.“ Að síðustu spurði ég Guðna út í ummæli Jóns Rúnars Halldórssonar um frægt viðtal íþróttadeildar við forseta UEFA, sem Jón Rúnar gagnrýndi mjög. „Hann verður að svara fyrir. Eitt er að taka þessa röksemd og fara með hana. En það er spurning um hvar eða hvernig þú ferð með hana. Ég er ekki að hugsa út í það.“ KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðni kjörinn með yfirburðum Guðni Bergsson verður áfram formaður KSÍ. Hann hafði betur gegn Geir Þorsteinssyni. 9. febrúar 2019 15:58 Í beinni: Ársþing KSÍ Bein textalýsingi frá blaðamanni Vísis á ársþingi KSÍ í Reykjavík. Á fundinum var kosið á milli Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í formannskjöri sambandsins. 9. febrúar 2019 17:00 Jón Rúnar gagnrýnir stjórn KSÍ: Heigulsháttur að mótmæla ekki afskiptum Ceferin Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, var ekki sáttur með stjórn KSÍ. 9. febrúar 2019 15:15 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Guðni Bergsson fékk yfirburðakosningu til formanns KSÍ í dag. Hann var stoltur af stuðningnum sem hann fékk. „Ég er ánægður og stoltur. Ég hlakka til komandi tveggja ára í starfi,“ sagði Guðni ánægður með niðurstöðuna. Hann neitar því ekki að hann hafi fengið mjög sterk skilaboð í dag og sterka staðfestingu á hans störfum fyrir KSÍ. „Bæði fyrir mín störf og störf okkar allra innan KSÍ. Þetta er bara samvinna. Við erum heild og ég held að starfið okkar hafi verið markvisst og gott undanfarin tvö ár,“ sagði Guðni. „En á sama tíma vil ég horfa fram veginn, hvernig við getum gert enn betur fyrir okkar aðildarfélög.“ Hann segir að það muni margt bíða nýrrar stjórnar KSÍ og hans sjálfs. „Það er ýmislegt sem er fram undan, til dæmis frumvarp um endurgreiðslur vegna íþróttamannvirkja, jöfnun ferðakostnaðar, sjálfboðaliðastarfið sem á undir högg að sækja. Það þarf að passa upp á þátttöku kvenna. “ „En ekki síst hvernig við getum saman bætt rekstrarumhverfi aðildarfélaganna okkar og í raun og veru bætt fótboltann almennt í landinu. Þetta er langur listi verkefna sem bíður okkar.“ Mikið hefur verið rætt um hugmyndir Guðna um að ráða yfirmann knattspyrnumála, sem komu fyrst fram í framboði hans fyrir tveimur árum. „Við förum núna yfir það mál með stjórninni á næstunni og tökum jákvæð skref í því sambandi. Eins og ég hef sagt áður, ég held að það verði framfaraspor fyrir okkur og ég er mjög spenntur fyrir því verkefni.“ Að síðustu spurði ég Guðna út í ummæli Jóns Rúnars Halldórssonar um frægt viðtal íþróttadeildar við forseta UEFA, sem Jón Rúnar gagnrýndi mjög. „Hann verður að svara fyrir. Eitt er að taka þessa röksemd og fara með hana. En það er spurning um hvar eða hvernig þú ferð með hana. Ég er ekki að hugsa út í það.“
KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðni kjörinn með yfirburðum Guðni Bergsson verður áfram formaður KSÍ. Hann hafði betur gegn Geir Þorsteinssyni. 9. febrúar 2019 15:58 Í beinni: Ársþing KSÍ Bein textalýsingi frá blaðamanni Vísis á ársþingi KSÍ í Reykjavík. Á fundinum var kosið á milli Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í formannskjöri sambandsins. 9. febrúar 2019 17:00 Jón Rúnar gagnrýnir stjórn KSÍ: Heigulsháttur að mótmæla ekki afskiptum Ceferin Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, var ekki sáttur með stjórn KSÍ. 9. febrúar 2019 15:15 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Guðni kjörinn með yfirburðum Guðni Bergsson verður áfram formaður KSÍ. Hann hafði betur gegn Geir Þorsteinssyni. 9. febrúar 2019 15:58
Í beinni: Ársþing KSÍ Bein textalýsingi frá blaðamanni Vísis á ársþingi KSÍ í Reykjavík. Á fundinum var kosið á milli Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í formannskjöri sambandsins. 9. febrúar 2019 17:00
Jón Rúnar gagnrýnir stjórn KSÍ: Heigulsháttur að mótmæla ekki afskiptum Ceferin Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, var ekki sáttur með stjórn KSÍ. 9. febrúar 2019 15:15